Færslur: 2009 Mars

22.03.2009 20:45

Annað punktamót og staðan í stigakeppninni

Var haldið laugardaginn 21. mars. Þátttaka var mjög góð, tæplega 40 skráningar. Gaman er að sjá hve margir leggja leið sína í Torfdalinn hvort sem er til að taka þátt eða fylgjast með. Hestakostur var góður og mjög gaman að sjá framfarir hrossanna frá því á síðasta móti. Þess má til gamans geta að efsti hestur í unghrossaflokki og fullorðinsflokki voru báðir undan Hrafnssyninum Forseta frá Vorsabæ II.

Veitingasala var í reiðhöllinni til styrktar æskulýðsnefndar. Gekk það mjög vel og þar gátu gestir og keppendur fengið sér kaffi og köku, rædd málin og farið yfir úrslitin.

Nú er aðeins eitt vetrarmót eftir og verður það haldið 18 apríl næstkomandi. Sviptingar voru í sætaröðun og því er óhætt að segja að stigasöfnun verður spennandi því vonumst við til að sjá sem flesta mæta og reyna að næla sér í stig.

 

Úrslit voru eftirfarandi :

 

Pollaflokkur

 

Birgit Snorradóttir og Maístjarna frá Syðra Langholti, 10v grá

 

Barnaflokkur

 

 1. Hrafnhildur Magnúsdóttir og Freydís frá Blesastöðum, 12v. rauðblesótt
 2. Björgvin Ólafsson og Skuggi frá Hrepphólum, 16v. brúnn
 3. Gylfi Dagur Leifsson og Sæla frá Barkarstöðum, 7v. móbrún
 4. Guðjón Hrafn Sigurðsson og Grettir frá Hólmi, 17v. brúnn
 5. Kjartan Helgason og Þokki frá Hvammi, 8v. jarpur

 

Unglingaflokkur

 

 1. Karen Hauksdóttir og Gára frá Blesastöðum, 7v. grá
 2. Sigurbjörg Bára Björnsdóttir og Evita frá Vorsabæ II, 6v. brún
 3. Guðmunda Ellen Sigurðardóttir og Flauta frá Hala, 7v. rauðstjörnótt
 4. Gunnlaugur Bjarnason og Arnar frá Blesastöðum, 5v. brúnn
 5. Katrín Ólafsdóttir og Gígja frá Hrepphólum, 6v. brúnnösótt
 6. Guðjón Örn Sigurðsson og Víga Skjóni frá Flögu, 10v. rauðskjóttur

 

Ungmennaflokkur

 

 1. Matthildur María Guðmundsdóttir og Djarfur frá Ytri Bægisá II, 9v. brúnn

 

Fullorðnir

 

 1. Björn Jónsson og Árvakur frá VorsabæII, 6v. rauðblesóttur
 2. Gústaf Loftsson og Vífill frá Dalsmynni, 13v. móálóttur
 3. Unnsteinn Hermannsson og Prins frá Langholtskoti, 6v. jarpur
 4. Sigmundur Jóhannesson og Frakki frá Syðra Langholti, 8v. móálóttur
 5. Grímur Sigurðsson og Krákur frá Skjálg, 7v. brúnn
 6. Einar Logi Sigurgeirsson og Stjarna frá Kálfsstöðum, 6v. brúnstjörnótt
 7. Guðmann Unnsteinsson og Prinsessa frá Langholtskoti, 7v. brún
 8. Kristbjörg Kristinsdóttir og Halla frá Vatnsleysu, 8v. grá
 9. Jóhanna Ingólfsdóttir og Runni frá Hrafnkelsstöðum, 6v. rauður
 10. Rosemarie Þorleifsdóttir og Jarl frá Vestra Geldingaholti, 7v. brúnn

 

 

Unghross (fædd 2004 og 2005)

 

 1. Gústaf Lofsson og Úlfur frá Jaðri, fæddur 2004, bleikálóttur
 2. Guðmann Unnsteinsson og Breki frá Reykjadal, fæddur 2005, brúnn
 3. Einar Logi Sigurgeirsson og Gjöf frá Kýrholti, fædd 2004, brún
 4. Kristbjörg Kristinsdóttir og Dís frá Jaðri, fædd 2004, jarpskjótt Fjölmargir áhorfendur fylgdust með keppninni

Nokkrar myndir frá mannlífinu og efstu hestum í hverjum flokki má nú finna í myndaalbúm hér til hliðar eða með því að smella hér

Og svona er staðan í stigakeppninni eftir tvö mót

 

Barnaflokkur

 

1. Hrafhildur Magnúsdóttir og Freydís frá Blesastöðum                                 20 stig

2. Björgvin Ólafsson og Skuggi frá Hrepphólum                                           18 stig

3. Guðjón Hrafn Sigurðsson og Grettir frá Hólmi                                          15 stig

4. Kjartan Helgason og Þokki frá Hvammi                                                   13 stig

5. Gylfi Dagur Leifsson og Sæla frá Barkarstöðum                                        8 stig

6. Sólveig Arna Einarsdóttir og Rúbín frá Skarði                                            6 stig

 

Unglingaflokkur

 

1. Karen Hauksdóttir og Gára frá Blesastöðum                                             20 stig

2. Sigurbjörg Bára Björnsdóttir og Evita frá Vorsabæ II                                  17 stig

3. Gunnlaugur Bjarnason og Arnar frá Blesastöðum                                      16 stig

4. Katrín Ólafsdóttir og Gígja frá Hrepphólum                                                13 stig

5. Guðjón Örn Sigurðsson og Víga Skjóni frá Flögu                                       11 stig

6. Guðmunda Ellen Sigurðardóttir og Flauta frá Hala                                       8 stig

7. Hugrún Hjálmsdóttir og Ormur frá Borgarási                                               5 stig

8. Ingibjörg Sæunn Jónsdóttir og Fursti frá Skeiðháholti                                  4 stig

 

Ungmennaflokkur

 

1. Matthildur María Guðmundsdóttir og Djarfur frá Ytri Bægisá II                 19 stig

2. Hólmfríður Kristjánsdóttir og Þokki frá Þjóðólfshaga                               10 stig

 

Fullorðnir

 

1-2. Gústaf Loftsson og Vífill frá Dalsmynni                                                            18 stig

1-2. Unnsteinn Hermannsson og Prins frá Langholtskoti                                          18 stig

3. Sigmundur Jóhannesson og Frakki frá Syðra Langholti                                        15 stig

4. Einar Logi Sigurgeirsson og Stjarna frá Kálfsstöðum                                            11 stig

5. Björn Jónsson og Árvakur frá Vorsabæ II                                                            10 stig

6. Grímur Sigurðsson og Krákur frá Skjálg                                                               9 stig

7. Unnar Steinn Guðmundsson og Clinton frá Reykhól                                              7 stig

8. Jón Vilmundarson og Hrói frá Skeiðháholti                                                           5 stig

9-10. Guðmann Unnsteinsson og Prinsessa frá Lnagholtskoti                                   4 stig

9-10. Björn Jónsson og Segull frá Hátúni                                                                4 stig

 

 

 

Unghross

 

1. Einar Logi Sigurgeirsson og Gjöf frá Kýrholti                                                     16 stig

2-3. Gústaf Loftsson og Úlfur frá Jaðri                                                                  10 stig

2-3. Gústaf Loftsson og Framtíð frá Vestur Meðalholtum                                       10 stig

4-5. Elsa Ingjaldsdóttir og Björk frá Syðra Langholti                                               9 stig

4-5. Guðmann Unnsteinsson og Breki frá Reykjadal                                              9 stig

6-7. Guðmann Unnsteinsson og Neisti frá Langholtskoti                                        7 stig

6-7. Kristbjörg Kristinsdóttir og Dís frá Jaðri                                                         7 stig

8. Jóhanna Ingólfsdóttir og Sitra frá Hrafnkelsstöðum                                            6 stig

9. Sigurður H. Jónsson og Gola frá Skollagróf                                                      5 stig

10. Gestur Þórðarson og Dís frá Kálfhóli                                                             4 stig


19.03.2009 12:38

Annað vetrarmót

Minnum á annað vetrarmót Smára sem fram fer núna á laugardaginn 21. mars kl 14.00

Keppt verður í     pollaflokki - 9 ára og yngri
                            barnaflokki - 10-13 ára
                            unglingaflokki - 14-17 ára
                            ungmennaflokki 18-21 árs
                            fullorðinsflokki
                            unghrossaflokki

Skráningargjald er í alla flokka nema pollaflokk og barnaflokk, 500 kr á skráningu sem greiðist á staðnum.

Skráning er á staðnum og hefst um eittleytið.

Kaffisala í Reiðhöllinni.

Hvetjum sem flesta til að koma og vera með eða bara koma og horfa á og hitta fólkið!

Vonumst til að sjá sem flesta

12.03.2009 13:12

Æskan og Hesturinn

Æskan og hesturinn

Farið verður á sýninguna "Æskan og hesturinn"  á laugardaginn 14.mars 2009

Sýningin hefst kl. 13:00 og gott er að hafa með sér nesti til að borða áður en sýningin hefst. Eftir sýninguna verður farið á pizzastað áður en lagt verður af stað heim.

Rúta leggur af stað frá Flúðaskóla kl. 10:30 og komið til baka ca. 18:00- 18:30. Hægt er að koma í rútuna á Sandlækjarholti og í Brautarholti. Rútan tekur 45 í sæti og félagar í Smára ganga fyrir. Munið að vera hlýlega klædd.

Kostnaður er 2.000.- og skráning þarf að hafa farið fram fyrir kl.18:00 á föstudaginn, 13.mars hjá Kolbrúnu í síma 6995178

Hlökkum til að sjá ykkur

Vafrinn styður e.t.v. ekki birtingu þessarar myndar.
    kveðja, æskulýðsnefnd Smára

11.03.2009 21:07

Vígsla Reiðhallar og punktamót

Nú stendur til að vígja Reiðhöllina á Flúðum.
Að vígslunni vinnur nú góður hópur fólks frá Smára og Loga.
Fyrirhuguð dagsetning er sunnudagurinn 19. apríl næstkomandi kl. 14.00
Dagskrá verður auglýst nánar síðar.


Einnig minnum við á annað vetrarmót Smára. Það verður haldið laugardaginn 21. mars kl. 14.00
Keppt verður í pollaflokki, barnaflokki, unglingaflokkki, ungmennaflokki, fullorðisflokki og unghrossaflokki(hross fædd 2004 og 2005).
Þátttökugjald verður í alla flokka nema pollaflokk og barnaflokk, 500 kr sem greiðist við skráningu.
Auglýst aftur síðar.

Ítreka einnig að ef þið haldið úti heimasíður eða vitið af heimasíðum sem félagsmenn halda úti, endilega sendið okkur slóðina á smari@smari.is svo við getum sett síðuna sem link hér á síðuna okkar. Líka ef þið lumið á frétt eða eitthvað sem þið viljið koma á framfæri, ekki hika við að hafa samband.08.03.2009 16:29

Frábær viðurkenning

Eins og mörgum er nú kunnugt hlaut Hestamannfélagið Smári unglingabikar HSK fyrir árið 2009 og tók formaður félagsins, Guðni Árnason við þessari frábæru viðurkenningu á Héraðsþingi HSK sem fram fór 28 febrúar síðastliðinn.
Æskulýðsstarf hjá Smára hefur verið öflugt um árabil og er búið að vera einkar glæsilegt undanfarin ár. Mikill áhugi er hjá ungum knöpum sem eru að koma nýjir inn sem og hjá þeim eldri í að taka þátt í starfinu og hafa gaman af.
Krakkarnir hafa verið mjög virkir þátttakendur í þeim uppákomum sem haldnar eru innan félagsins og sem dæmi um þetta starf má t.d. nefna að farið hefur verið í helgarferð á hverjum vetri með krakkana og þá er með í för reiðkennari sem leiðbeinir þeim.
Haldnir eru reiðtygjadagar þar sem farið er yfir umhirðu reiðtygja og krakkarnir koma með hnakk og beisli að heiman og þrífa og bera á.

Fræðslukvöld eru haldin fyrir þennan aldurshóp og hafa þau verið vel sótt.
Félagið hefur stutt við bakið á börnum og unglingum sem keppa á landsmóti fyrir hönd félagsins og gaman er að fylgjast með góðum árangri þessarra einstaklinga.

Árlega er farið á æskulýðssýninguna Æskan og Hesturinn og hefur verið gríðargóð þátttaka í þeim ferðum.
Í vetur var svo byrjað að bjóða börnum og unglingum upp á kennslu í hestamennsku í skólunum og verður gaman að sjá hvernig það verkefni þróast.
Þessi viðurkenning er afrakstur frábærs æskulýðsstarfs sem vonandi heldur áfram að blómstra um ókomin ár og getum við verið mjög stolt af þessum frábæra árangri.01.03.2009 21:04

Fyrsta punktamót vetrarins

Var haldið á nýja vellinum sem er í uppbyggingu í Torfdalnum á Flúðum á afmælisdegi félagsins,  1. mars. Mikil uppbygging er á svæði hestamannafélagsins og þarna verður komin fyrirmyndar aðstaða til mótahalda áður en langt verður um litið.

Frábær þátttaka var á mótinu og lék veðrið við keppendur sem og gesti. Yfir 50 skráningar voru og er það sennilega metþátttaka, allavega með mesta móti.

Hestakostur var á heildina litið mjög góður, jafnir og góðir hestar sem erfitt var að gera upp á milli og mörg álitleg og efnileg tryppi í unghrossaflokki sem gaman verður að fylgjast með.

Mikill fjöldi áhorfenda var á svæðinu, höllin var opin svo fólk gat virt fyrir sér framkvæmdir og stöðu mála þar. Framhaldið er bjart ef þáttaka á mótum vetrarins verður í líkingu við í dag og ljóst er að mikill uppgangur er í hestamennsku meðal Smárafélaga. Myndavélar voru á lofti í og myndir má finna með að fara inn í myndaalbúm hér vinstra megin á síðunni eða smella hér


Úrslit voru eftirfarandi


Barnaflokkur

 

 1. Hrafnhildur Magnúsdóttir og Freydís frá Blesastöðum, 12 v. rauðblesótt
 2. Björgvin Ólafsson og Skuggi frá Hrepphólum, 17 v. brúnn
 3. Guðjón Hrafn Sigurðsson og Grettir frá Hólmi, 17 v. grár
 4. Kjartan Helgason og Þokki frá Hvammi, 8 v. jarpur
 5. Sólveig Arna Einarsdóttir og Rúbín frá Skarði, 10 v. bleikskjóttur

 

Unglingaflokkur

 

 1. Karen Hauksdóttir og Gára frá Blesastöðum, 7 v. grá
 2. Gunnlaugur Bjarnason og Arnar frá Blesastöðum, 5 v. brúnn
 3. Sigurbjörg Bára Björnsdóttir og Evita frá Vorsabæ II, 6 v. brún
 4. Katrín Ólafsdóttir og Gígja frá Hrepphólum, 6 v. brúnnösótt
 5. Guðjón Örn Sigurðsson og Víga Skjóni frá Flögu, 10 v. rauðskjóttur

 

Ungmennaflokkur

 

 1. Hólmfríður Kristjánsdóttir og Þokki frá Þjóðólfshaga, 8 v. brúnn
 2. Matthildur María Guðmundsdóttir og Djarfur frá Ytri Bægisá II, 9 v. brúnn

 

Fullorðinsflokkur

 

 1. Unnsteinn Hermannsson og Prins frá Langholtskoti, 6 v. jarpur
 2. Gústaf Loftsson og Vífill frá Dalsmynni, 13 v. móálóttur
 3. Sigmundur Jóhannesson og Frakki frá Syðra Langholti, 8 v. móálóttur
 4. Unnar Steinn Guðmundsson og Clinton frá Reykhól, 6 v. móálóttur
 5. Einar Logi Sigurgeirsson og Stjarna frá Kálfsstöðum, 6 v. brúnstjörnótt
 6. Jón Vilmundarson og Hrói frá Skeiðháholti, 13 v. bleikálóttur
 7. Björn Jónsson og Segull frá Hátúni, 5 v. brúnlitföróttur tvístjörnóttur
 8. Grímur Sigurðsson og Krákur frá Skjálg, 7v. brúnn
 9. Kristbjörg Kristinsdóttir og Lukka frá Jaðri, 7 v. bleik
 10. Guðmann Unnsteinsson og Þruma frá Langholtskoti, 5 v. rauð

 

Unghross fædd 2004 og 2005

 

 1. Gústaf Loftsson og Framtíð frá Vestur Meðalholtum, fædd 2004, brún
 2. Elsa Ingjaldsdóttir og Björk frá Syðra Langholti, fædd 2004, rauðstjörnótt
 3. Einar Logi Sigurgeirsson og Gjöf frá Kýrholti, fædd 2004, brún
 4. Guðmann Unnsteinsson og Neisti frá Langholtskoti, fæddur 2004, bleikálóttur
 5. Jóhanna Ingólfsdóttir og Sitra frá Hrafnkelsstöðum, fædd 2004, jarptvístjörnótt
 6. Sigurður H. Jónsson og Gola frá Skollagróf, fædd 2004, jarpstjörnótt
 7. Gestur Þórðarson og Dís frá Kálfhóli, fædd 2004, brúnskjótt
 • 1
Flettingar í dag: 43
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 195
Gestir í gær: 93
Samtals flettingar: 2083003
Samtals gestir: 302401
Tölur uppfærðar: 29.3.2020 05:25:54