29.11.2019 12:13

Kæru félagar

Nú er veturinn komin til okkar eftir gott sumar og haust, þá förum við að undirbúa komandi vetur í starfi félagsins. Stjórn og nefndir hafa fundað og erum við komin með nokkuð góða dagskrá fyrir veturinn. Uppsveitadeildin mun vera á sínum stað, vetrarmótin, bingó, námskeið bæði fyrir börn og unglinga, námskeið fyrir fullorðna, undirbúnigur fyrir úrtöku LM, Páskatölt, Firmakeppni, fyrirlestrar og sýnikennslu. Ef það er eitthvað sem ykkur finnst vanta eða hafið góða hugmynd af  endilega hafið samband við stjórnina. Við munum auglýsa viðburðina á facebook félagsins og heimasíðu, eignig er hægt að sjá á heimasíðu reiðhallarinnar reidhollin.is og fara í dagatal til að sjá viðburði hallarinnar. Við minnum á að smárakrakkar eru líka á facebook undir smárakrakkar hestamannafélagið Smári.

Við héldum glæsilegt opið Landstólpagæðingamót með Trausta í sumar, þar var Landstólpi styrktaraðili mótsins. En þetta er þriðja árið í röð sem við höldum þetta mót í þessu formi, Landstólpi hefur verið styrktaraðili mótsins öll þessi þrjú ár. Við þökkum þeim fyrir stuðningin og þeirra framlag til hestamennsku í uppsveitunum. Mótið hefur fengið mjög góðar viðtökur og þáttakan virkilega góð, við getum verið stolt af þessi glæsilega móti okkar. En svona stórt mót er ekki hægt að halda nema með mikilli vinnu og sjálboðastarfi, við þökkum öllum þeim sem hjálpuðu okkur að halda mótið kærlega fyrir.

Reiðvegirnir fjölga jafnt og þétt hjá okkur í félaginu, þetta er langhlaup með svona stórt svæði og kostnaður mikill á hvern kílómetrann.  Því er það dýrmætt þegar bændur og aðrir sjálboðaliðar taka sig saman og hefja reiðvegagerð með félaginu. Þannig er hægt að lækka kostnað heilmikið með þessari sjálboðavinnu og þökkum við öllum þeim sem tóku þátt í þessu verkefni með okkur og vonandi sjá fleirri bændur og hestamenn sig í þessu verkefni með okkur á komandi árum.

Reiðvegarskilti hafa verið sett á flesta nýja reiðvegi, hér í Hrunamannahreppi hefur Heimir Gunnarsson verið forsprakkin í því ásamt öðrum sjálboðaliðum. Við þökkum þeim fyrir þeirra vinnu og Hrunamannahreppi fyrir skiltin.

Á síðasta aðalfundi Smára var samþykkt að hækka félagsgjöldin um 2000 kr , þau færi þá úr 6000 kr í 8000 kr ársgjaldið. Fara þessar 2000 kr beint til Reiðhallarinnar en í staðin fá félagsmenn aðgang að reiðhöllinni. Reiðhöllin er eign okkar sem við verðum að passa vel uppá og er hún dýrmædd fyrir félgið. En hún hefur verið lyftistöng fyrir allt starf síðan hún var reyst og er hún að nýtast vel til allskonar starfa og viðburða. Það verður þannig að þegar félagi hefur greitt sitt félagsgjald sendir hann póst til reiðhallarinar og fær aðgang að reiðhöllinni. Ferlið gæti tekið nokkra daga, félagsgjöldin verða send út í desember. Viljum við líka kvetja hestamenn að vera í félaginu eða ganga í það, því fleirri sem við erum því öflugri erum við. Miða við mörg önnur félög er okkar ársgjald mjög sanngjarnt.

Formannafundur var haldin í Reykjavík 1.nóvember, sendi Smári tvo fulltrúa á fundinn. Var mikill áheyrsla lögð á nýliðun í hestamennsku, mikilvægi þess að hestamenn væru í hestamannafélagi, reiðvegamál og að hestamannafélögin hjálpast að við uppbyggingu alls starfs í hestamennsku í landinu og þá framtíðarsýn sem við viljum hafa saman. Það er nauðsinlegt að við skiptumst ámeð hugmyndir og úrvinslur, erum ekki öll í okkar horni að reyna að finnu upp hjólið. Eiríkur Vilhelm Sigurðsson hélt kynningu á Landsmóti hestamanna sem verður haldið á Hellu 2020, undirbúningur gengur vel og hvetjum við okkar félagsmenn að mæta á Landsmót 2020. Upplýsingar um LM er að finna á landsmot.is . Einnig er gaman að fylgjast með á vef Landssambandi Hestamannafélaga ihhestar.is  þar er að finna margar góðar upplýsingar.  LH er að vinna mikið og gott starf fyrir okkur hestamenn í landinu og margt spennandi framundan.

Við hlökkum til að starfa með ykkur í vetur og við vonum að þið verðið dugleg að mæta á viðburði félagsins í vetur.

Kær kveðja

Hulda Hrönn Stefánsdóttir formaður

Rósa Birna Þorvaldsdóttir varaformaður

Elín Moqvist gjalkeri

Ragnheiður Hallgrímsdóttir ritari

Jón Willam Bjarkarson meðstjórnandi

Flettingar í dag: 78
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 195
Gestir í gær: 93
Samtals flettingar: 2083038
Samtals gestir: 302402
Tölur uppfærðar: 29.3.2020 06:33:22