09.11.2019 20:12

Fyrirlestur

 

 


 

HESTANUDD OG HEILSA 

FYRIRLESTUR

 

Fyrirlestur verður haldin í reiðhöllinni á Flúðum mánudagskvöldið 18. nóvember klukkan hálf átta.

Auður G. Sigurðardóttir hestanuddari heldur fyrirlesturinn.

Farið verður í hvað felst í reglulegri ástandsskoðun á hestinum og hvernig við sem

hestaeigandur/þjálfarar getum tileinkað okkur kunnáttu til að uppgötva og bregðast við áður en

vandamálin verða stærri og illviðráðanlegri. Farið verður einnig í hver eru helstu vandamálin

sem upp koma og hvernig hægt er að bregðast við þeim.

EFNI FYRIRLESTRAR ER M.A. :

  • Kostir þess að gera ástandsskoðun á hestunum okkar og hvernig við framkvæmum hana
  • Hver eru helstu vandamálin sem ég rekst á, einkennin og hvað hægt er að gera til að fyrirbyggja
  • Hvað það er sem við viljum forðast
  • Nokkrar góðar æfingar 

Fyrirlesturinn er bæði bóklegur og svo verður stutt sýnikennsla.

Verð er 1500 kr fyrir Smárafélaga og 2500 kr fyrir aðra ,frítt fyrir 14 ára og yngri. Kaffi og veglegar veitingar verða í boði fyrir gesti. Engin posi á staðnum.

Vonum að sjá sem flesta Smárafélaga og aðra hestamenn, allir velkomnir.

Kveðja stjórn Smára

 

Flettingar í dag: 27
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 195
Gestir í gær: 93
Samtals flettingar: 2082987
Samtals gestir: 302401
Tölur uppfærðar: 29.3.2020 04:53:46