Færslur: 2009 Desember

22.12.2009 13:51

Námskeið í vetur

Hestamannafélögin Logi og Smári

Námskeið í vetur og vor 2010 í reiðhöllinni á Flúðum

Reiðkennari: Cora J. Claas


Hér að neðan koma upplýsingar um veturinn og vorið í námskeiðahaldi í reiðhöllinni

Þjálfunarnámskeið

Kennt verður bóklegt á föstudögum þar sem tekin verða fyrir mikilvæg grunnatriði í þjálfun hrossa. Hvernig á að byggja upp rétta þjálfun.

Á laugardögum verður síðan kennt í einkakennslu 2x hálftími. Þannig fær hver og einn kennslu við sitt hæfi. Það má koma með hvernig hest sem er, bæði lítið og mikið taminn eða vandamála hross.

Kennt verður 3x bóklega og 6x 30 mín í verklegri einkakennslu.

15.01.10 Fös kl. 20:00 bóklegur tími

16.01.10 Lau 2 x 30 mín verklegur tími á milli  kl. 9:00 og 18:00

05.02.10 Fös kl. 20:00 bóklegur tími

06.02.10 Lau kl. 2 x 30 mín verklegur tími á milli  kl. 9:00 og 18:00

19.02.10 Fös kl. 20:00 bóklegur tími

20.02.10 Lau 2 x 30 mín verklegur tími á milli  kl. 9:00 og 18:00

Einungis komast 8 - 9 manns á námskeiðið. Fyrir félaga í hestamannafélugunum kostar námskeiðið 14.500,- kr en fyrir aðra 16.000,- kr. Það þarf að koma með hest.

Hræðslupúkanámskeið / Námskeið fyrir hræddar konur

Þetta námskeið hentar mjög vel fyrir allar konur sem langar að auka vellíðan sína á hestbaki og bæta á kjarkinn. Við ætlum að hafa mjög skemmtilega helgi þar sem þið lærið að slaka á og láta ykkur líða vel á hestbaki. Bæði bóklegt og verklegt námskeið. J

Allar fá 4 verklega tíma og 2 bóklega tíma. Í verklegum tímum eru fjórar saman í hóp.

Kennslan fer fram Lau 20.03.10 og Sun 21.03.10 á bilinu 9:00 til 16:00.

Einungis komast að 12 konur. Fyrir félagsmenn kostar námskeiðið 11.500,- kr fyrir aðrar 13.500,- kr  Það þarf að koma með hest 

Byrjendanámskeið

Námskeið fyrir alla sem vilja byrja í reiðmennsku eða sem vilja byrja á grunninum. Kennd verða grunnatriði í reiðmennsku. Maður þarf að læra stafrófið áður enn maður getur farið að lesa.

Allir fá 4 verklega tíma og  2 bóklega tíma.

Kennslan fer fram Lau 08.05.10 og Sun 09.05.10 frá kl. 9:00 til kl.16:30.

Fyrir félaga í félagsmenn kostar námskeiðið 11.500,- kr fyrir aðra 13.500,- kr

Það er hægt að fá hest og kostar það 5.000,- kr aukalega.


Einkakennsla á Þriðjudögum


Hægt er að panta einkakennsla á þriðjudögum eftir kl. 15:30. Amk. 30 mín og að hámarki 60 mín í senn á mann. Þið getið pantað staka tíma eða skipulagt reglulega tíma og þarf að panta í seinasta lagi deginum áður.

30 mín - 3.500,- kr., 45 mín - 4.500,- kr., 60 mín - 5.500,- kr.

Skráningar eru í tölvupóst jovanna@gmx.de eða í síma 8446967 hjá Coru. 
            

Með jólakveðju Cora Claas og hestamannafélögin Logi og Smári

15.12.2009 23:18

Afmælishátíð LH

FRÉTTATILKYNNING

Afmælishátíð Landssambands hestamannafélaga

60 ára afmælishátíð Landssambands hestamannafélaga verður haldin 18.des. nk. Í IÐNÓ, nánast á sama stað og sambandið var stofnað en stofnfundurinn var haldinn í Baðstofu iðnaðarmanna 18. desember 1949 þar sem tólf hestamannafélög lögðu grunninn. Gunnar Bjarnason leiddi undirbúningsvinnu að stofnun sambandsins en fyrsti formaður þess var H.J. Hólmjárn. Í fyrstu lögum LH segir m.a.: "Markmið sambandsins er að vinna að bættri meðferð hesta, sérræktun íslenzks reiðhestakyns og framgangi reiðhestaíþrótta...."  

Á hátíðinni  verður athygli vakin á fjölþættu hlutverki íslenska hestsins og því viðamikla og blómlega starfi sem honum tengist, bæði hér á landi og erlendis.  Hestamennska er atvinna margra sprottin af þeirri íþrótt og lífsstíl fjölda fólks á öllum aldri sem nýtur margbreytilegra eðliskosta íslenska hestsins í leik og keppni. Staða íslenska hestsins er sterk í menningu þjóðarinnar og sérstæðir eiginleikar hans hafa vakið verðskuldaða athygli víða um lönd það hefur reynst dýrmætt kynning landi og þjóð.

Afmælishátíðin hefst á fánareið úrvalsknapa á öðlingsgæðingum, sem koma ríðandi að Iðnó klukkan 14:45. Klukkan 15:00 hefst svo afmælisdagskrá þar sem fjallað verður  um fjölþætt hlutverk íslenska hestsins og það viðamikla og blómlega starf sem honum tengist, bæði hér heima og erlendis:  Kári Arnórsson flytur inngang um sögu LH, Þorvaldur Kristjánsson fjallar um íslenska hestinn og vísindasamfélagið, Ásta Möller ræðir lykilþætti í markaðssetningu íslenska hestsins, Benedikt Erlingsson fjallar um hestinn í listum og menningu, Pétur Behrens flytur erindi um tamningu og reiðlist og Hjörný Snorradóttir fjallar um stefnumótun varðandi framtíð Landsmóts hestamanna. Dísella Lárusdóttir syngur  og Gunnar Eyjólfsson flytur ljóð. Fundarstjóri hátíðarinnar verður Friðrik Pálsson. Dagskráin er öllum opin meðan húsrúm leyfir.

Landsamband hestamannafélaga er aðili að Íþróttasambandi Íslands. 47 félög eiga aðild að sambandinu og er formaður þess Haraldur Þórarinsson. Auk hefðbundinnar keppni, æfinga og þjálfunar til líkamlegrar heilsuræktar er það, samkvæmt lögum Íþróttasambands Íslands, í verkahring LH að sinna hagsmunamálum sem tengjast hestaíþróttum svo sem á sviði ræktunarmála, tamninga, samgöngu- og ferðamála, landnýtinga- og umhverfismála.

Árið 2010, 60 ára starfsár Landssambands hestamannafélaga, verður nýtt til þess að kynna enn betur íslenska hestinn og mikilvægi hans fyrir íslensku þjóðinni.  Landsmótið á Vindheimamelum verður hápunkturinn og hin eiginlega afmælisveisla allra hestamanna.

F.h. afmælisnefndar LH

Hallmar Sigurðsson síma 8960779

hallmars@internet.is

 

  • 1
Flettingar í dag: 1
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 375
Gestir í gær: 58
Samtals flettingar: 2084145
Samtals gestir: 302644
Tölur uppfærðar: 3.4.2020 00:02:12