Færslur: 2009 Júlí

31.07.2009 21:48

Reiðnámskeið

                       Reiðnámskeið á Flúðum með Coru Claas

10.08.2009 til 13.08.2009

Þá er komið að næsta reiðnámskeiði sem haldið verður á Flúðum. Kennt verður í 4 skipti og fer kennslan fram í reiðhöllinni á Flúðum. Námskeiðið byrjar á mánudegi og endar á fimmtudegi, 10.08.2009 til 13.08.2009.

Kl.15.00 (og 14.00) Framtíðarhópur. Fyrir unga fólkið sem er framtíðin í hestamennsku á Íslandi og þurfa að læra góðan grunn til að geta náð langt í greininni. Við lærum mismunandi ásetur, bætum jafnvægi og skilning í hestmennsku. Fyrir lengra komna krakka er ætlunin að æfa einnig hindrunarstökk sem er afar skemmtilegt.

Kl.16.00 ABC-hópur. Fyrir alla sem vilja vita hvað þeir eru að gera og af hverju. Hvernig á að setja hest og hvernig á að biðja hestinn rétt um að stoppa, fara áfram og beygja. Hvernig á að ríða fet, tölt og brokk og hvernig á að bregðast við þegar hesturinn svarar ekki því sem hann er beðinn um að gera.

Kl.17.00 Gangtegundarhópur. Hvernig á að ríða fet, brokk, stökk og tölt rétt, hvernig get ég þjálfað og bætt þessar gangtegundir.

Kl.18.00 Keppnishópur. Gæðingamótið verður haldið á Flúðum þann 15.08.2009 og vona ég að þáttakan verði sem mest. Keppnishópurinn er fyrir fólk sem vill keppa og þarf aðstoð með undirbúninginn.

Kl. 19.00 Fimiæfingarhópur. Fimiæfingar eru leikfimi hestsins og hjálpa til við að styrkja hestinn, gera hann samspora og jafnvígan upp á báðar hliðar. Við lærum að kenna hestinum að víkja á mismunandi vegu og kenna honum hefðbundnar fimiæfingar eins og framfótasnúning, krossgang og sniðgang.

Kl. 20.00 og seinna, eða um hádegið. Einkakennsla. Hægt er að mæta í einkakennslu alla vikuna og vinna í ákveðnum vandamálum tengdum hestinum eða knapanum. Þetta getur verið heppileg kennsla fyrir hvern sem er.

Ef ekkert af þessu hentar þér hafðu þá bara samband og við finnum útúr því.

Ég hugsa að þetta verði jafn skemmtilegt og lærdómsríkt eins og alltaf. Ég hlakka til að sjá og kenna ykkur. Þið getið haft samband við mig í síma 844-6967 eða sent mér póst á póstfangið  jovanna@gmx.de

Það er líka alltaf hægt að panta einkakennslu eða ef þið eruð nokkur saman, þá gæti það verið þannig að ég kæmi til dæmis einu sinni í viku eða tvisvar í mánuði. Það kemur ýmislegt til greina, endilega hafið samband.

Kær kveðja, Cora J. Claas                           


31.07.2009 21:12

Peysur

Sælt veri fólkið

Loksins eru komnar peysur til að máta, mátun verður á Hæli hjá Sigga og
Bolette sem Jóhanna dóttir þeirra sér um. Það verður mánudags og
þriðjudagskvöld
eftir kl 20.
Mátun verður einnig í reiðhöllinni miðvikudags og fimmtudagskvöld eftir kl
20 sem Cora Claas sér um. Verðið á peysunum verður 6.500 barnastærðir og
7.000 fyrir fullorðinsstærðir. Þetta er með prentun á Smára merki að framan
og á bak, þar sem verðið er að verða tveggja vikna gamalt gæti það breyst en
það yrði þá um einhverja hundraðkalla. Þar sem ég náði ekki sambandi við
söluaðilann í dag mun ég gera það á mánudag og verður þá klárt við mátun
hvert verðið verður með nafni viðkomandi.

Með kv
Guðni Árnason formaður Smára

07.07.2009 11:35

Gæðingamótinu frestað

Gæðingamóti Smára 2009 og opnu tölti sem halda átti á Flúðum 11. júlí hefur verið frestað vegna óviðráðanlegra ástæðna til 15. ágúst 2009.
Allar nánari upplýsingar má fá í síma 8666507.


06.07.2009 14:48

Gæðingamót 2009


Viljum minna á Gæðingamót Smára sem fram fer á Flúðum 11 júlí næstkomandi.

Skráningu þarf að vera lokið fyrir miðvikudagskvöldið 8 júlí í síma 8666507 og á netfangið smari@smari.is

Í skráningu þarf að koma fram kennitala knapa, IS númer hest, nafn, litur og aldur, í hvaða flokki skal keppt og upp á hvora höndina skal riðið.

Keppt verður í hefðbundnum greinum og opinni töltkeppni þar sem vegleg verðlaun verða í boði.

 Skráningargjald er 1500 kr. á fyrsta hest í A,B og Ungmennaflokki og 1000 kr á hvern hest eftir það.                            

Skráningargjaldí BarnaogUnglingaflokk1000kr.                                                 

Skráningargjald í töltkeppni 2000 kr á hest

Dagskrá og ráslistar munu birtast á netmiðlum eftir að skráningu líkur, minnum líka á heimasíðuna smari.is

Vonumst til að sjá sem flesta

Mótanefnd Smára

01.07.2009 23:59

Gæðingamót Smára

Gæðingakeppni Smára fer fram á nýju mótssvæði félagsins á Lambatanga í Torfdal Flúðum Laugardaginn 11 júlí.

Keppnisgreinar eru :

A - flokkur                 

B - flokkur

Ungmennaflokkur

Unglingaflokkur

Barnaflokkur

Opinn töltkeppni vegleg verðlaun.

Skráning í síma 8666507 og á netfangið    smari@smari.is til kl 20 miðvikudaginn 8.júlí. 

Skráningargjald er 1500 kr. á fyrsta hest í A,B og Ungmennaflokki og 1000 kr á hvern hest eftir það.                            

Skráningargjald í  Barna og Unlingaflokk 1000 kr.                                                 

Skráningargjald í töltkeppni 2000 kr.

Skráningargjaldið leggist inná  Reikn 0325-26-039003 Kt: 481088-1509 og framvísa þarf kvittun við mótsstjórn áður en keppni hefst.

Dagskrá og ráslistar verða birt að lokinni skráningu.

Nánari upplýsingar í s: 8666507.

 

                                                                                                            Nefndin

01.07.2009 11:27

Peysur

 
Sælt veri fólkið
 
Viljum bjóða félugum hestamannafélagsins áprentaðar peysur. Peysurnar eru frá Henson og kallast Soft shell, peysan er svört fóðruð að inna en svipuð  flís að utan. Hef rætt við hestamannafélög sem keypt hafa svona peysur og eru allir mjög ánægðir með peysurnar. T.d var mér sagt hjá einu félaginu að fólk væri almennt að ríða út í þessu á veturna og þá í léttri peysu innan undir. Prentað verður á brjóst spurning með bakið. Góðar og léttar peysur verðið verður um 7000 kr fer aðeins eftir fjölda. Vinsamlegast látið þetta fréttast og látið mig vita á brunir@simnet.is fyrir helgi hvort að þið vilduð fá peysu stærð og fjölda, spurning um að þetta gæti gengið upp fyrir gæðingamótið.
 
Með kveðju
 
Guðni Árnason formaður Hestamannafélagsins Smára
  • 1
Flettingar í dag: 1
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 375
Gestir í gær: 58
Samtals flettingar: 2084145
Samtals gestir: 302644
Tölur uppfærðar: 3.4.2020 00:02:12