Færslur: 2009 Apríl

28.04.2009 22:39

Firmakeppni

Firmakeppni Smára verður haldinn næstkomandi föstudag, 1. maí eins og venja er.

Dagskrá verður með hefðbundnu sniði og hefst hún stundvíslega klukkan 14.00

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:

Pollaflokki
Barnaflokki
Unglingaflokki
150 m skeiði
Kvennaflokki
Karlaflokki
Heldri Manna og Kvenna flokki

Skráning verður á staðnum og hefst hún klukkan 13.00 og lýkur klukkan 13.50.

Hægt er að skrá á netfangið smari@smari.is og þurfa skráningar að berast fyrir miðnætti 30 apríl eða kvöldið áður. Í skráningu þarf að koma fram nafn knapa, hestur, litur, aldur og í hvaða flokki parið hyggst keppa.

Vonumst að sjálfsögðu til að sjá sem flesta koma og gera sér glaðan dag á einum stærsta viðburði í starfi hestamannafélagsins.


Hér má sjá sigurvegara síðasta árs í karlaflokki, Hermann Þór Karlsson og Prins frá Ytri Bægisá II, ekki er gott að segja hvort þeir félagar mæti aftur og verji titilinn, það verður spennandi að fylgjast með því.

(Mynd fengin að láni á www.efri-brunavellir.is)Birti auk þess hér til gamans reglur firmakeppninnar fyrir þá sem vilja rifja þær upp 

 

        Firmakeppni Smára


 Dæma skal fegurð í reið og heildarmynd parsins er riðið er á hægum hraða og frjálsum hraða . Tölt og brokk vega jafnt á hægum hraða og skeið bætist við á frjálsum hraða .

Keppt er í pollaflokki 9 ara og yngri, barnaflokki 10 - 13 ara, unglingaflokki 14 -17, ungmennaflokki 18-21 , kvennaflokki, karlaflokki og heldrimannaflokki 50 ára og eldri .
Miðað er við fæðingarár.

Mótstjórn er heimilt að fella niður flokk ef ekki fæst næg þátttaka.


Riðið skal allt að þremur hringjum á hægri ferð og tveir hringir frjáls ferð. Keppni skal hafin uppá vinstri hönd og er það í höndum stjórnanda að láta keppendur snúa við og bæta við ferðum óski dómarar þess. Fet skal riðið milli atriða.

Hesturinn þarf að vera í eigu félagsmanns til að komast á verðlaunapall. Ef næg þátttaka er skulu tíu hestar riða úrslit og verðlaunaðir þrír efstu . Í pollaflokki og barnaflokki skulu allir fá viðurkenningar .

Hjálmaskylda er í öllum flokkum .

26.04.2009 14:37

Vetrarmót Smára

Þriðja og jafnframt síðasta vetrarmót Smára fór fram á velli félagsins í Torfdal á Flúðum laugardaginn 25. apríl.  Þátttaka var með minna móti en veðrið lék við keppendur og áhorfendur. Staðan í samanlögðum stigum var  æsispennandi fyrir mótið og mikil spenna til loka móts.

 

Hér eru úrslit síðasta mótsins og að neðan samanlagðir sigurvegarar eftir 3 mót

 

 

Börn

 

 1. Hrafnhildur Magnúsdóttir og Freydís frá Blesastöðum, 12v. rauðblesótt
 2. Björgvin Ólafsson og Skuggi frá Hrepphólum, 16v. brúnn
 3. Guðjón Hrafn Sigurðsson og Grettir frá Hólmi, 17v. grár
 4. Helgi Valdimar Sigurðsson og Ósk frá Skollagróf, 7v. rauðglófext
 5. Viktor Máni Sigurðsson og Þýða frá Kaldbak, 11v. jarplitförótt

 

Unglingar

 

 1. Karen Hauksdóttir og Gára frá Blesastöðum, 8v. grá
 2. Sigurbjörg Bára Björnsdóttir og Evita frá Vorsabæ, 7v. brún
 3. Gunnlaugur Bjarnason og Arnar frá Blesastöðum, 5v. brúnn
 4. Katrín Ólafsdóttir og Tvistur frá Hrepphólum, 6v. rauðtvístjörnóttur
 5. Guðjón Örn Sigurðsson og Víga SKjóni frá Flögu, 11v. rauðskjóttur

 

Ungmenni

 

 1. Matthildur María Guðmundsdóttir og Styrkur frá Vorsabæ II, 6v. móbrúnn

 

Unghross

 

 1. Kristbjörg Kristinsdóttir og Ilmur frá Jaðri, 5v. móbrún stjörnótt
 2. Gústaf Loftsson og Ísafold frá Jaðri, 5v. rauðglófext
 3. Guðmann Unnsteinsson og Binna frá Gröf, 4v. móbrún
 4. Einar Logi Sigurgeirsson og Gjöf frá Kýrholti, 5v. brún

 

Fullorðnir

 

 1. Unnsteinn Hermannsson og Prins frá Langholtskoti, 7v. jarpur
 2. Einar Logi  Sigurgeirsson og Stjarna frá Kálfsstöðum, 7v. brúnstjörnótt
 3. Gústaf Loftsson og Vífill frá Dalsmynni, 14v. móálóttur
 4. Kristbjörg Kristinsdóttir og Lukka frá Jaðri, 8v. bleik
 5. Guðmann Unnsteinsson og Árborg frá Miðey, 6v. brún
 6. Unnar Steinn Guðmundsson og Clinton frá Reykhól, 6v. móálóttur
 7. Bjarni Birgisson og Stormur frá Reykholti, 10v. jarpur
 8. Ása María Ásgeirsdóttir og Náttsól frá Kaldbak, 11. jarpskjótt
 9. Hjálmar Gunnarsson og Þruma frá Langholtskoti, 6v. rauð
 10. Sigurður Sigurjónsson og Léttir frá Kotlaugum, 15v. brúnn

 

 

 

 

Samanlagðir sigurvegarar eftir 3 mót

 

Börn

 

 1. Hrafnhildur Magnúsdóttir og Freydís frá Blesastöðum, 12v. rauðblesótt
 2. Björgvin Ólafsson og Skuggi frá Hrepphólum, 16v. brúnn
 3. Guðjón Hrafn Sigurðsson og Grettir frá Hólmi, 17v. grár
 4. Kjartan Helgason og Þokki frá Hvammi, 9v. jarpur
 5. Gylfi Dagur Leifsson og Sæla frá Barkarstöðum, 9v. brún

 

 

Unglingar

 

 1. Karen Hauksdóttir og Gára frá Blesastöðum, 8v. grá
 2. Sigurbjörg Bára Björnsdóttir og Evita frá Vorsabæ, 7v. brún
 3. Gunnlaugur Bjarnason og Arnar frá Blesastöðum, 5v. brúnn
 4. Guðjón Örn Sigurðsson og Víga Skjóni frá Flögu, 11v. rauðskjóttur
 5. Katrín Ólafsdóttir og Gígja frá Hrepphólum, 7v. brúntvístjörnótt

 

Ungmenni

 

 1. Matthildur María Guðmundsdóttir og Djarfur frá Ytri Bægisá, 11v. brúnn
 2. Hólmfríður Kristjánsdóttir og Þokki frá Þjóðólfshaga, 9v. brúnn
 3. Matthildur María Guðmundsdóttir og Styrkur frá Vorsabæ, 6v. móbrúnn

 

Unghross

 

 1. Einar Logi Sigurgeirsson og Gjöf frá Kýrholt, 5v. brún
 2. Kristbjörg Kristinsdóttir og Ilmur frá Jaðri, 5v. móbrún stjörnótt
 3. Gústaf Lofsson og Úlfur frá Jaðri, 5v. bleikálóttur
 4. Elsa Ingjaldsdóttir og Björk frá Syðra Langholti, 5v. rauðstjörnótt
 5. Guðmann Unnsteinsson og Breki frá Reykjadal, 4v. brúnn

 

Fullorðnir

 

 1. Unnsteinn Hermannsson og Prins frá Langholtskoti, 7v. jarpur
 2. Gústaf Loftsson og Vífill frá Dalsmynni, 14v. móálóttur
 3. Einar Logi Sigurgeirsson og Stjarna frá Kálfsstöðum, 7v. brúnstjörnótt
 4. Sigmundur Jóhannesson og Frakki frá Syðra Langholti, 9v. móálóttur
 5. Unnar Steinn Guðmundsson og Clinton frá Reykhól, 6v. móálóttur
 6. Björn Jónsson og Árvakur frá Vorsabæ, 7v. rauðblesóttur

7-8. Kristbjörg Kristinsdóttir og Lukka frá Jaðri, 8v. bleik

7-8. Grímur Sigurðsson og Krákur frá Skjálg, 8v. brúnn

9.   Guðmann Unnsteinsson og Árborg frá Miey, 6v. brún

10. Jón Vilmundarson og Hrói frá Skeiðháholti, 13v. bleikálóttur

 

24.04.2009 23:10

Fréttir


Stórsýningin Tekið til kostanna í Skagafirði fer fram um þessa helgi. Hófst hún í morgun með dómum kynbótahrossa, fyrsta sýning ársins og verður gaman að sjá hvað kemur fram þar.

 Í kvöld og annað kvöld fara fram kvöldsýningar þar sem mörg athyglisverð atriði eru á mjög svo fjölbreyttri dagskrá. Sýningunni lýkur svo á sunnudag með sölusýningu.

Gaman er að segja frá því að Smárafélaginn Cora Claas sem stundar nám á þriðja ári við Hólaskóla verður með atriði á sýningunni í tengslum við nám sitt við skólann.

Þar mun hún til dæmis kynna Knapamerkjaspil sem er borðspil fyrir knapa sem hún ásamt Lisu Rist  bjó til sem lokaverkefni í kennslufræði.

Cora mun vera með sýnikennslu með yfirskriftinni "Að breyta lullara í gæðing" .  Einnig verður keppt í nýrri keppnisgrein sem Hólanemar hafa verið að útfæra og verður hún kynnt á kvöldsýningunni, forkeppni var haldin á Hólum í gær og þar komst Cora í úrslit með Andvarasoninn Anda frá Ósabakka sem er í eigu Jökuls Helgasonar og hefur meðal annars staðið efstur á gæðingamóti félagsins, töltkeppni og fleiri mótum.

Gaman er að fá fréttir af athafnasömum Smáramönnum og óskum við Coru velfarnaðar í sýningunni sem og námi sínu við Hólaskóla.

 Svo er aldrei að vita nema Cora haldi fyrir Smárafélaga fræðsluerindi að skólanum loknum þar sem hún kynnir fyrir okkur t.d. Knapamerkjaspilið og hvernig við forum að því að breyta lullara í gæðing, þá verðum við kannski fær í flestan sjó !


Minni svo á síðasta vetrarmót Smára sem fram fer laugardaginn 25 apríl í Torfdal á Flúðum og hefst stundvíslega kl. 14.00

Einnig má segja frá að Hrossaræktarfélag Hrunamanna stendur fyrir tryppasýningu í Reiðhöllinni í Torfdal þá um kvöldið, eða 25 apríl og hefst gamanið klukkan 20.00.

Að lokum vil ég minna á Firmakeppni hestamannafélagsins Smára sem fram fer föstudaginn 1. maí eins og vant er. Verður það auglýst nánar þegar nær dregur.20.04.2009 21:41

Þriðja og síðasta vetrarmót Smára

Næstkomandi laugardag, 25. apríl fer fram þriðja og jafnframt síðasta vetrarmót Smára.

Mótið hefst eins og vanalega klukkan 14.00

Keppt verður í pollaflokki(9 ára og yngri) barnaflokki(10-13 ára), unglingaflokki(14-17 ára), ungmennaflokki(18-21 árs), fullorðinsflokki og unghrossaflokki.

Skráningargjald er í alla flokka nema polla og barnaflokk, 500 kr hver skráning og greiðist skráningargjald á staðnum.

Skráning verður á staðnum og hefst um kl. 13.00.


Að sjálfsögðu hvetjum við alla til að mæta, hvort sem er til að horfa á eða taka þátt !!15.04.2009 11:48

Vígsla reiðhallarinnar

Ákveðið hefur verið að fresta vígslu reiðhallarinnar sem halda átti sunnudaginn 19 apríl um óákveðinn tíma.

Ný dagsetning verður auglýst þegar nær dregur.


05.04.2009 12:39

Breytt dagsetning

Ákveðið hefur verið að fresta síðasta vetrarmótinu sem halda átti 18. apríl til laugardagsins 25. apríl vegna vígslu reiðhallarinnar sem fram fer sunnudaginn 19. apríl.

Vonum að þetta hafi ekki áhrif á þáttöku, gefur knöpum aðeins lengri tíma til að þjálfa og fínpússa gæðingana :)

Sem sagt takið dagana frá, 25. apríl, síðasta vetrarmót Smára og  19. apríl, vígsla reiðhallarinnar.

Dagskrár atburðanna nánar auglýstar þegar nær dregur.
 • 1
Flettingar í dag: 44
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 375
Gestir í gær: 58
Samtals flettingar: 2084188
Samtals gestir: 302653
Tölur uppfærðar: 3.4.2020 02:06:43