03.04.2019 21:07

Þriðja og síðasta vetrarmót Smára

Þriðja og síðasta vetrarmót Smára verður haldið 6.apríl næstkomandi. Þar sem þetta er sama dagsetning og Stóðhestaveislan í Sprettshöllinni ætlum við að hafa skráningu klukkan 11 og hefja mótið klukkan 12 líkt og síðast.
Mótið er með hefðbundnu sniði nema að núna er ungrhossaflokkurinn okkar góði líka !. Hross 4, 5 og 6 vetra eru leyfð í þann flokk og þarf hrossið að vera skráð á félagsmann Smára til þess að fá að taka þátt.
Gestir eru velkomnir en þeir greiða 500 kr meira í skráningargjald.
Flokkar eru eftirfarandi:
Pollaflokkur = frítt (Þeir byrja hálf 12 ef mæting verður)
Barnaflokkur = 1500kr
Unglingaflokkur = 1500kr
Ungmennaflokkur = 1500kr
Áhugamannaflokkur = 2000kr
Opin flokkur = 2000kr
Ungrhossaflokkur = 1500kr
Hlökkum til að sjá sem flesta laugardaginn 6 apríl næstkomandi

Flettingar í dag: 27
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 195
Gestir í gær: 93
Samtals flettingar: 2082987
Samtals gestir: 302401
Tölur uppfærðar: 29.3.2020 04:53:46