Færslur: 2009 Febrúar

28.02.2009 12:54

Punktamót

Vil minna á fyrsta punktamót vetrarins sem verður á morgun  1. mars kl. 14.00


Keppt verður í barna, unglinga, ungmenna, fullorðins og unghrossaflokki(hross fædd 2004 og 2005)

Þáttökugjald verður í alla flokka nema barnaflokkinn og mun það vera 500 kr á skráningu sem greiðist á staðnum.

Skráning verður á staðnum svona upp úr kl 13.00 en fyrir þá sem eru ákveðnir í að vera með og langar að flýta fyrir sér og koma í veg fyrir óþarfa stress á mótsstað getið þið sent skráninguna ykkar á netfangið smari@smari.is

Fram þarf að koma nafn knapa, nafn hests, aldur og litur og í hvaða flokk viðkomandi ætlar að taka þátt í.


Vonumst til að sjá sem flesta!

24.02.2009 15:17

Fræðslukvöld

Hinn kunni tamningameistari og reiðkennari Eyjólfur Ísólfsson heldur fyrirlestur undir yfirskriftinni "Hesturinn og reiðmennskan" í Réttinni Úthlíð fimmtudagskvöldið 26 febrúar kl. 20.00.

Við hvetjum allt áhugafólk um íslenska hestinn að mæta og hlýða á áhugavert erindi.

Það eru hestamannafélögin Logi og Smári sem standa að samkomunni.

Aðgangseyrir er 1000 kr.

Í tilefni af 50 ára afmæli Loga þann 22. febrúar verða léttar kaffiveitingar í boði félagsins.

Stjórnir Loga og Smára

20.02.2009 10:49

Kynning á Æskulýðsstarfi

Fræðslufundur og kynning á dagskrá vetrarins

Næstkomandi mánudag, 23.febrúar verður fræðslu- og skemmtikvöld í matsal Flúðaskóla kl. 20:00

Þar ætlar Guðrún Magnúsdóttir reiðkennari að vera með fræðslu um ýmislegt er varðar hesta og hestamennsku.

Á eftir verða leikir.

Foreldrar, verið óhræddir að koma með J

Æskulýðsnefnd Smára

16.02.2009 21:54

Fyrsta punktamót vetrarins

Ákveðið hefur verið að fresta 1.punktamótinu sem halda átti 21. febrúar næstkomandi.

Það verður haldið  sunnudaginn 1. mars kl 14.00

Keppt verður í barna, unglinga, ungmenna, fullorðins og unghrossaflokki(hross fædd 2004 og 2005)

Þáttökugjald verður í alla flokka nema barnaflokkinn og mun það vera 500 kr á skráningu sem greiðist á staðnum.

Skráning verður á staðnum en fyrir þá sem eru ákveðnir í að vera með og langar að flýta fyrir sér og koma í veg fyrir óþarfa stress á mótsstað getið þið sent skráninguna ykkar á netfangið smari@smari.is

Fram þarf að koma nafn knapa, nafn hests, aldur og litur og í hvaða flokk viðkomandi ætlar að taka þátt í.

Að öllum líkindum verður þetta fyrsta mót haldið inni í Reiðhöllinni og verður gaman að sjá hvernig það kemur út.

Að sjálfsögðu vonumst við til að sjá sem flesta koma og spreyta sig og gera sér glaðan dag með öðrum Smárafélögum.

Fyrir hönd mótanefndar, Bára Másdóttir16.02.2009 21:35

Heimasíðan

Eins og glöggir lesendur þessarar síðu hafa tekið eftir hefur hún tekið smá útlitsbreytingum. Þetta er allt í vinnslu og vonandi bara til bóta.
Við höfum tekið upp auðveldara umhverfi sem þó ætti ekki að hafa nokkur áhrif á innihald síðunnar né lesendur hennar.

Stefnt er að því að gera síðuna enn virkari en hún hefur verið og að hérna geta félagsmenn og aðrir lesendur fundið allt hvað er að gerast hjá félaginu og upplýsingar un stöðu mála.
Þetta breytta samskiptaform gerir fólki einnig kleift að tjá sig um einstaka mál og fréttir sem varpað verður fram hér, undir hverri færslu eða frétt er linkur sem heitir skrifa álit og er um að gera að senda inn sína skoðun um það sem fréttin hefur að geyma eða bara hvað sem er.
Einnig væri gaman að sjá hverjir heimsækja síðuna og geta gestir síðunnar skrifað í gestabókina sem finna má hérna vinstra megin á forsíðunni.

Einnig ef þið viljið koma skoðunum ykkar á framfæri eða lumið á góðri frétt eða jafnvel bara brandara er hægt að senda línu á netfangið smari@smari.is

Hér til hliðar hef ég einnig sett inn nokkar linka á heimasíður félagsmanna og hestamannafélaganna í kringum okkur, gaman væri að þið sem eruð með heimasíður eða bara hinir sem vita um félagsmenn sem halda heimasíður eða einhverjar fróðlegar eða sniðugar síður að senda slóðina svo hægt sé að setja hann hérna á síðuna, þannig getið þið félagsmenn fylgst með því sem er að gera í kringum ykkur emoticon

16.02.2009 21:07

Frá Aðalfundi

Aðalfundur félagsins var haldinn í Árnesi fimmtudaginn 29 janúar síðastliðinn.
Ekki er hægt að segja að fundurinn hafi verið fjölmennur en góðmennt var þó að vanda og úr varð hinn ágætasti fundur.
Venjuleg aðalfundarstörf einkenndu fundinn, reikningar voru lagðir fram og samþykktir samhljóða sem og skýrsla formanns.
Reiðhallarmál voru rædd og peningamál samhliða því og tekin var púlsinn á stöðu mála á byggingu hallarinnar.

Ræktunarbikarinn var afhentur fyrir hæsta kynbótahross í eigu félagsmann og að þessu sinni var það Magnús Trausti Svavarsson á Blesastöðum sem hlaut hann fyrir Möller frá Blesastöðum 1A.
Árni Svavarsson tók við bikarnum fyrir hönd Magnúsar.

Sveinsmerki Smára var afhent þeim er þótti sýna hvað prúðmannlegustu framkomu og snyrtilega reiðmennsku á Gæðingamóti Smára 2008. Sveinsmerkið að þessu sinni hlaut Guðmann Unnsteinsson frá Langholtskoti.

Veitt voru viðurkenningarskjöl eigendum þeirra hrossa er efst stóðu í A og B flokk á Gæðingamóti Smára.
  • A flokkinn sigraði Snjöll frá Skollagróf í eigu þeirra Sigurðar og Fjólu í SKollagróf
  • B flokkinn sigraði Prins frá Ytri Bægisá II og eigandi hans er Hermann Þór Karlsson á Efri Brúnavöllum II.
Kjósa þurfti um 3 aðalmenn í stjórn, þá Helga Kjartansson, Guðmann Unnsteinsson og Ingvar Hjálmarsson. Þeir buðu sig allir fram aftur og var því fagnað með lófataki.

Kosið var um 3 einstaklinga sem sitja skulu í varastjórn félagsins og að þessu sinni hlutu flest atkvæði Kolbrún Kristjánsdóttir, Birna Káradóttir og Ragnheiður Másdóttir.

Kosið var um 2 skoðunarmenn reikninga og flest atkvæði hlutu Árni Svavarsson og Þorgeir Vigfússon.
Varamenn í þessu embætti eru að þessu sinni Haraldur Sveinsson og Haukur Haraldsson.

Fram var lögð nefndarskipan 2009 af hálfu stjórnar og hana má finna hér til hliðar undir liðnum nefndir.
Að gefnu tilefni skal taka fram að þetta er eingöngu tillaga lögð fram af stjórn félagsins. Engum er skylt að starfa hafi hann ekki áhuga eða sjái sér ekki fært að taka þátt í störfum viðkomandi nefndar. Ef svo er er upplagt að viðkomandi snúi sér til einhvers stjórnarmanns og segji sig frá starfinu, einnig er hægt að senda tölvupóst á stjórnina eða á netfangið smari@smari.is, best væri að gera það sem fyrst svo hægt sé að fá staðgengil inn í viðkomandi nefnd.

Myndavél var á lofti á aðalfundinum og er það von að þær myndir sem teknar voru þar muni birtast hérna á heimasíðunni von bráðar.
  • 1
Flettingar í dag: 109
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 195
Gestir í gær: 93
Samtals flettingar: 2083069
Samtals gestir: 302406
Tölur uppfærðar: 29.3.2020 08:21:25