12.01.2019 20:04

Fyrsta Vetrarmót Smára

FYRSTA VETRARMÓT SMÁRA 
Veðrur haldið laugardaginn 2. Febrúar næstkomandi í Torfdal á Flúðum. Mótið verður með sama sniði og í fyrra. Tveir eða fleiri inná í einu, riðið eftir þul og dómarar gefa tölur. Líkt og í fyrra ætlum við að hafa opinn flokk opin öllum. Gestir eru einnig velkomnir en þeir greiða 500 kr meira í skráningargjald. Einnig ætlum við að leyfa unglingum og ungmennum að skrá sig í opinn flokk ef þau vilja. Við ætlum að veita verðlaun í lok dags.
Pollastundin okkar verður á staðnum. Hún byrjar 12:30 og verður inn í reiðhöllinni.
Skráning hefst klukkan 12:00 og mótið hefst klukkan 13:00
Hestur þarf ekki að vera í eigu Smárafélaga til þess að mega taka þátt. Við hvetjum alla okkar Smáramenn að mæta og hafa gaman saman á fyrsta vetrarmótinu okkar ??
ATH! posi ekki á staðnum 
Mótanefnd áskilur sér þann rétt að færa mótið inn í reiðhöll ef illa viðrar

Flokkarnir eru:
Pollaflokkur (Þrautabraut inn í reiðhöll) (Frítt)
Barnaflokkur: 1500 kr
Unglingaflokkur: 1500 kr
Ungmennaflokkur: 1500 kr
Áhugamannaflokkur: 2000 kr
Opinn flokkur (Opinn öllum): 2000 kr
PS: Við viljum minna á dagsetningarnar á næstu tveimur vetrarmótum, 2.mars og 6.apríl !
Fylgist með á Facebooksíðu Smára 
Hlökkum til þess að sjá ykkur í Torfdal 2. Febrúar n.k.
?? Mótanefnd 

05.01.2019 19:11

Aðalfundur Smára 2019

 

Aðalfundur Smára verður haldinn í Reiðhöllinni á Flúðum sunnudaginn 27. janúar kl. 20:30

 

Dagskrá fundarins:

1.     Fundargerð síðasta aðalfundar lesin upp

2.     Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar

3.     Skýrsla stjórnar

4.     Skýrslur nefnda

5.     Lagabreytingar ef fram koma

6.     Kosning stjórnar og varastjórnar

7.     Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og tveggja til vara 

8.     Ákvörðun félagsgjalds

9.     Fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár lögð fram 

10.  Önnur mál

 

Kjósa þarf formann til eins árs og meðstjórnendur til tveggja ára til að stýra félaginu okkar og leiða það áfram í starfi sem byggir á góðum grunni. Þeir sem hafa hug á að bjóða sig fram til stjórnarstarfa hafi samband við stjórn Smára á netfangið smari@smari.is

Þeir sem hafa áhuga á málefnum félagsins og framtiðarstörfum þess eru hvattir til að mæta á fundinn. 

Léttar veitingar verða í boði félagsins. Kveðja, stjórn hestamannafélagsins Smára. 

29.11.2018 00:05

Skráning í Uppsveitadeildina 2019

 

 

Nú styttist í að skráningarfrestur fyrir Uppsveitadeildina 2019 renni út. Þeir sem hafa áhuga á því að taka þátt í næstu keppni þurfa að skrá sig áður en fresturinn er úti. Hægt er að senda skráningu á reidhollin@reidhollin.is. Senda skal upplýsingar um knapa fyrir kl 24:00 laugardaginn 1. desember 2019.

Keppnin á næsta ári verður með breyttu sniði. Smali verður tekinn upp að nýju, fimmgangs skeið verður með breyttu sniði og liðin verða blönduð þannig að keppendur í hverju liði geta komið úr mörgum hestamannafélögum.

Keppnisdagarnir verða þessir:

 1. 1. febrúar 2019 - fjórgangur.
 2. 22. febrúar 2019 - fimmgangur.
 3. 15. mars 2019 - tölt, fljúgandi skeið.
 4. 12. apríl 2019 - smali.

Fljótlega eftir að skráningarfrestur rennur út verða keppnisliðin sjö sett saman.

19.11.2018 19:28

Kæru Smárafélagar og aðrir hestamenn

Verkefnastjórn Landsmóts 2020 heldur opinn hugarflugsfund þriðjudaginn 20. nóvember kl. 20:00 á Stracta Hótel á Hellu og hvetur alla sem áhuga hafa á verkefninu að koma og með því leggja sitt af mörkum vegna undirbúnings Landsmóts á Hellu 2020.
skráning fer fram á netfanginu rangarhollin@gmail.com.

28.10.2018 20:02

Pilates námskeið

Pilates fyrir knapa verður í reiðhöllini á Flúðum laugardaginn 24 nóv kl 11.00. Tíminn er ein og hálf klst og eru gerðar æfingar í bland við umræðu og endum við í súpu og brauði. Kostnaður fyrir námskeið og súpu er 4800:- Kennari verður Heiðrún Halldórsdóttir 

Pilates fyrir knapa er æfingarkerfi sem er sérhannað til að bæta ásetu og auka skilning á stjórnun. Skilgreinir ásetu og útskýrir hvers vegna ásetu gallar eru og hvað hver og einn þarf að gera í sínum líkama til þess að laga eða bæta ásetu og stjórnun. Gerðar verða æfingar sem þátttakendur geta tekið með sér heim og æft. Æfingarnar hjálpa einnig við verki í líkama, minnka þá eða þeir hverfa með öllu. Hægt verður að spyrja spurninga varðandi líkaman og ásetu og fá svör.

Skráning á smari@smari.is Skráning líkur 22.nóvember, allir velkomnir :)

06.10.2018 21:13

Fundur Reiðhöllinni

Smárafélagar. Við ætlum stjórnin að halda léttan fund mánudagskvöldið næstkomandi 8.október kl.átta í reiðhöllinni. Ef félagar vilja ræða komandi vetur, hvað er á dagskránni og hvað er hægt að gera betur í starfi félagsins. Einnig komandi Landsþing sem verður haldið á Akureyri 12-14. október. Við viljum gjarnan heyra ykkar skoðanir og ef það er eitthvað sem þið hafið til málana að leggja. Kveðja Stjórn Smára :)

25.06.2018 21:46

Fundur fyrir Landsmót

Landsmótsfarar Smára, fundur í reiðhöllinni klukkan níu annað kvöld 26.júní. Hans Þór Hilmarsson og Rósa Birna Þorvaldsdóttir munu svara spurningum keppanda. Farið yfir helstu upplýsingar tengdar Landsmótinu. Æskilegt að allir keppendur mæti 

30.05.2018 23:01

Úrtaka fyrir Landsmót

Úrtaka Geysis, Loga, Trausta, Smára.

Úrtakan verður haldin á Rangárbökkum við Hellu dagana 8-10 júní. Keppt verður í A- og B-flokki, ungmennaflokki, unglingaflokki og barnaflokki. Riðnar verða tvær umferðir og verður sú fyrri föstudag laugardag(fer eftir skráningu) og sú seinni á sunnudeginum.

Skráning fer fram á sportfeng og skal velja Geysir sem aðildarfélag. Skráningu lýkur þriðjudagskvöldið 5.júní og er skráningargjald 6000kr fyrir fullorðna og ungmenni, 2000kr fyrir börn og unglinga. 
Skráning í seinni umferð verður á staðnum í dómpalli og greiða skal þátttökugjaldið um leið á sama stað. Sama gjald verður í seinni umferð.

Gjaldgengir þátttakendur eru allir skuldlausir félagsmenn.

Verum tímanlega með skráningar og ef vandræði verða er hægt að hafa samband í síma 8637130.

Geysisfélagar ath að þeir sem keppa fyrir Geysir á Landsmótinu skulu keppa í félagsbúning.

Stjórnin

04.05.2018 22:33

Úrtaka fyrir Landsmót

Smárafélagar. Úrtaka fyrir LH verður haldin á Gaddstaðaflötum Hellu dagana 8-10 júní .

30.04.2018 18:58

Kynningarkvöld

Gæðingadómarafélag Íslands heldur kynningarkvöld um landið þar sem farið verður yfir gæðingakeppnina, áherslur og ýmsilegt sem gott er fyrir alla að kynna sér hvort um sé að ræða keppendur, mótshaldara eða hinn almenna hestamann. Nú er stórt gæðingaár framundan og hápunktur þess Landsmót hestamanna í Reykjavík. Við hvetjum alla að koma og hlusta á kynninguna og eiga svo gott spjall.

Kvöldin eru sem hér segir:

Akureyri - Reiðhöll Léttis- mánudaginn 30. apríl klukkan 18:00

Borgarnes - Félagsheimili Borgfirðings - miðvikudaginn 2.maí klukkan 20:00

Egilsstaðir - Gistihúsið Egilsstöðum mánudaginn 30. apríl klukkan 17:00

Reykjavík -TM-höllin Fáki - mánudaginn 30. apríl klukkan 20:00

Selfoss Félagsheimili Sleipnis - miðvikudaginn 2. maí klukkan 20:00

Gæðingadómarafélag Íslands

25.04.2018 19:31

Firmakeppni Smára

Firmakeppni Smára 2018

Firmakeppni hestamannafélagsins Smára verður haldin í Torfdal Flúðum 1.maí að venju. Hefst hún stundvíslega kl.13.00.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:

Pollaflokkur ( 9 ára og yngri ) Þeir munu ríða inn í reiðhöll.

Barnaflokkur ( 11-13 ára )

Unglingaflokkur ( 14 - 17 ára )

Ungmennaflokkur ( 18 - 21 árs )

Kvennaflokkur

Karlaflokkur

Heldri manna og kvennaflokkur ( +50)

Fljúgandi skeið

Skráning verður á staðnum frá kl. 12.00 og lýkur henni kl. 12.50

Hvetjum alla til að mæta og gera sér glaðan dag á einum stærsta viðburði félagsins, hvort sem er ríðandi, gangandi eða akandi.

Stjórn Smára áskilur sér rétt til að fella niður eða breyta flokkum eftir að skráningu lýkur.

Minnum á reglur Firmakeppni Smára, þær eru að finna inn á smari.is

Hlökkum til að sjá sem flesta

Stjórn Smára24.04.2018 08:59

Skrúðreið

Skrúðreið kl. 12:30 í miðbæ Reykjavíkur laugardaginn 28. apríl 
Verður með svipuðu sniði og síðustu ár. Skrúðreiðin vekur gríðarlega jákvæða eftirtekt í miðborginni og er mikil lyftistöng fyrir mannlífið þar. Skrúðreiðin telur um það bil 150 hesta og jafnmarga menn og í fararbroddi fer fjallkonan í skautbúningi ásamt fylgdarmanni. Á eftir þeim kemur hestvagn og oftar en ekki hefur borgarstjóri, ráðherra og nú síðast forstöðumaður höfuðborgarstofu setið í honum, þó reyndar hafi núverandi borgarstjóri einu sinni komið ríðandi með, sem var að sjálfsögðu toppurinn, enda hann hestamaður sjálfur og hans fjölskylda. Reiðin hefur stöðvað við Hallgrímskirkju og reiðmenn stigið af baki, hlustað á söng og þar hefur t.a.m. borgarstjóri sett Hestadaga formlega. Á þessum tímapunkti gefst áhorfendum; ferðamönnum og almenningi, kostur á því að koma nær hestunum, klappa þeim og taka myndir. Þetta er vinsælt og margar "sjálfur" verða til við þessi augnablik. Síðan er stigið á bak aftur og haldið niður Skólavörðustiginn, Bankastræti, yfir Lækjargötuna, Austurstræti, Pósthússtræti, Vonarstræti og stoppað aftur við Austurvöll. Þar verður lítið tónlistaratriði og aftur er fólki leyft að koma nær, klappa hestunum og hitta reiðmennina, sem eru á öllum aldri, oftar en ekki í íslenskum lopapeysum og brosandi. Eftir stoppið er haldið af stað Tjarnargötuna og í gegnum Hljómskálagarðinn á stígum og áfram að BSÍ og aftur á byrjunarreit að bílaplaninu við Læknagarð.

 

Tímasett áætlun

 • 12:00 Mæting á malarstæði við Læknagarð - knapar á hestum stilla sér upp
 • 12:30 Riðið af stað upp Njarðargötu að Hallgrímskirkju
 • 13:00 Uppstilling fyrir framan Hallgrímskirkju, setning og myndataka
 • 13:15 Skólavörðustígur - Bankastræti - Austurstæti - Pósthússtræti
 • 13:40 Vonarstræti - stoppað við Austurvöll, tónlistaratriði
 • 14:00 Tjarnargata - Hljómskálagarður - malarstæði við Læknagarð

Facebook viðburður: https://www.facebook.com/events/105215393669823/

23.03.2018 08:42

Opið Freyjutöltmót Smára og Loga

Daginn fyrir skírdag, þann 28 mars munum við félagar Smára, Loga og Trausta standa sman að opnu töltmóti. Við munum byrja síðdegis og tölta saman eitthvað fram eftir kvöldi í reiðhöllinni í Torfdal. Keppt verður í T3 þar sem riðið er hægt tölt, hraðabreytingar á tölti og greitt tölt. Riðið verður undir stjórn þuls, tveir inná í einu. Barnaflokkurinn ríður T7 þar sem riðið er hægt tölt og frjáls ferð á tölti. Flokkarnir eru eftirfarandi:
- Barnaflokkur
- Unglingaflokkur
- Ungmennaflokkur
- Áhugamannaflokkur
- Opinn flokkur
ATH ! Þeir sem skrá sig í áhugamannaflokk skrá sig í Opinn flokkur 2. flokkur og þeir sem skrá sig í Opinn flokk skrá sig í Opinn Flokkur en ekki Opinn flokkur 1. flokkur. Fyrir þá sem eru með erlenda kennitölu og vilja skrá sig geta haft samband við Helga Valdimar í síma: 7801891. Helgi sér um skráningar svo ef eitthvað bjátar á er best að hafa samband beint við hann :)
Dagskrá verður auglýst þegar nær dregur :)
Riðin verða úrslit í öllum flokkum og páskaegg frá Freyju verða í verðlaun fyrir fyrstu fimm efstu sætin í hverjum flokk. Einnig gefur Lífland vegleg verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin. Kunnum við þessum fyrirtækjum bestu þakkir :)
Opnað veðrur fyrir skráningu föstudaginn 16 mars og lokað að miðnætti sunnudaginn 25 mars. Skárning fer fram á Sportfeng http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add 
Þáttökugjaldið er 1500 kr fyrir börn og ungling. 2500 kr fyrir ungmenni, áhugamenn og opna flokkinn. 
Við hvetjum alla, stóra sem smáa að eiga skemmtilega kvöldstund saman :)

15.03.2018 23:43

Úrslit af fyrra vetrarmóti SmáraÞá er fyrsta vetrarmóti Smára lokið. Í ár ákvað mótanefnd Smára að breyta fyrirkomulagi mótanna með þeim hætti að gefnar væru tölur í stað sætaröðunnar. Allir þátttakendur riðu sömu grein, eða tölt T7. Tveir dómarar dæmdu saman og gáfu eina einkunn fyrir hvern lið og meðaltalið tekið af þeim tölum til þess að fá heildarniðurstöðu. Pollarnir fóru í þrautabraut og þurftu að leysa hinar ýmsu þrautir. Að þessu sinni náðist hins vegar ekki þátttaka í barnaflokkinn okkar. Hér fyrir neðan koma niðurstöður mótsins.

Pollaþraut:

Ragna Margrét Larsen og Bylur frá Kleifum

Magnús Veigar Aðalsteinsson og Djásn frá Eigilsstaðakoti

Guðmundur Johan Aðalsteinsson og Mjölnir frá Húsatóftum

Unglingaflokkur:

 1. Laufey Ósk Grímsdóttir og Teigur frá Ásatúni 3
 2. Þórey Þula Helgadóttir og Vákur frá Hvammi 1 0
 3. Þorvaldur Logi Einarsson og Hátíð frá Hlemmiskeiði 5,5

Ungmennaflokkur:

 1. Hekla Magnúsdóttir og Tinna frá Blesastöðum 6,0
 2. Jelena Aunin og Fákur frá Vatnahjáleigu 5,3
 3. Anne Sofie og Kappi frá Vorsabæ 4,8
 4. Rebekka Jansdóttir og Stella frá Syðra Langholti 4,0

Áhugamannaflokkur:

 1. Elin Moqist og Hekla frá Ásbrekku 6,5
 2. Arnheiður S. Þorvaldsdóttir og Ísdögg frá Miðfelli 5,8
 3. Einar Logi Sigurgeirsson og Saga frá Miðfelli 5,8
 4. Marie Schougaat og Óðinn frá Blesastöðum 5,8
 5. Grímur Guðmundsson og Hvinur frá Ásatúni 5,5

Opinn Flokkur:

 1. Kristín Magnúsdóttir og Órnir frá Gamla Hrauni 7.5
 2. Þórey Helgadóttir og Hugi frá Hrepphólum 6.8
 3. Þorvaldur Logi Einarsson og Stjarni frá Dalbæ 2 6.8
 4. Patricia Grolig og Skræpa frá Blesastöðum 6,0
 5. Helgi Kjartansson og Gjálp frá Hvammi 1 6,0

05.03.2018 19:22

Vetrarmót Smára

Vetrarmót Smára 2018 - hið fyrra 

Kæru Smárafélagar

Þá fer að líða að fyrra vetrarmótinu okkar en laugardaginn 10.mars nk er stefnan tekin á Torfdal með gæðinginn og góða skapið í farteskinu.
Mótið hefst kl 13:00 með skráningu og pollastund frá kl 13-13:30. Barnaflokkur hefst svo stundvíslega kl.14 og svo flokkarnir koll af kolli. Keppt verður í tölti (T7) - riðið undir stjórn þuls hægt tölt og frjáls ferð. Létt og skemmtilegt í alla staði. 5 efstu ríða úrslit en 10 efstu knapar safna stigum í stigakeppni vetrarmótanna.
Lífland gefur vegleg verðlaun fyrir 3 efstu sætin í öllum flokkum og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.
Flokkarnir verða eftirfarandi: - Þrautabraut í reiðhöll fyrir polla - Barnaflokkur - Unglingaflokkur - Ungmennaflokkur - Áhugamannaflokkur - Opinn flokkur Þátttökurétti er þannig háttað: gjaldgengir eru Smárafélagar allir í barna, unglinga, ungmenna og áhugamannaflokk. Hross þarf ekki að vera í eigu félagsmanns. Opinn flokkur er öllum opinn óháð félagsaðild. Bjóðum við nágranna og vini hjartanlega velkomna. Vakin er athygli á því að keppendum í unglinga og ungmennaflokki er einnig heimil þátttaka í opnum flokki með sitt annað hross.
Hvort mótið verður haldið úti eða inni fer eftir veðri og ástandi vallarins en ef aðstæður leyfa verðum við úti.
Unghrossaflokkur verður á sínum stað á seinna vetrarmótinu þann 21. apríl. Unghross þurfa að vera í eigu Smárafélaga, vera 4-6 vetra (á árinu) en knapi þarf ekki að vera félagsmaður í Smára.

Hlökkum til að sjá ykkur - hress og kát laugardaginn 10. mars! 

Bestu kveðjur Mótanefndin

P.S enn á ný hvetjum við til þess að fylgst sé með á fésbókinni. En þar má einnig finna nánari útlistun á tilhögun vetrarmótanna. Endilega hikið ekki við að senda okkur spurningar ef einhverjar eru varðandi vetrarmótin.


Myndaniðurstaða fyrir lífland
 • 1
Flettingar í dag: 218
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 354
Gestir í gær: 88
Samtals flettingar: 1891404
Samtals gestir: 267553
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 04:25:47