22.01.2010 19:57

Uppsveitadeildin

                                              
Nú fer Uppsveitadeildin brátt að hefjast sem haldin verður í Reiðhöllinni á Flúðum í samstarfi við hestamannafélögin Smára og Loga.
Uppsveitadeildin er fjögurra móta mótaröð sem saman stendur af bæði einstaklingskeppni og liðakeppni.
Þetta er frumraun slíks framtaks hér í sveitunum, skipulögð af nokkrum duglegum einstaklingum sem sáu tækifæri til og vildu virkja félagsandann og auka fjölbreytta dagskrá í Reiðhöllinni og skapa henni rekstrarrekjur.
Þessu framtaki er tekið fagnandi og gaman verður að fylgjast með þessari spennandi keppni sem vonandi verður að árlegum viðburði í framtíðinni.


              

Dagskrá móta


             29 janúar               Smali

             26 febrúar              Fjórgangur

             26 mars                Fimmgangur

             23 apríl                 Tölt og Fljúgandi skeið


Smali (hraðafimi)

Smalinn dregur nafns sitt af einu mikilvægasta hlutverki íslenska hestsins frá örófi alda. Eiginleikar sem prýða góðan smala og smalahest eru nauðsynlegir ef árangur á að nást, þetta eru þættir eins og hraði, kjarkur, fimi og snerpa.
Riðin er braut sem mörkuð er keilum sem ná upp á síður hestsins. Keilurnar skulu vera þannig útbúnar að þær falli við litla snertingu. Árangurinn ræðst af brautartíma og felldum keilum.


Að þessu sinni verða 6 lið sem keppa um að ná sem flestum stigum og þau eru :

Guðrún S. Magnúsdóttir
Líney Kristinsdóttir
Katrín Rut Sigurgeirsdóttir
Liðsstjóri er GUðrún S. Magnúsdóttir


Kristbjörg Kristinsdóttir
Cora Claas
Guðmann Unnsteinsson
Liðsstjóri er Hjálmar Gunnarsson


Aðalheiður Einarsdóttir
Grímur Sigurðsson
Þorsteinn Þorsteinsson
Liðsstjóri er Styrmir Þorsteinsson


Knútur Ármann
María Þórarinsdóttir
Dóróthea Ármann
Liðsstjóri er Knútur Ármann


Gústaf Loftsson
Viktoría Larsen
Hólmfríður Kristjánsdóttir
Liðsstjóri er Þorsteinn Loftsson


Ingvar Hjálmarsson
Hermann Þór Karlsson
Bjarni Birgisson
Liðsstjóri er Björn JónssonStyrktaraðilar liðanna eru

Búnaðarfélag Skeiðamanna

Hestaleigan Syðra Langholti

Hrossaræktarbúið Efra Langholti

Hrossaræktarbúið Unnarholtskoti

Auðsholt 2 Hrossarækt  

  


 


  
Allar upplýsingar um deilina verður að finna hér á heimasíðunni, nánari dagskrá og ráslistar verða birtir hér á síðunni og almennum netmiðlum.
Hvetjum við sem flesta til að mæta og fylgjast með þessari mótaröð og hvetja sín lið til dáða, ljóst er að spennan verður mikil og stefnir allt í stórskemmtilega keppni meðal liðanna.
Rétt er að taka fram að undirbúningur fyrir smalakeppnina er hafinn, verið er að huga að brautargerð og mun brautin standa uppi fram að keppni þannig aðstæður bjóða ekki upp á mikla reið eða æfingar í húsinu aðrar en viðkoma þessari keppni og biðjum við félagsmenn að taka tillit til þess.
      
Flettingar í dag: 138
Gestir í dag: 59
Flettingar í gær: 429
Gestir í gær: 81
Samtals flettingar: 2041056
Samtals gestir: 293976
Tölur uppfærðar: 7.12.2019 21:31:12