10.06.2009 22:04

Helgarreiðnámskeið fyrir unglinga og fullorðna


Bættur skilningur milli knapa og hests 

Námskeiðið verður haldið 12. júní - 14. júní 2009 í reiðhöllinni á Flúðum.

Námskeiðið byrjar seinna partinn á föstudaginn með einum verklegum tíma á hóp. Laugardaginn og sunnudaginn eru tveir verklegir tímar á hóp, s.s. 5 verklegir tímar í heildina.

Þetta verður námskeið fyrir alla sem vilja bæta sig og skilja hestinn sinn betur. Kennsluáætlun verður mjög svipuð og á námskeiðinu sem var haldið í síðusta viku í Torfdalnum og var það mjög gaman og nemendur voru ánægðir. Skráið ykkur sem fyrst, það eru bara örfá pláss laus. 

Framhaldsnámskeið í Júlí fyrir alla aldursflokka

Eftir kennsluna í síðustu viku vildu margir strax koma á framhaldsnámskeið og verður það

07. júlí til 10. júlí 2009.  Námskeiðið verður fyrir börn, unglinga og fullorðna.

Þann 11. júlí 2009 er síðan gæðingamót á Flúðum og væri gaman ef þátttakan á mótinu væri sem mest.

Þessu námskeiði verður skipt í hópa fyrir þá sem:

a) vilja byggja ofan á námskeiðið sem var í júní en vilja ekki taka þátt á mótinu

b) vilja byggja ofan á námskeiðið sem var í júní og vilja taka þátt á mótinu

c) komust ekki á námskeiðið í júní 

Ég hlakkar til að sjá og kenna ykkur. Þið getið haft samband við mig í síma 844-6967 eða sent mér póst á póstfangið  jovanna@gmx.de

Það er líka alltaf hægt að panta einkakennslu eða ef þið eruð nokkur saman, þá gæti það verið þannig að ég kæmi til dæmis einu sinni í viku eða tvisvar í mánuði. Það kemur ýmislegt til greina, endilega hafið samband.  

Kær kveðja, Cora J. Claas       www.smari.is 
 

 
Flettingar í dag: 138
Gestir í dag: 59
Flettingar í gær: 429
Gestir í gær: 81
Samtals flettingar: 2041056
Samtals gestir: 293976
Tölur uppfærðar: 7.12.2019 21:31:12