11.03.2009 21:07

Vígsla Reiðhallar og punktamót

Nú stendur til að vígja Reiðhöllina á Flúðum.
Að vígslunni vinnur nú góður hópur fólks frá Smára og Loga.
Fyrirhuguð dagsetning er sunnudagurinn 19. apríl næstkomandi kl. 14.00
Dagskrá verður auglýst nánar síðar.


Einnig minnum við á annað vetrarmót Smára. Það verður haldið laugardaginn 21. mars kl. 14.00
Keppt verður í pollaflokki, barnaflokki, unglingaflokkki, ungmennaflokki, fullorðisflokki og unghrossaflokki(hross fædd 2004 og 2005).
Þátttökugjald verður í alla flokka nema pollaflokk og barnaflokk, 500 kr sem greiðist við skráningu.
Auglýst aftur síðar.

Ítreka einnig að ef þið haldið úti heimasíður eða vitið af heimasíðum sem félagsmenn halda úti, endilega sendið okkur slóðina á smari@smari.is svo við getum sett síðuna sem link hér á síðuna okkar. Líka ef þið lumið á frétt eða eitthvað sem þið viljið koma á framfæri, ekki hika við að hafa samband.Flettingar í dag: 172
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 1738
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 2017037
Samtals gestir: 290028
Tölur uppfærðar: 19.10.2019 07:50:55