26.02.2017 21:09

Úrslit Vetrarmót

Það var blíðskapar veður í Torfdal sunnudaginn 26. febrúar þegar 1. vetrarmót Smára fór fram. Mótið fór vel fram og gaman að sjá hestakostinn hjá Smárafólki. Úrslit urðu eftirfarandi

Barnaflokkur

1. Valdimar Örn Ingvarsson á Snerpu frá Fjalli 2
2. Hjörtur Snær Halldór á Greifa frá Hóli
Þóreyu Þulu Helgadóttur á Váki frá Hvammi og Eyþóri Inga Ingvarssyni á Prins frá Fjalli var ekki raðað í sæti

Unglingaflokkur

1. Þorvaldur Logi Einarsson á Sigurrós frá Miðfelli 2A
2. Laufey Ósk Grímsdóttir á Teigi frá Ásatúni

Ungmennaflokkur

1. Björgvin Viðar Jónsson á Vísu frá Högnastöðum 2

Unghrossaflokkur

1. Grímur Guðmundsson á Ívu frá Ásatúni
2. Björgvin Viðar Jónsson á Blús frá Forsæti

2. flokkur fullorðinna

1. Ása María Ásgeirsdóttir á Blæju frá Minni-Borg
2. Svala Bjarnadóttir á Ás frá Fjalli

1. flokkur fullorðinna

1. Helgi Kjartansson á Gjálp frá Hvammi 1
2. Maja Vilstrup á Hnyðju frá Hrafnkelsstöðum 1
3. Þorsteinn G. Þorsteinsson á Sólroða frá Syðra-Langholti
4. Grímur Guðmundsson á Gusti frá Ásatúni
5. Erna Óðinsdóttir á Sóloni frá Völlum
6. Magga Brynjólfsdóttir á Klettagjá frá Túnsbergi
7. Ingvar Hjálmarsson á Gullbrá frá Fjalli 2

24.02.2017 21:52

Uppsveitadeild æskunar

Uppsveitadeild æskunar hefst kl.10:15 í fyrramálið. Keppt verður í fimi barna og unglinga, en fiminn er ný grein í deildinni og verður gaman að sjá ungu knapana okkar prufa þessa grein. Þrígang barna og fjórgangi unglinga, hvetjum alla til þess að koma og styðja við æskuna okkar og eiga skemmtilega stund :)

20.02.2017 22:25

Vetrarmót Smára

Fyrsta vetrarmót 2017

Muna ekki allir eftir 1. vetrarmótinu sunnudaginn 26. febrúar?
Mótið verður haldið í Torfdal á keppnissvæði félagssins eins og fyrri ár. Það mun fara eftir veðri og vallarfærð hvort að mótið verði haldið úti, eða inni í höll. Pollarnir munu ríða inni.
Keppt verður í sömu flokkum og síðustu ár:
Pollaflokk
Unghrossaflokk (hross fædd 2012 og 2013)
Barnaflokk
Unglingaflokk
Ungmennaflokk
II Flokk
I Flokk
Mótið byrjar kl 14:00 á Pollaflokk, tekið er við skráningum inni í höll frá kl 13:30
Skráningargjald er 1500kr, frítt fyrir börn og polla.
Við minnum á að það er knapi sem safnar stigum sama á hvaða hrossi hann mætir. Svo lengi sem hrossið sé í eigu félagsmanns.
Vonumst til að sjá sem flesta,

kveðja, nefndin

11.02.2017 19:51

Vetrarmót Smára

Vetrarmót Smára verða haldin sunnudaginn 26/2 og laugardaginn 22/4. Sú breyting verður í ár að halda tvö vetrarmót í staðinn fyrir þrjú. Töltmót Smára og Loga verður haldið 12/4 og Firmakeppnin 1/5. Hægt er að sjá alla viðburði inn á reidhollin.is . Kveðja mótanefn og stjórn Smára

01.02.2017 00:11

Blæsbikarinn


Blæsbikarinn var veittur á aðalfundi Smára núna í kvöld. Þórarinn Ragnasson Vesturkoti hlaut hann fyrir besta árangur Smárafélaga árið 2016. Við óskum honum til hamingju með titilinn. Stjórn Smára


23.01.2017 18:01

Stofnfélagar Smára

Hérna eru stofnfélagar Smára, en félagið var stofnað 1.mars 1945.Þeir hétu Hermann Langholtskoti, Óskar Ásatúni, Steinþór Hæli, Guðmundur Reykjadal, Jóhann Efra Langholti, Guðmundur Akurgerði og Þorgeir Hrafnkelstöðum.


17.01.2017 20:18

Aðalfundur Smára

Aðalfundur Smára

Aðalfundur verður haldinn í sal Reiðhallarinnar á Flúðum þriðjudagskvöldið 31. janúar næstkomandi klukkan 20.30. Hvetur stjórn Smára alla félaga til að mæta og segja sína skoðun á starfi félagsins og taka þátt í að móta félagið til enn betri vegar.

Lög félagsins má finna á heimasíðu Smára og þar er að finna meðal annars dagskrá aðalfundar.

Atriði sem stjórn leggur meðal annars til umræðu!

Framtíð Gæðingamóts, hvað finnst félagsmönnum um fyrirkomulag síðustu tveggja ára ?

Framtíð vetrarmóta. Undanfarna vetur hefur dregið úr þátttöku á mótunum og hefur stjórn og mótanefnd velt fyrir sér hvað veldur. Hvernig aukum við áhugann ? Eigum við að breyta eitthverju varðandi mótin ?

Hvað vill hinn almenni félagsmaður. Lengi hefur verið í umræðunni hvað hestamannafélögin geti gert til að virkja hinn almenna félagsmann með nýjungum í starfi félaganna. Hvað getum við í Smára gert frekar ?

Kaffi og meðlæti í boði félagsins.


16.01.2017 22:00

Leiðrétting Reiðnámskeið hjá Hansa

Leiðrétting varðandi námskeiðið hjá Hans Þór Hilmarsson, ruglingur var á dagsettingum. Námskeiðið byrjar 13 febrúar, ekki 6 febrúar og verður annan hvern mánudag eftir það. 5 skipti. Hægt er að skrá sig á smari@smari.is

10.01.2017 20:48

Reiðnámskeið

Reiðnámskeið

Hans Þór Hilmarsson tamningarmaður og reiðkennari verður með reiðtíma í reiðhöllinni annann hvorn mánudag. Kennt verður frá fjögur og fram á kvöldið. Hægt er að fá hálftíma einkakennslu eða tveir saman í klukkutíma. Boðið verður upp á fimm skipti, námskeiðið byrjar 6.febrúar. Verð fyrir hálftíma einkakennslu er 4000 kr og 8000 kr fyrir klukkutíma. Skráning fer fram á smari@smari.is skráning líkur 1.febrúar.

Hans Þór Hilmarsson er útskrifarður tamningarmaður og reiðkennari frá Hólum, hann starfar við tamningar og þjálfun ásamt unnustu sinni Söru Rut Heimisdóttur á Kílhrauni. Hans eða Hansi hefur tamið og þjálfað mörg af fremstu hrossum landsins ásamt að hafa verið framalega á kynbótabrautinni og keppnisbrautinni á síðustu árum.05.01.2017 20:23

Uppsveitadeildin 2017

UPPSVEITADEILDIN 2017 verður haldin með hefðbundnu sniði líkt og undanfarin ár. Hestamannafélagið Smári hefur rétt á að senda 4 lið til leiks, í hverju liði má vera 3-5 keppendur. 3 knapar keppa fyrir hönd síns liðs hverju sinni. Að loknum skráningafresti koma þeir knapar ásamt stjórn Smára og setja saman liðin. Skráningafrestur er til 20.janúar, þeir sem hafa áhuga að taka þátt í deildinni í vetur eru hvattir að senda sem fyrst inn nafn, kennitölu og símanúmer á smari@smari.is Við minnum á að í boði eru 20 sæti laus svo endilega skráið sem fyrst. Reglur uppsveitadelidarinnar eru að finna inn á heimasíðunni smari@smari.is og reidhollin.is

Uppsveitadeildin 2017

17. febrúar - fjórgangur.
10. mars - fimmgangur.
31. mars - tölt, fljúgandi skeið

21.apríl verður svo Meistari Meistarana, keppnin verður haldin hjá hestamannafélaginu Spretti. Þar koma saman sigurvegarar úr hverji grein í  hverri deild sem haldin er á landinu.

Uppsveitadeldin hefur skapað sér gott orðspor og er vinsæll viðburður bæði hjá heimamönnum og öðrum hestamönnum. Alltaf er góð stemmning í höllinni og ætlum við að sjálfsögðu ekki að breyta því í vetur. Við hvetjum alla félagsmenn bæði atvinnumenn og áhugamenn að skrá sig og við verðum með flotta og sterka deild í vetur :)  Kveðja stjórnin

03.01.2017 18:48

Áramótakveðja


Við óskum öllum gleðilegs árs og þökkum öllum sem tóku þátt eða styrktu félagið á liðnu ári, öllum þeim sem unnu sjálfboðastarf fyrir hönd félagsins kærlega fyrir þeirra framlag og tíma. Hlökkum til að starfa með ykkur á komandi ári og óskum ykkur gleði og gæfu á komandi ári. Með bestu kveðju stjórn Smára
16.11.2016 20:28

Sýnikennsla

Sýnikennsla

Miðvikudaginn 23. nóvember ætlar Guðmundur Björgvinsson að vera í Reiðhöllinni á Flúðum og vera með sýnikennslu. Guðmundur hefur verið áberandi á keppnisvellinum og á kynbótabrautinni um langa hríð.

Sýningin hefst stundvíslega klukkan 20:00

Aðgangseyrir 1500 kr engin posi á staðnum. Frítt fyrir 12 ára og yngri.

Hestafólk er hvatt til að láta þetta ekki framhjá sér fara.


Image result for guðmundur björgvinsson

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/v/t1.0-1/c1.0.74.74/p74x74/1395964_174166109447033_243918604_n.jpg?oh=c0d9987fa666dfa3ef885b026da45cbe&oe=58C11311         http://cs-001.123.is/DeliverFile.aspx?id=a3c16250-8b5c-4780-ac44-704d756c6947

04.08.2016 18:53

Samantekt frá Landsmóti Hestamanna

Landsmót hestamanna fór fram á Hólum í Hjaltadal í sumar, um 8000 manns sóttu mótið þegar mest var. Almenn ánægja var með mótið þótt veðurguðirnir hefðu geta verið mildari við okkur, en Skagfirðingar stóðu sig vel og er vonandi að Landsmót hestamanna verði  haldið aftur á Hólum í framtíðinni. Hestamannafélagið Smári sendi sína fulltrúa á LH og stóðu þeir sig með prýði.  Heilmargir félagsmenn Smára og aðrir hreppamenn skelltu sér norður að Hólum, til að sjá fallega hesta, hitta vini og kunningja og jafnvel taka lagið með Skagfirðingum. Hestamannafélagið Smári þakkar Skagfirðingum og öllum þeim sem stóðu að mótinu kærlega fyrir gott mót.
Árangur félagsmanna Smára á LH voru:
Barnaflokkur: börnin okkar komust öll í milliriðill, staða eftir milliriðill voru þessi. Engin komst  í úrslit en árangur mjög góður hjá þeim á þessu sterka móti.
Þórey Þula Helgadóttir og Þöll frá Hvammi 8.32 - úr forkeppni 8.39
Þorvaldur Logi Einarsson og Ísdögg frá Miðfelli 8.11 - úr forkeppni 8.38
Aron Ernir Ragnarsson og Ísadór frá Efra-Langholti 7.90 - úr forkeppni 8.48
Ungmennaflokkur: Ungmennin okkar stóðu sig vel þótt engin kæmist í milliriðill eða úrslit í þessum sterka flokki.
Björgvin Viðar Jónsson og Þráinn frá Selfossi 8.28
Gunnlaugur Bjarnason og Hátíð frá Hlemmiskeiði 3. 8.26
Guðjón Örn Sigurðsson og Þeyr frá Akranesi 8.15
B flokkur gæðinga: Í milliriðill komust Jaðarsmerarnar
Dáð frá Jaðri og Sigurður Sigurðarson 8.49 - úr forkeppni 8.58
Védís frá Jaðri og Ólafur Ásgeirsson 8.36 - úr forkeppni 8.74
Ingunn Birna Ingólfsdóttir og Þryma frá Ólafsvöllum fengu 8.39 úr forkeppni
A flokki gæðinga: Fulltrúar Smára komumst ekki áfram í milliriðill eða úrslit en stóðu sig með stakri prýði.
Agnes Hekla Árnadóttir og Sleipnir frá Lynghóli 8.37
Finnur Jóhannsson og Teigur frá Ásatúni 8.29
Hestamannafélagið Smári þakkar öllum þátttakendum fyrir og hlökkum til næsta landsmóts sem verður haldið í Reykjavík árið 2018. 
Fyrir hönd stjórnar, Hulda Hrönn Stefánsdóttir

02.08.2016 19:32

Áhugamót Íslands

Áhugamannamót Íslands verður haldin á Rangarbökkum við Hellu 5-7 águst, hestamannafélagið Smári er eitt af því félögum sem standa að þessu móti. Okkur vantar nokkra sjálboðaliða til að rita og sjá um fótaskoðun þessa daga. Hver vakt væri 1/2 til 1 dagur. Skráning er á smari@smari.is , með bestu kveðju og von um góð viðbrögð stjórn Smára 

25.07.2016 23:31

Úrslit úr gæðinga og töltmóti Smára og Loga


Opið Gæðinga- og Töltmót Smára og Loga fór fram um helgina. Góð þátttaka var á mótinu, keppendur komu víða að og almenn ánægja var með mótið. Er þetta í annað sinn sem hestamannafélögin Smári og Logi halda slíkt mót á þessum tíma þannig að nú geta allir  tekið þriðju helgina í júlí frá fyrir keppni á næsta ári. 
Við þökkum öllum sem stóðu að mótinu kærlega fyrir hjálpina og samverunna. Styrktaraðilar mótsins voru Atlantik, Baldvin og Þorvaldur, Tolt.nu, Dýralæknamiðstöðin ehf, Geysisholt, Lífland, Sprettur Áburður, Flúðir Icelandair Hotels, Dýragarðurinn Slakki, Skjól og Bjarnabúð. Við þökkum þeim kærlega fyrir stuðninginn. 
100 þúsund krónur voru í verðlaun fyrir 1. sætið í tölti fullorðana, glæsihryssan Skóardís frá Blesastöðum 1 A og Magnús Trausti Svavarsson tóku með sér umslagið heim eftir hörkukeppni.
Hestamannafélögin Smári og Logi verðlauna sína félagsmenn fyrir besta árangur í hverjum flokki. Þeir sem hlutu þau verðlaun eru:
Fyrir Smára: 
Í barnaflokki Þórey Þula Helgadóttir og Topar frá Hvammi sem efsti Smárafélagi og hlaut hún einnig verðlaun fyrir ásetu og stjórnun.
Í unglingaflokki Hekla Salóme Magnúsdóttir og Partur frá Byggðarhorni sem efsti Smárafélagi, hlaut hún einnig verðlaun fyrir ásetu og stjórnun.
Í ungmennaflokki Björgvin Viðar Jónsson og Þráinn frá Selfossi sem efsti Smárafélagi.
Í B- flokki gæðinga Dáð frá Jaðri og Sigurður Sigurðarson sem efsta hross í eigu Smárafélaga.
Í A-flokki gæðinga Ída frá Hlemmiskeiði 3 sem er einungis 5.vetra gömull og Sigursteinn Sumarliðason sem efsta hross í eigu Smárafélaga. Þau hlutu hina glæsilegu hreppasvipu sem er elsti verðlaunagripur í sögu hestamannafélaga. Var gaman að sjá þegar þau tóku lokasprettinn með svipuna á lofti eins og hefð er fyrir.
Fyrir Loga: Finnur Jóhannesson fékk bæði A og B flokksstytturnar, verðlaun fyrir 100 metra skeið og einnig riddarabikarinn. Finnur reið Frið frá Miðhópi í A flokki, Óðinn frá Áskoti í B flokki , Tinnu Svört frá Glæðibæi í 100 metra skeiði og í tölti Kört frá Torfastöðum.
Í unglingaflokki fékk Sölvi Freyr Freydísarson og Gæi frá Svalbarðseyri töltbikarinn, gæðingabikarinn og knapabikarinn.


Niðurstöður úrslita

A flokkur 
Atlas frá Lýsuhóli og Jóhann Kristinn Ragnarsson 8,74
Frigg frá Hvolsvelli og Elvar Þormarsson 8,61
Stemma frá Bjarnarnesi og Ragnheiður Samúelsdóttir 8,58
Nasa frá Sauðárkróki og Nína María Hauksdóttir 8,52
Ída frá Hlemmiskeiði 3 og Sigursteinn Sumarliðason 8,41
Kraftur frá Breiðholti í Flóa og Bjarni Sveinsson 8,40
Oddaverji frá Leirubakka og Matthías Leó Matthíasson 8,38
Tildra frá Kjarri og Ragnheiður Samúelsdóttir 7,74

B flokkur
Hrafn frá Breiðholti í Flóa og Bjarni Sveinsson 8,88
Dáð frá Jaðri og Sigurður Sigurðarson 8,68
Védís frá Jaðri og Ólafur Ásgeirsson 8,61
Nanna frá Leirubakka og Matthías Leó Matthíasson 8,58
Leikur frá Glæsibæ 2 og Vilborg Smáradóttir 8,47
Framtíð frá Hvolsvelli og Elvar Þormarsson 8,45
Helga Möller frá Hlemmiskeiði 3 og Sigursteinn Sumarliðason 8,40
Hátíð frá Hlemmiskeiði 3 og Gunnlaugur Bjarnason 8,33

Barnaflokkur
Guðný Dís Jónsdóttir og Roði frá Margrétarhofi 8,82
Védís Huld Sigurðardóttir og Kamban frá Húsavík 8,80
Þórey Þula Helgadóttir og Topar frá Hvammi I 8,55
Aron Ernir Ragnarsson og Ísadór frá Efra-Langholti 8,53
Herdís Björg Jóhannsdóttir og Aron frá Eystri-Hól 8,32
Valdimar Örn Ingvarsson og Kóngur frá Fjalli 8,07
Inga Vildís Þorkelsdóttir og Fiðla frá Skipholti III 8,07
Hjörtur Snær Halldórsson og Mörður frá Halldórsstöðum 0,00

Unglingaflokkur
Sölvi Freyr Freydísarson og Gæi frá Svalbarðseyri 8,40
Bergey Gunnarsdóttir og Gimli frá Lágmúla 8,39
Hekla Salóme Magnúsdóttir og Partur frá Byggðarhorni 8,01
Einar Ágúst Ingvarsson og Snerpa frá Fjalli 2 7,92

Ungmennaflokkur
Glódís Helgadóttir og Hektor frá Þórshöfn 8,69
Björgvin Viðar Jónsson og Þráinn frá Selfossi 8,54
Nína María Hauksdóttir og Sproti frá Ytri-Skógum 8,54
Hrafnhildur Magnúsdóttir og Eyvör frá Blesastöðum 1A 8,50
Kristín Hermannsdóttir og Þokkadís frá Rútsstaða-Norðurkoti 8,39
Sigurbjörg Bára Björnsdóttir og Fagriblakkur frá Vorsabæ II 8,34
Margrét Halla Hansdóttir Löf og Paradís frá Austvaðsholti 1 8,26
Elín Sara Færseth og Hreyfing frá Þóreyjarnúpi 8,15

Skeið 100m (flugskeið)
Finnur Jóhannesson og Tinna Svört frá Glæsibæ 8,04 sek
Glódís Rún Sigurðardóttir og Blikka frá Þóroddsstöðum 8,11 sek
Védís Huld Sigurðardóttir og Fálki (Taktur) frá Stóra-Hofi 8,30 sek
Bjarni Birgisson og Stormur frá Reykholti 8,90 sek
Arnar Heimir Lárusson og Kormákur frá Þykkvabæ I 9,27 sek
Jón Ó. Guðmundsson og Seifur frá Flugumýri II 9,33 sek
Guðjón Örn Sigurðsson og Lukka frá Úthlíð 9,85 sek
Guðjón Sigurðsson og Rauður frá Kolsholti 3 11,49 sek

Tölt T3
Barnaflokkur 
Guðný Dís Jónsdóttir og Roði frá Margrétarhofi 7,22
Þórey Þula Helgadóttir og Þöll frá Hvammi I 6,17
Aron Ernir Ragnarsson og Ísadór frá Efra-Langholti 6,06
Þorvaldur Logi Einarsson og Sigurrós frá Miðfelli 2 5,39
Hjörtur Snær Halldórsson og Mörður frá Halldórsstöðum 4,00
Valdimar Örn Ingvarsson og Glódís frá Fjalli 2 3,89

Tölt T3
Ungmennaflokkur
Hrafnhildur Magnúsdóttir og Eyvör frá Blesastöðum 1A 6,56
Kristín Hermannsdóttir og Þokkadís frá Rútsstaða-Norðurkoti 6,44
3-4 Finnur Jóhannesson og Körtur frá Torfastöðum 6,28
3-4 Þorsteinn Björn Einarsson og Kliður frá Efstu-Grund 6,28
Sigurbjörg Bára Björnsdóttir og Baldur frá Vorsabæ II 5,89

Tölt T3
Unglingaflokkur 
Hekla Salóme Magnúsdóttir og Tinna frá Blesastöðum 1A 6,00
Sölvi Freyr Freydísarson og Gæi frá Svalbarðseyri 5,83
Bergey Gunnarsdóttir og Flikka frá Brú 5,56
Einar Ágúst Ingvarsson og Snerpa frá Fjalli 5,11

Tölt T3
Opinn flokkur B-úrslit
Bjarni Sveinsson og Hrappur frá Selfossi 7,11
2-3 Vilborg Smáradóttir og Leikur frá Glæsibæ 2 6,72
2-3 Ólöf Rún Guðmundsdóttir og Dögun frá Haga 6,72
Ingi Guðmundsson og Sævar frá Ytri-Skógum 6,61

Tölt T3
Opinn flokkur A-úrslit
Magnús Trausti Svavarsson og Skógardís frá Blesastöðum 1A 7,56
Elvar Þormarsson og Katla frá Fornusöndum 7,5
Bjarni Sveinsson og Hrappur frá Selfossi 7,39
Guðjón Sigurðsson og Lukka frá Bjarnastöðum 7,39
Ólafur Ásgeirsson og Védís frá Jaðri 7,22
Sigurður Sigurðarson og Garpur frá Skúfslæk 6,94

Flettingar í dag: 19
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 581
Gestir í gær: 36
Samtals flettingar: 1511098
Samtals gestir: 226135
Tölur uppfærðar: 23.3.2017 03:54:59