25.06.2009 23:13

Barna- og fjölskyldureiðtúr

 
Barna- og fjölskyldureiðtúr á vegum Æskulýðsnefndar Smára verður miðvikudaginn 1. júlí
Við ætlum að hittast á Álfaskeiði kl. 19:30

Þar verður öllum boðið upp á grillaðar pylsur og meðlæti.

Farið verður í leiki og markmiðið að eiga góða stund saman í fallegu umhverfi.

Vinsamlegast látið vita af þátttöku í síma 8616652(Vigdís) eða 6995178(Kolbrún) fyrir þriðjudagskvöld (30.júní).

Upplagt er að fólk tali saman um að verða samferða úr sveitunum :)

Það er auðvelt að hafa samskipti með því að nota dálkinn"álit" hér fyrir neðan textann.

 
 
Allir velkomnir og ekki gleyma góða skapinu

Hlökkum til að sjá ykkur emoticon

Bestu kveðjur, Stefanía, Maja, Einar Logi,  Kolbrún og VigdísEinnig vill mótanefnd Smára minna félaga á að gæðingakeppni félagsins fer fram þann 11 júlí næstkomandi. Undirbúningur er í fullum gangi og hvetjum við ykkur eindregið til að taka þátt. Frekari upplýsingar verður að finna hér á heimasíðunni og víðar.

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 62
Flettingar í gær: 429
Gestir í gær: 81
Samtals flettingar: 2041065
Samtals gestir: 293979
Tölur uppfærðar: 7.12.2019 22:24:18