17.02.2019 20:31

Pilates námskeið

Pilates fyrir knapa verður haldið í reiðhöllinni á Flúðum þriðjudaginn 5.mars kl 19.30. Tíminn er ein og hálf klst og eru gerðar æfingar í bland við umræðu. Námskeiðið kostar 4.000:- Kennari er Heiðrún Halldórsdóttir.

Pilates fyrir knapa er sérhannað æfingarkerfi til að bæta ásetu og auka skilning á stjórnun. Skilgreinir ásetu og útskýrir hvers vegna ásetu gallar eru og hvað hver og einn þarf að gera í sínum líkama til þess að laga eða bæta ásetu og stjórnun. Gerðar verða æfingar sem þátttakendur geta tekið með sér heim og æft.  Æfingarnar hjálpa einnig til við verki í líkama, minnka þá eða að þeir hverfa með öllu.

Það á ekki að mæta með hest og þar sem við erum sjálf að gera æfingarnar er gott að taka með handklæði eða dýnu.

Hestamannafélagið býður upp á léttar veitingar eftir tímann.

Skráning á smari@smari.is - Skráningu líkur 3.mars

Allir velkomnir https://static.xx.fbcdn.net/images/emoji.php/v9/t4c/1/16/1f642.png

 

Flettingar í dag: 172
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 1738
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 2017037
Samtals gestir: 290028
Tölur uppfærðar: 19.10.2019 07:50:55