30.05.2018 23:01

Úrtaka fyrir Landsmót

Úrtaka Geysis, Loga, Trausta, Smára.

Úrtakan verður haldin á Rangárbökkum við Hellu dagana 8-10 júní. Keppt verður í A- og B-flokki, ungmennaflokki, unglingaflokki og barnaflokki. Riðnar verða tvær umferðir og verður sú fyrri föstudag laugardag(fer eftir skráningu) og sú seinni á sunnudeginum.

Skráning fer fram á sportfeng og skal velja Geysir sem aðildarfélag. Skráningu lýkur þriðjudagskvöldið 5.júní og er skráningargjald 6000kr fyrir fullorðna og ungmenni, 2000kr fyrir börn og unglinga. 
Skráning í seinni umferð verður á staðnum í dómpalli og greiða skal þátttökugjaldið um leið á sama stað. Sama gjald verður í seinni umferð.

Gjaldgengir þátttakendur eru allir skuldlausir félagsmenn.

Verum tímanlega með skráningar og ef vandræði verða er hægt að hafa samband í síma 8637130.

Geysisfélagar ath að þeir sem keppa fyrir Geysir á Landsmótinu skulu keppa í félagsbúning.

Stjórnin

04.05.2018 22:33

Úrtaka fyrir Landsmót

Smárafélagar. Úrtaka fyrir LH verður haldin á Gaddstaðaflötum Hellu dagana 8-10 júní .

30.04.2018 18:58

Kynningarkvöld

Gæðingadómarafélag Íslands heldur kynningarkvöld um landið þar sem farið verður yfir gæðingakeppnina, áherslur og ýmsilegt sem gott er fyrir alla að kynna sér hvort um sé að ræða keppendur, mótshaldara eða hinn almenna hestamann. Nú er stórt gæðingaár framundan og hápunktur þess Landsmót hestamanna í Reykjavík. Við hvetjum alla að koma og hlusta á kynninguna og eiga svo gott spjall.

Kvöldin eru sem hér segir:

Akureyri - Reiðhöll Léttis- mánudaginn 30. apríl klukkan 18:00

Borgarnes - Félagsheimili Borgfirðings - miðvikudaginn 2.maí klukkan 20:00

Egilsstaðir - Gistihúsið Egilsstöðum mánudaginn 30. apríl klukkan 17:00

Reykjavík -TM-höllin Fáki - mánudaginn 30. apríl klukkan 20:00

Selfoss Félagsheimili Sleipnis - miðvikudaginn 2. maí klukkan 20:00

Gæðingadómarafélag Íslands

25.04.2018 19:31

Firmakeppni Smára

Firmakeppni Smára 2018

Firmakeppni hestamannafélagsins Smára verður haldin í Torfdal Flúðum 1.maí að venju. Hefst hún stundvíslega kl.13.00.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:

Pollaflokkur ( 9 ára og yngri ) Þeir munu ríða inn í reiðhöll.

Barnaflokkur ( 11-13 ára )

Unglingaflokkur ( 14 - 17 ára )

Ungmennaflokkur ( 18 - 21 árs )

Kvennaflokkur

Karlaflokkur

Heldri manna og kvennaflokkur ( +50)

Fljúgandi skeið

Skráning verður á staðnum frá kl. 12.00 og lýkur henni kl. 12.50

Hvetjum alla til að mæta og gera sér glaðan dag á einum stærsta viðburði félagsins, hvort sem er ríðandi, gangandi eða akandi.

Stjórn Smára áskilur sér rétt til að fella niður eða breyta flokkum eftir að skráningu lýkur.

Minnum á reglur Firmakeppni Smára, þær eru að finna inn á smari.is

Hlökkum til að sjá sem flesta

Stjórn Smára24.04.2018 08:59

Skrúðreið

Skrúðreið kl. 12:30 í miðbæ Reykjavíkur laugardaginn 28. apríl 
Verður með svipuðu sniði og síðustu ár. Skrúðreiðin vekur gríðarlega jákvæða eftirtekt í miðborginni og er mikil lyftistöng fyrir mannlífið þar. Skrúðreiðin telur um það bil 150 hesta og jafnmarga menn og í fararbroddi fer fjallkonan í skautbúningi ásamt fylgdarmanni. Á eftir þeim kemur hestvagn og oftar en ekki hefur borgarstjóri, ráðherra og nú síðast forstöðumaður höfuðborgarstofu setið í honum, þó reyndar hafi núverandi borgarstjóri einu sinni komið ríðandi með, sem var að sjálfsögðu toppurinn, enda hann hestamaður sjálfur og hans fjölskylda. Reiðin hefur stöðvað við Hallgrímskirkju og reiðmenn stigið af baki, hlustað á söng og þar hefur t.a.m. borgarstjóri sett Hestadaga formlega. Á þessum tímapunkti gefst áhorfendum; ferðamönnum og almenningi, kostur á því að koma nær hestunum, klappa þeim og taka myndir. Þetta er vinsælt og margar "sjálfur" verða til við þessi augnablik. Síðan er stigið á bak aftur og haldið niður Skólavörðustiginn, Bankastræti, yfir Lækjargötuna, Austurstræti, Pósthússtræti, Vonarstræti og stoppað aftur við Austurvöll. Þar verður lítið tónlistaratriði og aftur er fólki leyft að koma nær, klappa hestunum og hitta reiðmennina, sem eru á öllum aldri, oftar en ekki í íslenskum lopapeysum og brosandi. Eftir stoppið er haldið af stað Tjarnargötuna og í gegnum Hljómskálagarðinn á stígum og áfram að BSÍ og aftur á byrjunarreit að bílaplaninu við Læknagarð.

 

Tímasett áætlun

 • 12:00 Mæting á malarstæði við Læknagarð - knapar á hestum stilla sér upp
 • 12:30 Riðið af stað upp Njarðargötu að Hallgrímskirkju
 • 13:00 Uppstilling fyrir framan Hallgrímskirkju, setning og myndataka
 • 13:15 Skólavörðustígur - Bankastræti - Austurstæti - Pósthússtræti
 • 13:40 Vonarstræti - stoppað við Austurvöll, tónlistaratriði
 • 14:00 Tjarnargata - Hljómskálagarður - malarstæði við Læknagarð

Facebook viðburður: https://www.facebook.com/events/105215393669823/

23.03.2018 08:42

Opið Freyjutöltmót Smára og Loga

Daginn fyrir skírdag, þann 28 mars munum við félagar Smára, Loga og Trausta standa sman að opnu töltmóti. Við munum byrja síðdegis og tölta saman eitthvað fram eftir kvöldi í reiðhöllinni í Torfdal. Keppt verður í T3 þar sem riðið er hægt tölt, hraðabreytingar á tölti og greitt tölt. Riðið verður undir stjórn þuls, tveir inná í einu. Barnaflokkurinn ríður T7 þar sem riðið er hægt tölt og frjáls ferð á tölti. Flokkarnir eru eftirfarandi:
- Barnaflokkur
- Unglingaflokkur
- Ungmennaflokkur
- Áhugamannaflokkur
- Opinn flokkur
ATH ! Þeir sem skrá sig í áhugamannaflokk skrá sig í Opinn flokkur 2. flokkur og þeir sem skrá sig í Opinn flokk skrá sig í Opinn Flokkur en ekki Opinn flokkur 1. flokkur. Fyrir þá sem eru með erlenda kennitölu og vilja skrá sig geta haft samband við Helga Valdimar í síma: 7801891. Helgi sér um skráningar svo ef eitthvað bjátar á er best að hafa samband beint við hann :)
Dagskrá verður auglýst þegar nær dregur :)
Riðin verða úrslit í öllum flokkum og páskaegg frá Freyju verða í verðlaun fyrir fyrstu fimm efstu sætin í hverjum flokk. Einnig gefur Lífland vegleg verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin. Kunnum við þessum fyrirtækjum bestu þakkir :)
Opnað veðrur fyrir skráningu föstudaginn 16 mars og lokað að miðnætti sunnudaginn 25 mars. Skárning fer fram á Sportfeng http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add 
Þáttökugjaldið er 1500 kr fyrir börn og ungling. 2500 kr fyrir ungmenni, áhugamenn og opna flokkinn. 
Við hvetjum alla, stóra sem smáa að eiga skemmtilega kvöldstund saman :)

15.03.2018 23:43

Úrslit af fyrra vetrarmóti SmáraÞá er fyrsta vetrarmóti Smára lokið. Í ár ákvað mótanefnd Smára að breyta fyrirkomulagi mótanna með þeim hætti að gefnar væru tölur í stað sætaröðunnar. Allir þátttakendur riðu sömu grein, eða tölt T7. Tveir dómarar dæmdu saman og gáfu eina einkunn fyrir hvern lið og meðaltalið tekið af þeim tölum til þess að fá heildarniðurstöðu. Pollarnir fóru í þrautabraut og þurftu að leysa hinar ýmsu þrautir. Að þessu sinni náðist hins vegar ekki þátttaka í barnaflokkinn okkar. Hér fyrir neðan koma niðurstöður mótsins.

Pollaþraut:

Ragna Margrét Larsen og Bylur frá Kleifum

Magnús Veigar Aðalsteinsson og Djásn frá Eigilsstaðakoti

Guðmundur Johan Aðalsteinsson og Mjölnir frá Húsatóftum

Unglingaflokkur:

 1. Laufey Ósk Grímsdóttir og Teigur frá Ásatúni 3
 2. Þórey Þula Helgadóttir og Vákur frá Hvammi 1 0
 3. Þorvaldur Logi Einarsson og Hátíð frá Hlemmiskeiði 5,5

Ungmennaflokkur:

 1. Hekla Magnúsdóttir og Tinna frá Blesastöðum 6,0
 2. Jelena Aunin og Fákur frá Vatnahjáleigu 5,3
 3. Anne Sofie og Kappi frá Vorsabæ 4,8
 4. Rebekka Jansdóttir og Stella frá Syðra Langholti 4,0

Áhugamannaflokkur:

 1. Elin Moqist og Hekla frá Ásbrekku 6,5
 2. Arnheiður S. Þorvaldsdóttir og Ísdögg frá Miðfelli 5,8
 3. Einar Logi Sigurgeirsson og Saga frá Miðfelli 5,8
 4. Marie Schougaat og Óðinn frá Blesastöðum 5,8
 5. Grímur Guðmundsson og Hvinur frá Ásatúni 5,5

Opinn Flokkur:

 1. Kristín Magnúsdóttir og Órnir frá Gamla Hrauni 7.5
 2. Þórey Helgadóttir og Hugi frá Hrepphólum 6.8
 3. Þorvaldur Logi Einarsson og Stjarni frá Dalbæ 2 6.8
 4. Patricia Grolig og Skræpa frá Blesastöðum 6,0
 5. Helgi Kjartansson og Gjálp frá Hvammi 1 6,0

05.03.2018 19:22

Vetrarmót Smára

Vetrarmót Smára 2018 - hið fyrra 

Kæru Smárafélagar

Þá fer að líða að fyrra vetrarmótinu okkar en laugardaginn 10.mars nk er stefnan tekin á Torfdal með gæðinginn og góða skapið í farteskinu.
Mótið hefst kl 13:00 með skráningu og pollastund frá kl 13-13:30. Barnaflokkur hefst svo stundvíslega kl.14 og svo flokkarnir koll af kolli. Keppt verður í tölti (T7) - riðið undir stjórn þuls hægt tölt og frjáls ferð. Létt og skemmtilegt í alla staði. 5 efstu ríða úrslit en 10 efstu knapar safna stigum í stigakeppni vetrarmótanna.
Lífland gefur vegleg verðlaun fyrir 3 efstu sætin í öllum flokkum og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.
Flokkarnir verða eftirfarandi: - Þrautabraut í reiðhöll fyrir polla - Barnaflokkur - Unglingaflokkur - Ungmennaflokkur - Áhugamannaflokkur - Opinn flokkur Þátttökurétti er þannig háttað: gjaldgengir eru Smárafélagar allir í barna, unglinga, ungmenna og áhugamannaflokk. Hross þarf ekki að vera í eigu félagsmanns. Opinn flokkur er öllum opinn óháð félagsaðild. Bjóðum við nágranna og vini hjartanlega velkomna. Vakin er athygli á því að keppendum í unglinga og ungmennaflokki er einnig heimil þátttaka í opnum flokki með sitt annað hross.
Hvort mótið verður haldið úti eða inni fer eftir veðri og ástandi vallarins en ef aðstæður leyfa verðum við úti.
Unghrossaflokkur verður á sínum stað á seinna vetrarmótinu þann 21. apríl. Unghross þurfa að vera í eigu Smárafélaga, vera 4-6 vetra (á árinu) en knapi þarf ekki að vera félagsmaður í Smára.

Hlökkum til að sjá ykkur - hress og kát laugardaginn 10. mars! 

Bestu kveðjur Mótanefndin

P.S enn á ný hvetjum við til þess að fylgst sé með á fésbókinni. En þar má einnig finna nánari útlistun á tilhögun vetrarmótanna. Endilega hikið ekki við að senda okkur spurningar ef einhverjar eru varðandi vetrarmótin.


Myndaniðurstaða fyrir lífland

17.01.2018 20:40

Uppsveitadeildin 2018

UPPSVEITADEILDIN 2018 verður haldin með hefðbundnu sniði líkt og undanfarin ár. Hestamannafélagið Smári hefur rétt á að senda 4 lið til leiks, í hverju liði má vera 3-5 keppendur. 3 knapar keppa fyrir hönd síns liðs hverju sinni. Að loknum skráningafresti koma þeir knapar ásamt stjórn Smára og setja saman liðin. Skráningafrestur er til 20.janúar, þeir sem hafa áhuga að taka þátt í deildinni í vetur eru hvattir að senda sem fyrst inn nafn, kennitölu og símanúmer á smari@smari.is Við minnum á að í boði eru 20 sæti laus svo endilega skráið sem fyrst. Reglur uppsveitadelidarinnar eru að finna inn á heimasíðunni smari@smari.is og reidhollin.is

Uppsveitadeildin 2018
16. febrúar - fjórgangur.
23. mars - fimmgangur.
13.apríl - tölt, fljúgandi skeið

Uppsveitadeldin hefur skapað sér gott orðspor og er vinsæll viðburður bæði hjá heimamönnum og öðrum hestamönnum. Alltaf er góð stemmning í höllinni og ætlum við að sjálfsögðu ekki að breyta því í vetur. Við hvetjum alla félagsmenn bæði atvinnumenn og áhugamenn að skrá sig og við verðum með flotta og sterka deild í vetur  Kveðja stjórnin

16.01.2018 20:29

Aðalfundur Smára

Aðalfundur Smára 2018

Verður haldinn á Hestakránni Húsatóftum sunnudagskvöldið 28.janúar klukkan 20:30.

Dagskrá:

Dagskrá fundarins:

1. Framlagðir endurskoðaðir reikningar félagsins fyrir síðasta ár til úrskurðar.

2. Stjórn leggur fram skriflega yfirlitsskýrslu um starfsemi félagsins á liðnu ári.

3. Kosning stjórnar og varastjórnar. Formaður og stjórnarmaður gefa ekki kost á sér til endurkjörs.

4. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og tveggja til vara.

5. Önnur mál.

Hvetjum við alla félaga til þess að mæta og hafa skoðum á starfi og framtíð félagsins. Að starfa í félagsmálum er bæði gefandi og skemmtilegt og virkir félagsmenn eru gulls ígildi og vinna hörðum höndum til að styrkja félagið. Margar hendur vinna létt verk. Það væri gaman að heyra frá ykkur félagsmenn sem væruð til að leggja okkur lið og starfa með okkur í stjórnum og nefndum félagsins, það er alltaf pláss fyrir nýjar hugmyndir og fleiri hendur. Endilega hafið samband við okkur í stjórninni, komið í kaffi á aðalfund eða sendið okkur línu á smari@smari.is

Léttar veitingar í boði, hlökkum til þess að sjá sem flesta sunnudagskvöldið 28.janúar klukkan 20:30 á Hestakránni.

Kveðja stjórn hestamannafélagsins Smára

22.07.2017 14:55

Breyting á dagskrá

Ljóst er að þær tímaáætlanir sem voru settar upp fyrir laugardag á LandstólpaGæðingamóti Smára og Loga munu ekki standast og því verða eftirfarandi breytingar gerðar á dagskrá. Forkeppni í A flokki gæðinga hefst kl. 15.00 og strax að honum loknum er forkeppni í ungmennaflokki. 
Forkeppni í tölti 17 ára og yngri hefst kl.19.30 Beðist er velvirðingar á þessum breytingum. Mótstjórn vonast eftir góðri kvöldstund í blískaparveðri í Torfdal á Flúðum.

20.07.2017 21:46

Ráslisti Landstólpagæðingamót Smára og Loga

Ráslist 

Landstólpagæðingamót Smára og Loga

B-flokkur gæðinga

nr Hönd Hestur Knapi Litur
1 V Kotra frá Steinnesi Guðjón Örn Sigurðsson Brúnn
2 V Veigar frá Sauðholti 2 Árni Sigfús Birgisson Brúnn
3 V Stjörnufákur frá Bræðratungu Guðrún Magnúsdóttir vindóttur
4 V Kolka frá Hárlaugsstöðum 2 Pernille Lyager Möller Rauður-einl
5 V Smyrill frá Vorsabæ II Sigurbjörg Bára Björnsdóttir Brúnn-stjörn
6 V Sæmundur frá Vesturkoti Hanne Oustad Smidesang Brúnn
7 V Brák frá Stóra-Vatnsskarði Sara Rut Heimisdóttir Rauður-einl
8 V Njála frá Kjarnholtum I Sindri Sigurðsson Rauður-einl
9 V Léttir frá Húsanesi Bjarki Freyr Arngrímsson Jarpur-skjótt
10 V Dalur frá Ytra-Skrörðugili Ólafur Ásgeirsson Rauðstjörn
11 V Móri frá Norður-Nýjabæ Hildur Kristín Hallgrímsdóttir Brúnn
12 V Dáð frá Jaðri Glódís Rún Sigurðardóttir Rauður-einl/glóf
13 V Skör frá Hemlu 1 Sólrún Einarsdóttir Móálóttur-mósótt
14 V Sproti frá Ytri-Skógum Nína María Hauksdóttir Brúnn
15 V Hnoss frá Kolsholti 2 Helgi Þór Guðjónsson Jarpur
16 V Leikur frá Glæsibæ 2 Vilborg Smáradóttir Móálóttur-mósótt
17 V Silfurtoppur frá Vesturkoti Þórarinn Ragnarsson Brúnskjóttur
18 V Hreyfing frá Þóreyjarnúpi Elin Sara Færseth Móálóttur-mósótt
19 V Katla frá Fornusöndum Elvar Þormarsson Rauður
20 V Styrkur frá Kjarri Stella Björg Kristinsdóttir Móálóttur-mósótt
21 V Þytur frá Gegnishólaparti Birgitta Bjarnadóttir Jarpur
22 V Kamba frá Ragnheiðarstöðum Smári Adolfsson Grár/brúnn
23 V Hektor frá Þórshöfn Glódís Helgadóttir Brúnn tvístj.
24 V Saga frá Brunnum Ásta Loa My Madslund Rauðstjörn
25 V Óðinn frá Áskoti Finnur Jóhannesson Jarpur
26 V Lyfting frá Þykkvabæ Arnar Heimir Lárusson Brúnn
27 V Hrímnir frá Hvítárholti Ragnheiður Þorvaldsdóttir Grár/brúnn
28 V Neisti frá Strandarhjáleigu Alma Gulla Matthíasdóttir Rauðstjörn
29 V Órnir frá Gamla-Hrauni Helgi Magnússon Brúnn
30 V Hera frá Hábæ Sólrún Einarsdóttir Rauðskj
31 V Barónessa frá Ekru Elías Þórhallsson Rauður
32 V Dreyri frá Hjaltastöðum Vilborg Smáradóttir Rauðstjörn
33 V Pálína frá Gimli Sævar Leifsson Brúnn
34 V Sævar frá Ytri-Skógum Ingi Guðmundsson Móálóttur-mósótt
35 V Sóllilja frá Hamarsey Helga Una Björnsdóttir Bleikál.stjörn
36 V Helena fagra frá Akureyri Elin Sara Færseth Rauðstjörn
37 V Djákni frá Ormsstöðum Hildur Kristín Hallgrímsdóttir Jarpur
38 V Líf frá Breiðabólsstað Jóhannes Magnús Ármannsson Bleikur
39 V Vákur frá Hvammi I Erna Óðinsdóttir Rauður
40 V Vökull frá Hólabrekku Arnar Heimir Lárusson Brúnn
41 V Lexus frá Vatnsleysu Ævar Örn Guðjónsson Brúnn stj.nös

Barnaflokkur

nr Hópur Hönd Knapi Hestur Litur Aldur 
1 1 V Þórey Þula Helgadóttir Topar frá Hvammi 1 Rauður 12
2 2 V Magnús Þór Vignisson Pandra frá Reykjavík Brúnn 7
3 3 V Sara Dís Snorradóttir Dimmir frá Hellulandi Brúnn 7
4 4 V Guðný Dís Jónsdóttir Roði frá Margrétarhofi Rauður 9
5 5 V Lilja Dögg Ágústsdóttir Andvari frá Kvistum Brúnn 11
6 6 V Oddur Carl Arason Svali frá Hvítárholti Jarpur 10
7 7 V Þórey Þula Helgadóttir Kraki frá Hvammi 1 Grár 10
8 8 V Kolbrún Sif Sindradóttir Völur frá Hófgerði Rauður 12
9 9 V Herdís Björg Jóhannsdóttir Aron frá Eystri-Hól Grár 19
10 10 V Jón Ársæll Bergmann Gola frá Bakkakoti Jarpur 7
11 11 V Sara Dís Snorradóttir Náttdís frá Ytri-Bægisá I Brúnn 9
12 12 V Þórey Þula Helgadóttir Gjálp frá Hvammi 1 Brúnn 8
13 13 V Þórdís Birna Sindradóttir Kólfur frá Kaldbak Jarpvind 18
14 14 V Lilja Dögg Ágústsdóttir Dáð frá Eyvindarmúla Rauður 6
15 15 V Guðný Dís Jónsdóttir Straumur frá Hofsstöðum Gbæ Jarpur 6

Unglingaflokkur

nr Hópur Hönd Knapi Hestur Litur Aldur 
1 1 H Herdís Lilja Björnsdóttir Bylur frá Hrauni Brúnn 9
2 2 H Sölvi Freyr Freydísarson Elddís frá Sæfelli Brúnn 10
3 3 V Bergey Gunnarsdóttir Flikka frá Brú Brúnn 8
4 4 H Hekla Salóme Magnúsdóttir Nn frá Blesastöðum Brúnn 5
5 5 V Aron Ernir Ragnarsson Váli frá Efra Langholti Jarpur 9
6 6 V Stefanía Hrönn Stefánsd Dynjandi frá Höfðaströnd Rauður 14
7 7 V Agnes Sjöfn Reynisdóttir Náma frá Grenstanga Grár 10
8 8 V Þorvaldur Logi Einarsdóttir Stjarni frá Dalbæ II Rauður 8
9 9 V Melkorka Gunnarsdóttir Rún frá Naustanesi Rauður 11
10 10 V Helga Stefánsdóttir Hákon frá Dallandi Rauðskj 9
11 11 V Kári Kristinsson Draumur frá Hraunholti Bleikur 7
12 12 V Katla Sif Snorradóttir Prins frá Njarðvík Brúnn 10
13 13 V Bergey Gunnarsdóttir Gimli frá Lágmúla Brúnn 9
14 14 V Sölvi Freyr Freydísarson Gæi frá Svalbarðseyri Brúnn 9
15 15 V Rósa Kristín Jóhannesdóttir Kolbrún frá Rauðalæk Brúnn 7
16 16 H Herdís Lilja Björnsdóttir Glaumur frá Bjarnastöðum Jarpvind 11

A-flokkur gæðinga

nr Hönd Hestur Knapi Litur Aldur 
1 V Magni frá Þjóðólfshaga 1 Sigurður Sigurðarson Móálóttur-mósótt 10
2 V Sólon frá Lækjarbrekku Hafdís Arna Sigurðardóttir Brúnn 17
3 V Kolskör frá Hárlaugsstöðum 2 Ævar Örn Guðjónsson Brúnstj. 7
4 V Hekla frá Strandarhjáleigu Elvar Þormarsson Brúnn 8
5 H Hildingur frá Bergi Þórarinn Ragnarsson Brúnn-stjörn 7
6 V Flauta frá Kolsholti 3 Þorgils Kári Sigurðsson Rauðskj 10
7 V Fossbrekka frá Brekkum III Þorsteinn Björn EinarssonMóálóttur-mósótt 8
8 V Ester frá Eskiholti II Jóhannes Magnús Ármannsson Vindótt-jarpstj 9
9 V Magnús frá Feti Sara Rut Heimisdóttir Jarpur-stj.nös 9
10 V Örvar frá Gljúfri Jón Óskar Jóhannesson Brúnnös 9
11 V Narfi frá Áskoti Jóhannes Kristinn Ragnarsson Brúnn 8
12 V Elding frá Laugarvatni Ragnheiður Bjarnadótti Rauður bles 12
13 V Glymur frá Hofsstöðum, Garðab Friðdóra Friðriksdóttir Rauðbl. 9
14 V Jörfi frá Efri-Brúnavöllum Hermann Þór Karlsson Brúnn 12
15 V Eyrún frá Strandarhjáleigu Elvar Þormarsson Brún 7
16 V Katla frá Ósabakka 2 Kristín Magnúsdóttir Brúnn 7
17 V Kylja frá Stóra-Vatnshorni Hans Þór Hilmarsson Rauðbl. 6
18 V Kápa frá Koltursey Hrafndís Katla Elíasdóttir Brúnskj. 9
19 V Platína frá Miðási Inken Ludenmann Brúnn 9
20 H Logadís frá Múla Vilfríður Sæþórsdóttir Rauðstjörn 10
21 V Ísdögg frá Miðfelli 2 Þorvaldur Logi Einarsson Grár/brúnn 9
22 V Stekkja frá Brimnesi Þórarinn Ragnarsson Brúnn 7
23 V Flögri frá Efra-Hvoli Árni Sigfús Birgisson Brúnn 9
24 V Lister frá Akureyri Helgi Þór Guðjónsson Brúnskj. 6
25 V Gyllir frá Skúfslæk Katrín Eva Grétarsdóttir Rauðtvstj 13
26 V Álfrún frá Egilsstaðarkoti Helga Una Björnsdótti Brúnskj. 7
27 V Roka frá Hallsstöðum Eimar Hólm Friðjónsson Brúnn 6
28 V Þoka frá Þjóðólfshaga 1 Vilborg Smáradóttir Grár/brúnn 9
29 V Sproti frá Sauðholt 2 Jóhann Kristinn Ragnarsson Rauður 10
30 V Rauðskeggur frá Kjarnholtum Ólafur Ásgeirsson Rauður-glóf 6
31 V Hríma frá Gunnlaugsstöðum Dagbjört Hjaltadóttir Brúnskj. 10
32 V Engill frá Ytri-Bægisá I Snorri Dal Rauðbl. 7
33 V Snoddas frá Ósabakka 2 Svavar Arnfjörð Ólafsson Brúnn 9
34 V Elding frá Hvoli Maiju Maaria Varis Rauður 9
35 V Klemma frá Koltursey Elías Þórhallsson Rauðbl. 8

Ungmennaflokkur

nr Hópur Hönd Knapi Hestur Litur Aldur 
1 1 V Einar Hólm Friðjónsson Eygló frá Arnarholti Brúnn 6
2 2 V Dagbjört Hjaltadóttir Magni frá Höfðabakka Rauður 9
3 3 H Marín Lárensína Skúladóttir Hafrún frá Ytra Vallholti Brúnn 8
4 4 V Bríet Guðmundsdóttir Kolfinnur frá Efri Gegnishólum Brúnn 12
5 5 V Kristín Hermannsdóttir Þokkadís frá Rútsstaða Norðurkoti Brúnn 9
6 6 V Eva María Arnarsdóttir Þróttur frá Kolsholti 2 Bleikur 15
7 7 V Bryndís Arnarsdóttir Fákur frá Grænhólum Rauður 11
8 8 V Hrafndís Katla Elíasdóttir Stingur frá Koltursey Jarpvind11
9 9 V Björgvin Viðar Jónsson Þráinn frá Selfossi Rauður 10
10 10 V Þorsteinn Björn Einarsson Kliður frá Efstu Grund Rauður 11
11 11 V Hrafnhildur Magnúsdóttir Hrafnkell frá Hrafnkelsstöðum 1 Jarpur6
12 12 V Eygló Arna Guðnadóttir Nýr Dagur frá Þúfu í Landeyjum Rauður 9
 
Tölt 17 ára og yngri

nr Hópur Hönd Knapi Hestur Litur Aldur 
1 1 V Guðný Dís Jónsdóttir Roði frá Margrétarhofi Rauð glóf 9
2 1 V Herdís Lilja Björnsdóttir Glaumur frá Bjarnastöðum vindótt/jarpur11
3 2 V Herdís BJörg Jóhannsdóttir Aron frá Eystri-Hól grár 19
4 2 V Thelma Dögg Tómasdóttir Jarl frá Lækjarbakka brúnn 10
5 3 H Bergey Gunnarsdóttir Gimli frá Lágmúla Brúnn 9
6 3 H Þórey Þula Helgadóttir Gjálp frá  Hvammi I brúnn 8
7 4 V Stefanía Hrönn Stefánsdóttir Dynjandi frá Höfðaströnd rauður 14
8 4 V Hekla Salmone Magnúsdóttir Tinna Frá Blesastöðum 1A Brúnn9
9 5 V Þorvaldur Logi Einarsson Stjarni frá Dalbæ II Rauðstjörn 8
10 5 V Kári Kristinsson Draumur frá Hraunholti Bleikstj 7
11 6 H Kristín Hermannsdóttir Þokkadís frá Rútsstaða-Norðurk.Brúnbl 11
12 6 H Melkorka Gunnarsdóttir Rún frá Naustanesi rauðbl 11
13 7 V Jón Ársæll Bergmann Gola frá Bakkakoti jarpur 7
14 7 V Helga Stefánsdóttir Hákon frá Dallandi rauðskj 9
15 8 V Stefanía Hrönn Stefánsdóttir Hríma frá Hestabergi grár stj 12
16 8 V Þórey Þula Helgadóttir Kraki frá Hvammi I Grár 10
17 9 V Sölvi Freyr Freydísarson Elddís frá Sæfelli Brúnn 10
18 9 H Rósa Kristín Jóhannesdóttir Kolbrún frá Rauðalæk Brunn 7
19 10 H Katla Sif snorradóttir Prins frá Njarðvík Brúnn 10
20 10 H Glódís Rún Sigurðardóttir Dáð frá Jaðri Rauðglóf 10
21 11 H Aron Ernir Ragnarsson Váli frá Efra-Langholti jarpur 9
22 11 H Bergey Gunnarsdóttir Flikka frá Brú brúnn 8

Tölt opin flokkur fullorðana

nr Hópur Hönd Knapi Hestur Litur Aldur 
1 1 H Helga Una Björnsdótti Þoka frá Hamarsey Bleikur 6
2 1 H Erna Óðinsdóttir Vákur frá Hvammi I Rauður 7
3 2 H Sara Sigurbjörnsdóttir Trú frá Eystra-Fróðholti Bleikur skjótt 8
4 2 H Pernille Lyager Möller Þjóð frá Skör Jarpur 8
5 3 V Hans Þór Hilmarsson Kylja frá Stóra-Vatnshorni Rauðbl. 6
6 3 V Aldís Gestsdóttir Þór frá Selfossi Rauðbl. 15
7 4 V Ólafur Ásgeirsson Hildur frá Unnarholti Rauðskj. 6
8 4 V Elvar Þormarsson Katla frá Fornusöndum Rauður 8
9 5 H John Sigurjónsson Æska frá Akureyri Jarpur- 7
10 5 H Helgi Þór Guðjónsson Stefna frá Dalbæ Brúnstj. 7
11 6 H Kristín Hermannsdóttir Þokkadís frá Rútsstaða-Norðurk.Brúnn 9
12 6 H Larissa Silja Werner Sólbjartur frá Kjarri Vindótt/mó 7
13 7 V Vilborg Smáradóttir Grunnur frá Hólavatni Bleikur 11
14 7 V Larissa Silja Werner Bomba frá Kjarri Rauður-glóf 6
15 8 V Sigurður Sigurðarson Ferill frá Búðarhóli bleikál 7
16 8 V Guðjón  Sigurðsson Freydís frá Kolsholti 3 Rauðbl. 9
17 9 H Benjamín  Sandur Ingólfsson Freri frá Veteifsholti 2 grár/jarp 6
18 9 H Arnar Bjarki Sigurðsson Rjóð frá Jaðri Rauð 8
19 10 H Björgvin Viðar Jónsson Vísa frá Högnastöðum 2 Rauð-glóf. 6
20 10 H Guðjón  Örn Sigurðsson Kotra frá Steinnesi Brúnn 9
21 11 H Elías Þórhallsson Barónessa frá Ekru Rauður 9
22 11 H Ólafur Ásgeirsson Dalur frá Ytra-Skörðugili Rauðstjörn 10
23 12 V Pernille Lyager Möller Kolka frá Hárlaugsstöðum 2 Rauð 8
24 12 V Eimar Hólm Friðjónsson Vakri-Skjóni frá Högnastöðum 2 Rauðskj.10
25 13 V Jóhann Kristinn Ragnarsson Vegur frá Kagaðarhóli Brúnstj. 7
26 13 V Vilborg Smáradóttir Dreyri frá Hjaltastöðum Rauðstjörn 15
27 14 H Stella Björg Kristinsdóttir Rák frá Þjórsárbakka rauð 7
28 14 H Helga Una Björnsdótti Hafrót frá Ásbrú jarpur 6
29 15 V Eggert Helgason Stúfur frá Kjarri Rauðstjörn 9
30 15 V Guðjón  Sigurðsson Lukka frá Bjarnastöðum jarp 10
31 16 V Sigurður Rúnar Guðjónsson Arion frá Vatnsholti Brúnn 7
32 16 V Marín Lárensína Skúladóttir Hafún frá Ytra-Vallholti Brúnn 8
33 17 V Lára Jóhannesdóttir Gormur frá Herríðarhóli Brúnn 8
34 17 V Theódóra Þorvaldsdóttir Grunnur frá Hólavatni grár skj 9
35 18 H Árni Sigfús Birgisson Veigar frá Sauðholti 2 Brúnn 9
36 18 H Jón Ó Guðmundsson Draumur frá Hofsstöðum Brúnn 11
37 19 H Hrafndís Katla Elíasdóttir Fortíð frá Koltursey Brúnn 7
38 19 H Alma Gulla Matthíasdóttir Neisti frá StrandarhjáleiguRauðstjörn 8
39 20 H Guðrún Magnúsdóttir Stjörnufákur frá Bræðratungu vindóttur6
40 20 H Bríet Guðmundsdóttir Kolfinnur frá Efri-Gegnishólum Brúnn 12
41 21 H Ragnheiður Þorvaldsdóttir Hrímnir frá HvítárholtiGrár/brúnn 6
42 21 H Jóhannes M. Ármannsson Líf frá Breiðabólsstað Bleikur 11
43 22 V Hrafnhildur Magnúsdóttir Eyvör frá Blesastöðum 1A Brúnn 10
44 22 V Smári Adolfsson Kemba frá Ragnheiðarstöðum Grár 10
45 23 V Ævar Örn Guðjónsson Dynur frá Dísarstöðum 2 Bleikskj. 11

100 metra skeið

nr Hópur Hönd Knapi Hestur Litur Aldur 
1 1 V Bjarki Freyr Arngrímsson Alma frá Mosfellsbæ Grár 7
2 2 V Kári Kristinson Kamus frá Hákoti Jarpur 15
3 3 V Þorvaldur Logi Einarsson Ísdögg frá Miðfelli 2 Grár 9
4 4 V Glódís Helgadóttir Bjartey frá Ragnheiðarstöðum Rauður 10
5 5 V Sandra Pétursdóttir Jonsson Pandra frá Minni Borg Rauður 12
6 6 V Rósa Kristín Jóhannesdóttir Gnýr frá Brekku Brúnn 6
7 7 V Ingi Björn Leifsson Stjarna frá Vatnsleysu Jarpur 14
8 8 V Þorsteinn Björn Einarsson Mínúta frá Hryggstekk Brúnn 11
9 9 V Þorgils Kári Sigurðsson Snædís frá Kolsholti 3 Móálótt 9
10 10 V Eva María Arnardóttir Móalingur frá Kolsholti 2 Móálótt 15
11 11 V Larissa Silja Werner Rúmba frá Kjarri Bleikur 9
12 12 V Thelma Dögg Tómasdóttir Blakkur frá Tungu Brúnn 15
13 13 V Ragnheiður Bjarnadóttir Hera frá Þóroddsstöðum Rauður 17
14 14 V Elvar Þormarsson Tígull frá Bjarnastöðum Brúnn 9
15 15 V Sara Rut Heimisdóttir Vorsól frá Stóra Vatnsskarði Rauður 9
16 16 V Guðjón Örn Sigurðsson Lukka frá Úthlíð Brúnn 8
17 17 V Ragnheiður Þorvaldsdóttir Kraflar frá Hvítárholti Brúnn 7
18 18 V Dagbjört Hjaltadóttir Hríma frá Gunnlaugsstöðum Brúnn 10
19 19 V Árni Sigfús Birgisson Flipi frá Haukholtum Rauður 12
20 20 V Guðjón Sigurðsson Hugur frá Grenstanga Brúnn 18
21 21 V Jóhanna Guðmundsdóttir Leynir frá Fosshólum Brúnn 11
22 22 V Sigrún Rós Helgadóttir Spyrna frá Þingeyrum Grár 12
23 23 V Ásgeir Símonarson Bína frá Vatnsholti Móálótt 8
24 24 V Kristín Magnúsdóttir Blakkur frá Hemlu Brúnn 15
25 25 V Þórarinn Ragnarsson Hákon frá Sámsstöðum Bleikur 8
26 26 V Bjarni Birgisson Garún frá Blesastöðum 2A Bleikur 11
27 27 V Hafdís Arna Sigurðardóttir Gusa frá Laugardælum Móálótt 12
28 28 V Sigurður Sigurðarson Drift frá Hafsteinsstöðum Grár 17


20.07.2017 20:16

Landstólpagæðngamót Smára og Loga

Landstólpagæðingamót Smára og Loga
22.-23. Júlí Torfdal Flúðum

Laugardagur:

8:30 Forkeppni B-flokkur 
Forkeppni Barnaflokkur
Matarhlé - klukkutími
Forkeppni Unglingaflokkur 
Forkeppni A-flokkur
Hlé - 15.mín
Forkeppni Ungmennaflokkur
Forkeppni Tölt 17 ára og yngri
Hlé - 15.mín
16:30 Forkeppni Tölt fullorðna
Matarhlé - klukkutími
A-úrslit Tölt 17 ára og yngri
A-úrslit Tölt fullorðna

Sunnudagur:

10:00 A-úrslit Ungmennaflokkur
A-úrslit Barnaflokkur
A-úrslit Unglingaflokkur
A-úrslit B-flokkur
Matarhlé - klukkutími
100 metra flugskeið
A-úrslit A-flokkur
Mótslit

Við hvetjum keppendur að fylgjast vel með tímasettingum, þær verða uppfærðar á facebook síðu hestamannafélagsins Smára. Einnig er hægt að fá upplýsingar hjá starfsfólki á svæðinu.
Hlökkum til þess að taka á móti keppendum og áhorfendum um helgina. Það stefnir í skemmtilegt og sterkt mót, koma keppendur víða að og eru 214 skráningar staðfestar. Ef eitthverjar spurningar eru þá er hægt að fá upplýsingar í síma 8919597 ( Ingvar ) og 6995038 ( Freydís )
Sjáumst á Landstólpagæðingamóti Smára og Loga 
Með bestu kveðju stjórn Smára og Loga


17.07.2017 19:00

Framundan er hið árlega gæðingamót hestamannafélaganna Smára og Loga. Samningar hafa náðst á milli þeirra við fyrirtækið Landstólpa ehf um kostun á gæðingamótinu.

Mun mótið bera nafnið Landstólpagæðingamót Smára og Loga.

Samningurinn gildir til eins árs en ef vel tekst til er stefnt að þriggja ára samningi. Eru forsvarsmenn hestamannafélaganna mjög ánægðir með samninginn og gott að geta leitað í smiðju fyrirtækis á svæðinu. Með einum styrktaraðila verður allt mun léttara og hægt að einbeita sér að því að gera mótið allt hið glæsilegasta.  

Mótið er opið og er það von aðila að það verði eftirsóknarvert fyrir sterkustu hesta og knapa landsins.  Jafnframt því að vera styrktaraðili mótsins mun Landstólpi veita verðlaunafé að upphæð kr,- 100.000,- fyrir þann sem vinnur Joserabikarinn í tölti fullorðinna.

Ennfremur mun glaðningur frá Josera fylgja verðlaunasætum í öllum flokkum.

Eins og áður hefur verið auglýst verður mótið haldið dagana 22.-23. júlí næstkomandi í Torfdal, Flúðum. Frekari upplýsingar um mótið má sjá á heimasíðu og fésbók félaganna.

Það er von mótshaldara að vel takist til og mótið verði bæði knöpum, hestum og áhorfendum til gleði og skemmtunar. 

06.07.2017 23:37

Opið Gæðingamót Smára & Loga

Opið Gæðingamót Smára og Loga

22-23 júlí 2017 í Torfdal Flúðum

Keppt verður í A og B flokki gæðinga, ungmenna, unglinga og barnaflokki.
Keppt verður í tölti T3 í flokki 17 ára og yngri og fullorðinsflokki T3.

Einnig verður keppt í 100 m flugskeiði með rafrænni tímatöku.

Mótanefnd áskilur sér rétt að fella niður flokka eða sameina sé þátttaka ekki næg.  

Peningaverðlaun í tölti fullorðinna !!

Dagskrá verður birt um leið og skráningu lýkur. 

Skráning fer fram á skraning.sportfengur.com og velja þarf hmf. Smári sem mótshaldara. Skráningu lýkur kl. 23.59 þriðjudaginn 18 júlí.  Skráning er opin frá 8.júlí. Hvetjum við fólk til að skrá tímalega til að lenda ekki í vandræðum á síðustu stundu. 

Ekki verður tekið við skráningum eftir auglýstan skráningarfrest.

Skráningargjöld skal millifæra inn á reikning 325-26-039005 kt 431088-1509  og senda skal kvittun á smari@smari.is

Skráningargjöld eru:

 3000 kr fyrir börn og unglinga í alla flokka
 3500 kr fyrir ungmenni og fullorðna í gæðingakeppni
 4500 kr fyrir ungmenni og fullorðna í tölti
 3000 kr í flugskeiðHvetjum sem flesta til að koma og taka þátt eða horfa á þetta flotta mót á frábæru mótssvæði á Flúðum. 

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 46
Flettingar í gær: 1688
Gestir í gær: 53
Samtals flettingar: 1754962
Samtals gestir: 250954
Tölur uppfærðar: 24.6.2018 12:26:45