20.02.2019 21:02

Æska Suðurlands

Fyrsta mót Æsku Suðurlands verður haldið í reiðhöllinni á Flúðum, sunnudaginn 3. mars og hefst kl 11.00 og er mótið í umsjón Smára, Loga og Trausta. 
Keppt verður í eftirfarandi greinum:

Börn – þrígangur og smali 
Unglingar – fjórgangur V2 og smali 
Ungmenni – fjórgangur V1 og smali

Boðið er upp á æfingartíma í smalanum á föstudaginn 1. mars frá kl 17.00 og einnig á sunnudagsmorgun frá kl 8.00 – 10.45 í reiðhöllinni á Flúðum.

Einnig er boðið upp á æfingartima fyrir krakkarna í Smára, Loga og Trausta í þrígang og fjórgang undir leiðsögn frá Önnu Kristín reiðkennara miðvikudaginn 27.feb frá kl 18.30. Ef áhugi er á að nýta sér það endilega sendið tölvupóst á smarakrakkar@gmail.com svo við getum raðað í hópa.

Skráning fyrir þrígang og fjórgang verður í sportfeng. Þrígangur er skráð sem T3. Skráningar í smalanum verður á smarakrakkar@gmail.com og skráningargjald lagt inn á 325-26-39003 kt 431088-1509 og þarf að senda kvittun sem staðfestingu á sama netfang. Opnum fyrir skráningar á mánudaginn 25/2 og skráningarfrest er til fimmtudaginn 28/2 kl 20.00.

Flettingar í dag: 332
Gestir í dag: 111
Flettingar í gær: 319
Gestir í gær: 98
Samtals flettingar: 2067961
Samtals gestir: 298210
Tölur uppfærðar: 28.1.2020 19:13:19