17.01.2018 20:40

Uppsveitadeildin 2018

UPPSVEITADEILDIN 2018 verður haldin með hefðbundnu sniði líkt og undanfarin ár. Hestamannafélagið Smári hefur rétt á að senda 4 lið til leiks, í hverju liði má vera 3-5 keppendur. 3 knapar keppa fyrir hönd síns liðs hverju sinni. Að loknum skráningafresti koma þeir knapar ásamt stjórn Smára og setja saman liðin. Skráningafrestur er til 20.janúar, þeir sem hafa áhuga að taka þátt í deildinni í vetur eru hvattir að senda sem fyrst inn nafn, kennitölu og símanúmer á smari@smari.is Við minnum á að í boði eru 20 sæti laus svo endilega skráið sem fyrst. Reglur uppsveitadelidarinnar eru að finna inn á heimasíðunni smari@smari.is og reidhollin.is

Uppsveitadeildin 2018
16. febrúar - fjórgangur.
23. mars - fimmgangur.
13.apríl - tölt, fljúgandi skeið

Uppsveitadeldin hefur skapað sér gott orðspor og er vinsæll viðburður bæði hjá heimamönnum og öðrum hestamönnum. Alltaf er góð stemmning í höllinni og ætlum við að sjálfsögðu ekki að breyta því í vetur. Við hvetjum alla félagsmenn bæði atvinnumenn og áhugamenn að skrá sig og við verðum með flotta og sterka deild í vetur  Kveðja stjórnin

Flettingar í dag: 1071
Gestir í dag: 74
Flettingar í gær: 316
Gestir í gær: 69
Samtals flettingar: 1851457
Samtals gestir: 262773
Tölur uppfærðar: 18.11.2018 15:23:19