10.04.2014 08:19

Töltmót 2014

Sameiginlegt töltmót hestamannafélaganna í Uppsveitunum Smára Loga og Trausta verður haldið í Reiðhöllinni á Flúðum miðvikudagskvöldið 16.apríl og hefst mótið klukkan 17:30.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
barnaflokk – (T7): sýnt hægt tölt og fegurðartölt, 2 inná í einu undir leiðsögn þuls. 
unglingaflokk (T1): einn inná í einu og riðið hefðbundið tölt prógram 
ungmennaflokk (T1) 
Í fullorðinsflokki verður keppt í tveimur flokkum; 
minna keppnisvanir (T3): tveir inná í einu undir leiðsögn þuls, hefðbundið tölt prógram.
meira keppnisvanir (T1)

Vegleg veðrlaun í boði fyrir efstu sæti í hverjum flokk, meðal annars margir spennandi folatollar fyrir sumarið 2014. Verðlaun verða nánar auglýst þegar nær dregur

Skráningargjöld eru 2500 fullorðinn/ungmenni fyrir fyrsta hest, 1500 fyrir næstu skráningar. 1500 kr fyrir börn og unglinga. 
Skráning fer fram í gegnum sportfeng. Skráning opnar í dag, fimtudaginn 10. Apríl og stendur fram að miðnætti mánudaginn 15. Apríl.
Við hvetjum félagsmenn eindregið til að skrá sig, hvort sem er áhugamenn eða atvinnumenn.

Mótið er góður vettvangur til að fá mat á hesta sína eða prófa hesta fyrir lokamótið í Uppsveitadeildinni sem fer fram föstudagskvöldið 25.apríl

Mótanefndir félaganna.

Flettingar í dag: 277
Gestir í dag: 106
Flettingar í gær: 398
Gestir í gær: 95
Samtals flettingar: 2028221
Samtals gestir: 291789
Tölur uppfærðar: 11.11.2019 23:09:18