30.04.2014 19:44

Uppsveitadeild æskunnar


Laugardaginn 3. maí (ATH BREYTTA DAGSETNINGU) fer fram þriðji og lokahluti Uppsveitadeildar æskunnar, en þá verður keppt í fjórgangi og tölti barna og fimmgangi og tölti unglinga.
Börn keppa í T7 og unglingar í T3 (2 inná í einu) Knapafundur hefst stundvíslega kl:10:00 og keppnin sjálf byrjar kl:10.15 Guðbjörg tekur við skráningum hjá Smára krökkum til kl. 22:00, fimmtudaginn 1. maí, á netfangið guggajo21@gmail.com Við skráningu skal koma fram nafn, litur og aldur hests ásamt nafni og kennitölu knapa. Einnig þarf að koma fram uppá hvora hönd er riðið í töltinu.
Ef það eru séróskir um lög í fjórgangi eða fimmgangi endilega sendið Evu Maríu lögin á netfangið evamarialars@gmail.com

Æskulýðsnefnd Loga, Trausta og Smára

Flettingar í dag: 427
Gestir í dag: 98
Flettingar í gær: 319
Gestir í gær: 80
Samtals flettingar: 1970294
Samtals gestir: 282903
Tölur uppfærðar: 16.7.2019 15:13:37