Færslur: 2009 Maí

19.05.2009 21:40

Námskeið fyrir alla! -Breytt dagsetning!

Námskeið fyrir alla! 

Flest ykkar kannast við mig, ég heiti Cora Jovanna Claas, er þýsk og 27 ára gömul. Ég átti heima hjá Simma í Syðra í mörg ár og eiginlega kalla ég það ennþá mitt heimili. Ég er Tamningarmaður FT og er útskrifaður reiðkennari frá Hólum. 

Ég er að undirbúa námskeið sem verður haldið í reiðhöllinni á Flúðum og er ætlað öllum. Námskeiðið verður haldið 01.06.2009 til 05.06.2009. Ein kennslustund á dag á hestbaki og á þriðjudaginn og fimmtudaginn verður einnig bókleg kennsla.

Ég skipti ykkur niður í hópa eftir getu. Ég var að spá í að byrja á pollaflokk fyrir börn á aldrinum ca. 5-8 ára sem væri í um 30 mín, síðan að hafa krakkahópa fyrir lítið vana og meira vana (upp í ca. 12ára). Næstu hópar væru fyrir minna og meira vana unglinga(ca. 13-17ára). Síðan eftir kvöldmat verður kennsla fyrir fullorðna, s.s. minna vana eða þá sem eru að byrja aftur og annar  hópur yrði fyrir vana fullorðna. 

Mér hlakkar til að sjá og kenna ykkur. Þið getið haft samband við mig í síma 844-6967 eða sent mér póst á póstfangið jovanna@gmx.de

Ég er einnig að spá í að halda annað námskeið ef næg þátttaka fæst. 

Kær kveðja, Cora
07.05.2009 12:49

ÍþróttamótÞví miður verður íþróttamótið í ár fellt niður vegna ónógrar þáttöku.

Fyrirkomulag og framkvæmd á þessu móti þarf greinilega að skoða og fara í gegnum það afhverju ekki næst þátttaka hjá þremur félögum til að halda sameiginlegt íþróttamót. Er það tímasetningin, staðsetningin, af því það er sameiginlegt, hræðsla við of formlegt keppnisform eða hreinlega bara ekki áhugi. Hvað er hægt að gera í staðinn eða hverju þarf að breyta?

Það er mjög miður að þurfa að fella þetta niður en óhjákvæmilegt þegar skráning er langt frá því að ná í úrslit í öllum flokkum. Hugmynd er í mótanefnd er að skella á t.d. kvöldmóti þá t.d. í fjórgang eða tölti núna kannski lok maí eða byrjun júní.
Allar hugmyndir eða athugasemdir frá félagsmönnum vel þegnar. 

Þeir sem hafa áhuga á að æfa sig um helgina í höllinni eða á vellinum og fá smá tilsögn eða leiðbeiningar er bent á að hafa samband við Manna í síma 8990772 hann mun vera þar og einhver honum til aðstoðar.

03.05.2009 11:17

Íþróttamót 2009

ÍÞRÓTTAMÓT LOGA, TRAUSTA OG SMÁRA

Verður haldið í Hrísholti laugardaginn 9.maí 2009 og hefst kl. 10.00


Keppt verður í :

Tölti og fjórgangi í barna-,unglinga,-ungmenna og fullorðinsflokki
Fimmgangi í ungmenna-, og fullorðinsflokki
Gæðingaskeiði

Keppt verður í tveimur flokkum fullorðinna, minna vanir og meira vanir ef næg þátttaka næst, annars sameinaðir.
Mótsstjórn áskilur sér rétt til að fella niður flokk sé ekki næg þátttaka.
Fipo reglur gilda.

Skráning þarf að berast fyrir kl. 23.00 miðvikudagskvöldið 6.maí

Þeir sem taka á móti skráningu eru:

Guðný    s.8956507    email:   kjarnholt@centrum.is
María     s. 8999612   email:    fellskot@simnet.is
Bára      s. 8666507    email:   smari@smari.is
Björg     s. 8621626    email:    efstadal@efstadal.is

Í skráningu þarf að koma fram : Nafn, sími og kennitala knapa, IS númer og nafn hests og upp á hvora hönd skal riðið.

Skráningargjald verður:
Fyrir börn og unglinga - fyrsta skráning 2000kr. og síðan 1000 kr.
Fyrir ungmenni og fullorðna - fyrsta skráning 3000 kr. og síðan 2000 kr.

Keppni verður milli félaganna um bikar sem stigahæsta félagið fær.
Mætum sem flest og keppum fyrir félagið okkar.

                                     
02.05.2009 22:09

Úrslit Firmakeppni 2009

Firmakeppni Smára fór fram á Flúðum á verkalýðsdaginn 1. maí. Að vanda var þetta fjölmenn samkoma, ein sú stærsta sem félagið stendur fyrir. Ungir sem aldnir spreyttu sig í keppni og gaman var að sjá hve mikill fjöldi lagði leið sína ríðandi að mótsstað. Kaffiveitingar voru í reiðhöllinni og kom folk þar saman, spjallaði, hafði gaman og skoðaði nýja reiðhöll sem er risin og er samvinnuverkefni hestamannafélaganna Smára og Loga.

Hestakostur var góður og þátttaka mjög góð í öllum flokkum, skráningar voru rétt rúmlega 60 og söfnuðust tæplega 100 firmar. Þökkum við kærlega þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem styrktu þessa keppni sem og öllum þeim sem komu að undirbúningi og framkvæmd.

 

Hér koma helstu úrslit, knapar og firma sem þeir kepptu fyrir koma fyrir aftan

Nokkrar myndir má svo finna í myndaalbúmi hér til hliðar, merkt Firmakeppni 2009

 

Pollaflokkur

 

 1. Sigríður Helga Steingrímsdóttir og Silfri frá Fossi - Reiðskólinn Vestra Geldingaholti
 2. Halldór Fjalar Helgason og Bráinn frá Reykjavík - Bólfélagar
 3. Einar Ágúst Ingvarsson og Þokki frá Dalsmynni - Hitaveita Suður Skeiða

 

 

Barnaflokkur

 

 1. Guðjón Hrafn Sigurðsson og Grettir frá Hólmi - Ruslið, Tómas Þórir
 2. Hrafnhildur Magnúsdóttir og Freydís frá Blesastöðum - Háholtsbúið
 3. Hildur Guðbjörg Benediktsdóttir og Fagri Blakkur frá Syðra Langholti                           - Hrossaræktarbúið Vorsabæ II

 

Unglingaflokkur

 

 1. Gunnlaugur Bjarnason og Tvistur frá Reykholti - Hlíðarbúið
 2. Sigurbjörg Bára Björnsdóttir og Evita frá Vorsabæ II - Flúðaverktakar
 3. Guðjón Örn Sigurðsson og Víga Skjóni frá Flögu - Útlaginn

 

Ungmennaflokkur

 

 1. Hulda Sigurðardóttir og Gára frá Blesastöðum - Fjallaraf
 2. Hólmfríður Kristjánsdóttir og Þokki frá Þjóðólfshaga - Límtré Vírnet
 3. Matthildur M. Guðmundsdóttir og Styrkur frá Vorsabæ II - Kertasmiðjan

 

Kvennaflokkur

 

 1. Kristbjörg Kristinsdóttir og Lukka frá Jaðri - Reykhóll, Bergljót og Guðmundur
 2. Elsa Ingjaldsdóttir og Frakki frá Syðra Langholti - Hrunamannahreppur
 3. Ása María Ásgeirsdóttir og Náttsól frá Kaldbak - Ferðaþjónustan Syðra Langholti

 

Karlaflokkur

 

 1. Unnsteinn Hermannsson og Prins frá Langholtskoti - Íslenskt Grænmeti ehf.
 2. Magnús Magnússon og Glæsir frá Ásatúni - Hænsnahöllin Húsatóftum
 3. Gústaf Loftsson og Halla frá Vatnsleysu - Norðurgarður

 

 

Heldri Menn og Konur

 

 1. Jóhanna Ingólfsdóttir og Runni frá Hrafnkelstöðum-Hrossaræktarbúið Blesastöðum 1a
 2. Stefán Jónsson og Skuggi frá Hrepphólum - Rabbarbaraflokkurinn
 3. Hilmar Jóhannesson og Yrja frá Syðra Langholti - Verslunin Árborg

 

150 m skeið

 

 1. Sigurður Jónssson og Seðill frá Skollagróf
 2. Helgi Kjartansson og Helmingur frá Hvammi
 3. Sigurður Sigurjónsson og Hríma frá Kotlaugum
 • 1
Flettingar í dag: 109
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 195
Gestir í gær: 93
Samtals flettingar: 2083069
Samtals gestir: 302406
Tölur uppfærðar: 29.3.2020 08:21:25