01.03.2009 21:04

Fyrsta punktamót vetrarins

Var haldið á nýja vellinum sem er í uppbyggingu í Torfdalnum á Flúðum á afmælisdegi félagsins,  1. mars. Mikil uppbygging er á svæði hestamannafélagsins og þarna verður komin fyrirmyndar aðstaða til mótahalda áður en langt verður um litið.

Frábær þátttaka var á mótinu og lék veðrið við keppendur sem og gesti. Yfir 50 skráningar voru og er það sennilega metþátttaka, allavega með mesta móti.

Hestakostur var á heildina litið mjög góður, jafnir og góðir hestar sem erfitt var að gera upp á milli og mörg álitleg og efnileg tryppi í unghrossaflokki sem gaman verður að fylgjast með.

Mikill fjöldi áhorfenda var á svæðinu, höllin var opin svo fólk gat virt fyrir sér framkvæmdir og stöðu mála þar. Framhaldið er bjart ef þáttaka á mótum vetrarins verður í líkingu við í dag og ljóst er að mikill uppgangur er í hestamennsku meðal Smárafélaga. Myndavélar voru á lofti í og myndir má finna með að fara inn í myndaalbúm hér vinstra megin á síðunni eða smella hér


Úrslit voru eftirfarandi


Barnaflokkur

 

 1. Hrafnhildur Magnúsdóttir og Freydís frá Blesastöðum, 12 v. rauðblesótt
 2. Björgvin Ólafsson og Skuggi frá Hrepphólum, 17 v. brúnn
 3. Guðjón Hrafn Sigurðsson og Grettir frá Hólmi, 17 v. grár
 4. Kjartan Helgason og Þokki frá Hvammi, 8 v. jarpur
 5. Sólveig Arna Einarsdóttir og Rúbín frá Skarði, 10 v. bleikskjóttur

 

Unglingaflokkur

 

 1. Karen Hauksdóttir og Gára frá Blesastöðum, 7 v. grá
 2. Gunnlaugur Bjarnason og Arnar frá Blesastöðum, 5 v. brúnn
 3. Sigurbjörg Bára Björnsdóttir og Evita frá Vorsabæ II, 6 v. brún
 4. Katrín Ólafsdóttir og Gígja frá Hrepphólum, 6 v. brúnnösótt
 5. Guðjón Örn Sigurðsson og Víga Skjóni frá Flögu, 10 v. rauðskjóttur

 

Ungmennaflokkur

 

 1. Hólmfríður Kristjánsdóttir og Þokki frá Þjóðólfshaga, 8 v. brúnn
 2. Matthildur María Guðmundsdóttir og Djarfur frá Ytri Bægisá II, 9 v. brúnn

 

Fullorðinsflokkur

 

 1. Unnsteinn Hermannsson og Prins frá Langholtskoti, 6 v. jarpur
 2. Gústaf Loftsson og Vífill frá Dalsmynni, 13 v. móálóttur
 3. Sigmundur Jóhannesson og Frakki frá Syðra Langholti, 8 v. móálóttur
 4. Unnar Steinn Guðmundsson og Clinton frá Reykhól, 6 v. móálóttur
 5. Einar Logi Sigurgeirsson og Stjarna frá Kálfsstöðum, 6 v. brúnstjörnótt
 6. Jón Vilmundarson og Hrói frá Skeiðháholti, 13 v. bleikálóttur
 7. Björn Jónsson og Segull frá Hátúni, 5 v. brúnlitföróttur tvístjörnóttur
 8. Grímur Sigurðsson og Krákur frá Skjálg, 7v. brúnn
 9. Kristbjörg Kristinsdóttir og Lukka frá Jaðri, 7 v. bleik
 10. Guðmann Unnsteinsson og Þruma frá Langholtskoti, 5 v. rauð

 

Unghross fædd 2004 og 2005

 

 1. Gústaf Loftsson og Framtíð frá Vestur Meðalholtum, fædd 2004, brún
 2. Elsa Ingjaldsdóttir og Björk frá Syðra Langholti, fædd 2004, rauðstjörnótt
 3. Einar Logi Sigurgeirsson og Gjöf frá Kýrholti, fædd 2004, brún
 4. Guðmann Unnsteinsson og Neisti frá Langholtskoti, fæddur 2004, bleikálóttur
 5. Jóhanna Ingólfsdóttir og Sitra frá Hrafnkelsstöðum, fædd 2004, jarptvístjörnótt
 6. Sigurður H. Jónsson og Gola frá Skollagróf, fædd 2004, jarpstjörnótt
 7. Gestur Þórðarson og Dís frá Kálfhóli, fædd 2004, brúnskjótt
Flettingar í dag: 172
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 1738
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 2017037
Samtals gestir: 290028
Tölur uppfærðar: 19.10.2019 07:50:55