02.04.2014 19:58

Skemmtiferð Smárakrakka í Fákasel í Ölfushöll

föstudaginn 11.apríl

 

Hæ krakkar, nú ætlum við að drífa okkur í árlegu skemmtiferð! Á þessu ári ætlum við að breyta aðeins til og skreppa í Fákasel í Ölfushöll til að horfa á stórglæsilegu sýningu! Einnig er boðið upp á Hesthúsaheimsókn og pizzuveislu í Fákaseli.

Við förum í sameiningu með Loga og Traustakrökkum og stendur þessi ferð öllum til boða*. En börn yngri en 8 ára þurfum að vera í fylgd með fullorðnum, eldri en 16 ára.

 

Ferðin kostar fyrir börn yngri en 12 ára: 1200 kr. (frítt á sýningu og pizzaveisla)

Börn 12 ára -16 ára: 2.500 kr. (sýning og pizzaveisla)

17 ára og eldri: 4.000 kr (sýning og pizzaveisla)

 

Vinsamlegast hafið peninginn með í réttri upphæð þar sem við erum ekki með posa og getum ekki skift.

 

Brottför verður frá

Brautarholti á Skeiðum:    16:10

Sandlækjarholt: 16:20

Flúðum: 16:30

Vinsamlegast skráið ykkur í ferð með brottfarastað og aldur í

smarakrakkar@gmail.com fyrir 8.apríl!

 

*Vinsamlegast athugið:

Æskulýðsnefndin beinir því til foreldra/forráðamanna að skrá börnin í hestamannafélagið. Börn að 16 ára aldri borga EKKI félagsgjald. Einungis þarf að senda tölvupóst á smari@smari.is með nafni, kennitölu og heimilisfangi. Þetta kemur í stað þess að utanfélagsbörn borgi hærra gjald. 
Tekjur félagsins í gegnum íþróttahreyfinguna byggja á fjölda félagsmanna.

Flettingar í dag: 172
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 1738
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 2017037
Samtals gestir: 290028
Tölur uppfærðar: 19.10.2019 07:50:55