Færslur: 2010 Febrúar

28.02.2010 20:59

Úrslit úr fyrsta vetrarmóti

Fyrsta vetrarmót Smára fór framm sunnudaginn 28 febrúar í blíðskapar veðri við reiðhöllina á flúðum. Mæting var mjög góð bæði af knöpum sem og áheyrendum. Hestakostur var vægastsagt frábær bæði í eldri og yngri flokkum á átti dómari erfitt verk fyrir höndum en úrslit urðu eftirfarandi.

 

Pollaflokkur (engin röðun, skráð eftir skráningu)

Viktor Logi Ragnarsson           Moli frá Reykjum  17v      Móálótt

Aron Ernir Ragnarsson    Erró frá Efraseli   6v        Brúnskjótt

Ísak Gústafsson                       Kristall frá Myrkholti 18v      Grár

Laufey Ósk Grímsdóttir           Hekla frá Ásatúni  8v        Grá

Þorvaldur Logi Einarsson         Rúbín frá Vakurstöðum 13v      Bleikskjóttur

 

Barnaflokkur

1.         Viktor Máni Sigurðarson          Þýða frá Kaldbak 11v      Dökkjörp

2.         Helgi V Sigurðsson                  Kenning frá Skollagróf  8v   Brún

 

Unglingaflokkur

1.         Björgvin Ólafsson                    Skuggi frá Hrepphólum          18v      Brúnn

2.         Rosmarie Tómasdóttir              Blær frá Vestra-Geldingafelli      12v      Brún, nösóttur

3.         Alexandra Garðarsdóttir          Úlfur frá Jarði            6v        Bleikálóttur

4.         Gunnlaugur Bjarnason  Klakkur frá Blesastöðum 2a                6v        Brúnn

5.         Viktoría Larsen                        Fjallaskjóni frá Uppsölum    17v      Rauðskjóttur

6.         Sigurbjörg Þóra Björnsdóttir    Blossi frá Vorsabæ 2           7v        Rauðblesóttur

7.         Kjartan Helgason                     Þokki frá Hvammi 1             9v        Jarpur

8.         Ragnhildur Eyþórsdóttir           Glói frá                                    14v      Rauður, tvístjörn

9.         Guðjón Rafn Sigurðarson         Hreimur frá Kaldbak    6v        Rauðblesóttur, litfórótur

10.       Guðjón Örn Sigurðsson           Kenning frá Skollagróf             8v        Brún

 

Ungmennaflokkur

1.         Karen Hauksdóttir                   Gára frá Blesastöðum              9v        Grá

2.         Matthildur María Guðmunds    Logi frá Hlemmiskeiði              9v        Brúnn

 

Unghrossaflokkur

1.         Gústaf Loftsson                       Gýgja frá Miðfelli 5            5v        Brún

2.         Helgi Kjartansson                    Röst frá Hvammi 1            5v        Rauð tví stjörnótt

3.         Ragnar Sölvi Geirsson             Krapi frá Meiritungu            5v        Grár

4.         Guðmann Unnsteinsson            Blúnda frá Arakoti              5v        Brún, blesótt

5.         Sigurbjörg Bára Björnsdóttir    Silfurdís frá Vorsabæ 2       5v        Brún

6.         Kristbjörg Kristinsdóttir           Spuni frá Jaðri                     5v        Jarpur

7.         Guðríður Þórarinsdóttir            Breki frá Reykjadal             5v        Brúnn

8.          Hjálmar Gunnarsson                Binna frá Gröf             5v       Móbrún

9.         Magnús Helgi Loftsson            Flipi frá Haukholtum            5v        Rauður

 

Fullorðinsflokkur 2. Flokkur

1.         Aðalsteinn Aðalsteinsson          Snillingur frá Vorsabæ II            9v        Jarpblesóttur

2.         Hjálmar Gunnarsson                Vígaskjóni frá Flögu                  12v      Rauðskjóttur

3.         Styrmir Þorsteinsson                Hrappur frá Bergstöðum            14v      Jarpur

4.         Sigríður Eva Guðmundsdóttir   Hrókur frá Helmmiskeiði            8v        Móálóttur

5.         Svala Bjarnadóttir                    Kvika frá Fjalli                         8v        Jörp

6.         Bára Másdóttir                       Sólon frá Krækishólum              6v        Rauðglófextur

7.         Rosemarie Þorleifsdóttir           Seifur frá Vestra-Geldingaholti 10v      Brún, tvístjörnótt

8.         Magnús Helgi Loftsson            Sokki frá Haukholtum            6v        Rauður, strjörnótt

 

Fullorðinsflokkur 1. Flokkur

1.         Gústaf Loftsson                       Hrafntinna frá Miðfelli 5                   5v        Brún

2.         Guðbjörg Jóhannsdóttir            Sara frá Ásatúni                             10v      Móálótt

3.         Einar Logi Sigurgeirsson           Snerpa frá Miðfelli                         8v        Grá

4.         Aðalheiður Einarsdóttir Moli frá Reykjum                                    17v      Móálóttur

5.         Guðmann Unnsteinsson            Stæll frá Efriþverá                        8v        Jarpur

6.         Bjarni Birgisson                       Stormur frá Reykholti                  10v      Jarpur

7.         Kristbjörg Kristinsdóttir           Árdís frá Ármótum                      7v        Móálótt

8.         Ólafur Stefánsson                    Gýja frá Hrepphólum                  8v        Brún stjörnótt

9.         Unnar Steinn Guðmundsson     Komma frá Reykhól                   9v        Brún stjörnótt

10.       Grímur Guðmundsson              Glæsi frá Ásatúni                        11v      BrúnnMagnús í Miðfelli með hryssurnar sína tvær, annarsvegar Gígju sem sigraði unghrossaflokkinn og hinsvegar Hrafntinnu sem sigraði 1. flokk fullorðinna. Knapi á hryssunum var Gústaf Loftsson.Ljósmynd:Sigurður Sigmundsson.


Við þökkum dómara og starfsmönnum sem hjálpuðu til með að gera þetta að eins góðu móti og raun var.

Kveðja

Mótastjórnin.

28.02.2010 10:31

Vetrarmót í dag-sunnudag!

Ákveðið hefur verið að halda vetrarmótið sem átti að vera í gær í dag, sunnudag 28 febrúar kl 14.00

Keppt verður í     pollaflokki - 9 ára og yngri
                            barnaflokki - 10-13 ára
                            unglingaflokki - 14-17 ára
                            ungmennaflokki 18-21 árs
                            fullorðinsflokki 1 og 2 flokki
                            unghrossaflokki hross fædd 2005 og 2006

Skráningargjald er í alla flokka nema pollaflokk og barnaflokk, 1000 kr á skráningu sem greiðist á staðnum.

Skráning er á staðnum og hefst um eittleytið. Skráningu lýkur 13:50

Kaffisala í Reiðhöllinni.

Hvetjum sem flesta til að koma og vera með eða bara koma og horfa á og hitta fólkið!

Vonumst til að sjá sem flesta

27.02.2010 14:13

Vetrarmót


Ákvörðun verður tekin í kvöld eða strax í fyrramálið hvort fyrsta vetrarmótið verði haldið á morgun, sunnudag 28 febrúar.

Fylgist því vel með hér á síðunni, tímasetning mun birtast hér um leið og ákvörðun hefur verið tekin.

27.02.2010 10:55

Vetrarmóti frestað

Mótanefnd hefur tekið ákvörðun um að fresta fyrsta vetrarmóti Smára vegna slæms veðurs.

Ný dagsetning verður auglýst síðar.


27.02.2010 00:48

Uppsveitadeild Fjórgangur-úrslit

Í kvöld fór fram keppni í fjórgangi í Uppsveitadeildinni. 18 knapar voru mættir til leiks og réðust úrslitin ekki fyrr en í bráðabana í A úrslitum. Margt var um manninn í Reiðhöllinni og var ekki að sjá annað en áhorfendur skemmtu sér hið besta. Cora Claas sigraði B-úrslitin á Agna frá Blesastöðum 1a og að loknum bráðabana fóru leikar þannig að Aðalheiður Einarsdóttir á Blöndal frá Skagaströnd sigraði Hermann Þór Karlsson og Prins frá Ytri-Bægisá II.

Meðfylgjandi eru úrslit kvöldsins og staðan í stigakeppninni, eins og sjá má er mjótt á munum og ekkert útséð hvernig endanleg úrslit fara svo það er eins gott að missa ekki af næstu keppni sem fram fer í Reiðhöllinni 26 mars næstkomandi. Þá verður keppt í fimmgangi  og ljóst er að ekkert verður gefið eftir.

Dómarar kvöldsins voru þeir Sævar Örn Sigurvinsson, Hallgrímur Birkisson og Karl Áki Sigurðsson. Þulur var Óðinn Örn Jóhannsson. Er þeim þakkað fyrir vel unnin störf sem og öllum sem komu að undirbúning og vinnu við framkvæmd kvöldsins.  Sæti

   Keppandi

   Heildareinkunn

1

   Aðalheiður Einarsdóttir   / Blöndal frá Skagaströnd

6,63

2

   Hermann Þór Karlsson   / Prins frá Ytri-Bægisá II

6,63

3

   Cora Claas   / Agni frá Blesastöðum 1A (upp úr B-úrslitum)

6,27

4

   Hólmfríður Kristjánsdóttir   / Þokki frá Þjóðólfshaga 1

6,20


5

   Bjarni Birgisson   / Klakkur frá Blesastöðum 2A

5,90

6

   Guðmann Unnsteinsson   / Vígaskjóni frá Flögu

5,33

7

   Líney Kristinsdóttir   / Prins frá Fellskoti

5,20
Hér fyrir ofan má sjá efstu 7 í fjórgangi. Frá hægri : 1.Aðalheiður og Blöndal 2. Hermann og Prins 3.Cora og Agni 4. Hólmfríður og Þokki 5.Bjarni Birgisson 6.Guðmann Unnsteinsson 7. Líney Kristinsdóttir

Fleiri myndir frá kvöldinu má finna undir myndaalbúm hér til hliðar.Ljósmyndari var Sigurður Sigmundsson og þökkum við honum kærlega fyrir.
Einstaklingskeppni-staðan eftir 2 greinar

Sæti

Knapi

Lið

Heildarstig

1

Aðalheiður Einarsdóttir

Útlagarnir

20

2

Guðmann Unnsteinsson

Ísl.grænmeti/Hótel FLúðir

14

3

Hólmfríður Kristjánsdottir

Vaki

14

4

Bjarni Birgisson

Ármenn

10

5

Guðrún Magnúsdóttir

Jáverk

10

6

Hermann Þór Karlsson

Ármenn

10

7

Cora Claas

Ísl.grænmeti/Hótel FLúðir

8

8

Gústaf Loftsson

Vaki

6

9

Knútur Ármann

Skálholtsstaður

6

10

Líney Kristinsdóttir

Jáverk

6

Liðakeppnin - staðan eftir 2 greinar

Sæti

Lið

Heildarstig

1

Ármenn

23

2

Íslenskt Grænmeti/Hótel FLúðir

22

3-4

Útlagarnir

20

3-4

Vaki

20

5

Jáverk

19

6

Skálholtsstaður

 6

26.02.2010 11:19

Frá Aðalfundi

Aðalfundur Smára var haldinn í Félagsheimilinu á Flúðum 11 febrúar síðastliðinn. 


Ekki er hægt að segja að fundurinn hafi verið fjölmennur en góðmennt var þó að vanda og úr varð hinn ágætasti fundur.
Venjuleg aðalfundarstörf einkenndu fundinn, reikningar voru lagðir fram og samþykktir samhljóða sem og skýrsla formanns.

Ræktunarbikarinn var afhentur fyrir hæst dæmda kynbótahross í eigu félagsmanns, að þessu sinni var það stóðhesturinn Tenór frá Túnsbergi í eigu Gunnars og Möggu í Túnsbergi.Hér taka þau við bikarnum af Guðna Árnasyni formanni Smára


Sveinsmerki Smára var afhent þeim er þótti sýna hvað prúðmannlegustu framkomu og snyrtilega reiðmennsku á Gæðingamóti Smára 2009.
Sveinsmerkið að þessu sinni hlaut Guðmann Unnsteinsson frá Langholtskoti.


Hér tekur hann við sveinsmerkinu af Guðna Árnasyni formanni Smára


Kjósa þurfti um 3 aðalmenn í stjórn. Guðna Árnason, Báru Másdóttur og Helga Kjartansson. Guðni og Bára buðu sig fram aftur og var því fagnað með lófataki. Helgi Kjartansson bauð sig ekki fram aftur og inn í stjórn var kosin Cora Claas.
Cora er útskrifaður tamningamaður og reiðkennari frá Hólaskóla. Hún hefur verið mjög virk í félagsstarfinu okkar og verið áberandi á mótum félagsins sem og öðrum mótum þar sem hún hefur keppt í nafni félagsins.  Bjóðum við hana velkomna og efumst ekki um að hún komi með ferskar og nýjar áherslur inn í starfið.


Cora Claas og Agni frá Blesastöðum 1a

Kjósa þurfti um 2 menn í varastjórn og að þessu sinni hlutu flest atkvæði Hólmfríður Björnsdóttir Blesastöðum og Kolbrún Haraldsdóttir Flúðum flest atkvæði.

Skoðunarmenn reikningna verða þeir sömu, Árni Svavarsson og Þorgeir Vigfússon. Varamenn í þessu embætti eru Haraldur Sveinsson og Haukur Haraldsson.

Fram var lögð tillaga að nefndarskipan 2010 sem má finna hér til hliðar undir liðnum Stjórnir og nefndir. Að gefnu tilefni skal taka það fram að þetta er einungis tillaga af hálfu stjórnar. Engum er skylt að starfa hafi hann ekki áhuga eða sjái sér ekki fært að taka þátt í störfum viðkomandi nefndar. Ef svo er er upplagt að viðkomandi snúi sér til næsta stjórnarmanns og segji sig frá starfinu, einnig er hægt að senda tölvupóst á smari@smari.is best væri ef það yrði gert sem fyrst svo hægt sé að fá staðgengil inn í viðkomandi nefnd.


25.02.2010 22:59

Ráslisti Fjórgangur Uppsveitadeild

Knapi/Lið

Hestur

Litur

Aldur

1. Viktoría Rannveig Larsen - VAKI

Funi frá Stykkishólmi

Rauður/milli- blesótt 

12

2. Katrín Sigurgeirsdóttir - JÁVERK

Bliki frá Leysingjastöðum II

Bleikur/fífil/kolóttur st...

13

3. Dorothea Ármann - SKÁLHOLTSSTAÐUR

Eskimær frá Friðheimum

Brúnn/milli- einlitt 

12

4. Cora Claas- ÍSL.GRÆNM/HÓTEL FLÚÐIR

Agni frá Blesastöðum 1A

Brúnn/milli- einlitt 

9

5. Þorsteinn G. Þorsteinsson - ÚTLAGARNIR

Hrappur frá Bergstöðum

Jarpur/milli- einlitt 

13

6. Ingvar Hjálmarsson - ÁRMENN

Segull frá Hátúni

Brúnn/litföróttur tvístjö...

7

7. Gústaf Loftsson - VAKI

Hrafntinna frá Miðfelli 5

Brúnn/dökk/sv. einlitt 

6

8. Líney Kristinsdóttir - JÁVERK

Prins frá Fellskoti

Rauður/ljós- einlitt 

7

9. María Þórarinsdóttir-SKÁLHOLTSSTAÐUR

Vals frá Fellskoti

Moldóttur/gul-/m- einlitt 

9

10. Kristbjörg Kristinsdóttir - ÍSL.GRÆNM./

                                              HÓTEL FLÚÐIR

Ilmur frá Jaðri

Brúnn/mó- stjörnótt 

6

11. Grímur Sigurðsson - ÚTLAGARNIR

Móri frá Kúludalsá

Brúnn/gló- einlitt 

18

12. Hermann Þór Karlsson - ÁRMENN

Prins frá Ytri-Bægisá II

Leirljós/Hvítur/ljós- ein...

17

13. Hólmfríður Kristjánsdóttir - VAKI

Þokki frá Þjóðólfshaga 1

Brúnn/milli- einlitt 

10

14. Guðrún Magnúsdóttir - JÁVERK

Brenna frá Bræðratungu

Jarpur/milli- einlitt 

7

15. Knútur Ármann - SKÁLHOLTSSTAÐUR

Hersveinn frá Friðheimum

Brúnn/milli- einlitt 

8

16. Guðmann Unnsteinsson - ÍSL.GRÆNM./

                                               HÓTEL FLÚÐIR

Vígaskjóni frá Flögu

Rauður/milli- skjótt 

12

17. Aðalheiður Einarsdóttir - ÚTLAGARNIR

Blöndal frá Skagaströnd

Grár/jarpur einlitt 

7

18. Bjarni Birgisson - ÁRMENN

Klakkur frá Blesastöðum 2A

Brúnn/milli- einlitt 

7

25.02.2010 18:29

Dagskrá æskulýðsnefndar Smára 2010

Æskulýðsnefnd Hestamannafélagsins Smára - febrúar 2010     
  
Dagskrá æskulýðsnefndar Smára 2010 
 
Sýningin "Æskan og hesturinn" í Víðidal 
Farið verður sunnudaginn 14. mars og hefst sýningin kl. 13:00 
Farið verður með rútu sem leggur af stað frá Flúðum kl. 10:30 með viðkomu á Sandlækjarholti og Brautarholti. Á heimleiðinni verður snædd pizza og heimkoma áætluð milli 17:00 og 18:00.

Skráning í ferðina er hjá Kolbrúnu s: 6995178 / 5668595 og Maju s: 8679572 fyrir 7. mars. Kostnaður er 2,000.-

 
Reiðnámskeið 
Reiðnámskeið fyrir börn og unglinga hefst þriðjudaginn 16.mars og verður alla þriðjudaga til 13.apríl (5 skipti, 1x í viku). Námsskeiðsgjald: 3,000.- 
Kennari verður Cora Claas reiðkennari.

Námskeiðið er uppbyggilegt fyrir framtíðarknapana okkar og ætlað börnum, unglingum og ungmennum. Það miðar að því að  bæta samspil knapa og hests. Getuskiptir hópar og boðið verður uppá pollahóp þar sem yngstu knaparnir geta komið í fylgd með fullorðnum.  
Upplýsingar og skráning er hjá Leifi s: 8970969
ls@btnet.is og hjá Vigdísi s: 8616652/ 4866512 sydralangholt@emax.is. Skráning dagana 3.-10. mars milli kl. 20:00 og 22:00. 

Hestheimaferð 
 verður dagana 8. - 9. maí 
Farið verður með hesta á laugardagsmorgni og dvalið í Hestheimum við leiki og störf fram á sunnudag. Ferðin verður með svipuðu sniði og áður. Aldurstakmark: Börn fædd 2000 og fyrr. Þessi viðburður verður auglýstur nánar þegar nær dregur en við hvetjum krakkana til að taka helgina frá
J

 
Síðan er fyrirhugað að fara í fjölskyldureiðtúr í sumar, halda æskulýðsdag í ágúst og uppskeruhátíð í haust. Síðan er aldrei að vita nema við tökum uppá einhverju fleiru okkur öllum til gagns og skemmtunar
J 
Nánari upplýsingar um einstaka atburði verður að finna á heimasíðu hestamannafélagsins, smari.is 
Við hlökkum til að vinna með ykkur að þessum skemmtilegu verkefnum sem framundan eru
J 
 Kveðja, Kolbrún, Maja, Einar Logi, Vigdís og Leifur

24.02.2010 08:47

Uppsveitadeild - Fjórgangur

Minnum á keppni í Uppsveitadeildinni sem fram fer í Reiðhöllinni á Flúðum næstkomandi föstudagskvöld, 26.febrúar og hefst klukkan 20.00

Í þetta sinn verður keppt í fjórgangi og eru sterkir hestar skráðir til leiks.

Ráslistar birtast á morgun.22.02.2010 22:37

Fyrsta vetrarmót Smára

Minnum á fyrsta vetrarmót Smára sem fram fer núna á laugardaginn 27. febrúar kl 14:00

Keppt verður í     pollaflokki - 9 ára og yngri
                            barnaflokki - 10-13 ára
                            unglingaflokki - 14-17 ára
                            ungmennaflokki 18-21 árs
                            fullorðinsflokki 1 og 2 flokki
                            unghrossaflokki hross fædd 2005 og 2006

Skráningargjald er í alla flokka nema pollaflokk og barnaflokk, 1000 kr á skráningu sem greiðist á staðnum.

Skráning er á staðnum og hefst um eittleytið. Skráningu lýkur 13:50

Kaffisala í Reiðhöllinni.

Hvetjum sem flesta til að koma og vera með eða bara koma og horfa á og hitta fólkið!

Vonumst til að sjá sem flesta

22.02.2010 00:07

Sölusýning í Reiðhöllinni Flúðum

 

Föstudaginn 12 febrúar sl. var haldin sölusýning í nýju reiðhöllinni á Flúðum, sem staðsett er á nýju félagssvæði hestamannafélagsins Smára.  Þetta er í annað sinn sem slík sölusýning er haldin á Flúðum í vetur.  Sýningin tókst í alla staði mjög vel og mættu um 100 manns til að sjá hvað væri í boði.  Á sýningunni voru sýnd hross allt frá góðum reiðhestum upp í efnilega og góða keppnishesta.  Yfir 20 hross voru sýnd á sýningunni.

Þulur á sýningunni var Steindór Guðmundsson tamningamaður og alþjóðlegur íþróttadómari.  Fórst honum hlutverkið einkar vel úr hendi og eins og honum er einum lagið, glens og grín inn á milli þess sem hann lýsti hestum á sýningunni af góðri þekkingu.  Bæði knapar og áhorfendur ánægðir með hans framlag og ber að þakka það.

Félagssvæði Smára er svæði þar sem svona sölusýningar eru nýjar af nálinni.  Aðstandendur þeirra eru þó á því að þetta sé komið til að vera.  Til marks um þann áhuga og virkni í tamningum og hrossarækt á svæðinu má benda á þó nokkurn fjölda heimasíða hrossaræktanda sem eru lifandi og skemmtilegar.  Má m.a. nálgast þær síður inn á www.smari.is  og fleiri munu bætast við á næstunni.

Öll hross sem komu fram á sölusýningunni munu koma fram á hestasölusíðunni www.hestasala.is.  Þar má nálgast myndir og nánari lýsingu á hverju hrossi fyrir sig.  

Næsta sölusýning er fyrirhuguð í apríl og mun hún verða auglýst nánar þegar nær líður.

Að sölusýningunum standa eftirfarandi tamninga -og hrossaræktarbú:

·         Langholtskot

·         Unnarholtskot

·         Auðsholt II

·         Efra-Langholt

·         Jaðar

·         Myrkholt

·         Eyði-Sandvík

Með von um að sem flestir láti sjá sig á næstu sölusýningum. 

17.02.2010 19:07

Á döfinni

Jæja nóg er um að vera þessa dagana og ekki er minna framundan.

Aðalfundur Smára var haldinn á fimmtudaginn í síðustu viku og munu frekari fréttir frá honum ásamt nefndarskipan og fleiru birtast hér á síðunni innan tíðar.

Síðastliðið föstudagskvöld, 12 febrúar var svo sölusýning í Reiðhöllinni sem tókst með miklum ágætum þó svo að áhorfendafjöldi hafi ekki verið eins mikill og á fyrstu sýningunni sem haldin var í haust.
Þetta er frábært framtak og gerir félagsmönnum og öllu áhugafólki um hestamennsku kleift að fylgjast með því sem er að gerast í hestaheiminum, hjálpar þeim sem þurfa að selja að koma sínu á framfæri og þeim sem vantar að kaupa auðveldari aðgang að því sem er í boði.
Það er alveg klárt mál að þessar sýningar eru komnar til að vera.

Nú fer einnig senn að líða að fyrsta vetrarmótinu okkar en það verður haldið laugardaginn 27 febrúar næstkomandi.
Endilega allir að taka daginn frá og þið sem ekki eruð farin að ríða út í blíðunni ættuð að fara dusta rykið af gæðingunum og skella ykkur á fyrsta vetrarmót.

Kvöldinu áður, 26 febrúar verður svo keppt í fjórgangi í Uppsveitadeildinni og spennandi verður að sjá hvaða hross knapar mæta með og hvernig þessi fyrsta fjórgangskeppni í Reiðhöllinni mun koma út.

Allt verður þetta auglýst nánar síðar svo endilega fylgist vel með nánari dagskrá og upplýsingum hér á www.smari.is

12.02.2010 11:53

Ráslisti á sölusýningu

Sölusýning verður í Reiðhöllinni á Flúðum föstudagskvöldið 12 febrúar kl 20.00 Öll hross sem verða skráð og koma fram á sýningunni stendur til boða skráning á vefsíðuna hestasala.is frítt í tvo mánuði ásamt myndum sem teknar verða á sýningunni.

Aðgangur er ókeypis og vonumst við til að sjá sem flesta koma og eiga skemmtilegt kvöld hvort sem þið eruð að leita að hrossum til kaups, viljið selja eða einfaldlega bara fylgjast með.
Að sýningunni standa Langholtskot, Unnarholtskot, Auðsholt 2, Efra-Langholt, Jaðar, Eyði-Sandvík, Myrkholt of fleira gott fólk sem leggur fram aðstoð sína og eiga allri sem að sýningunni koma þakkir fyrir.
Meðfylgjandi er ráslisti á sýninguna

Nr.1 Sproti frá Árnessýslu
Isnr.: IS2002187917 Knapi: Þorsteinn Gunnar Þorsteinsson
Litur: Jarpur/milli- blesótt Umr.m.: Hafliði Jón Sigurðsson
Faðir:                             Uppl.: haflidi@its.is
Móðir:                            Sími: 8407091
Lýsing: Alhliða hestur með góðu og rúmu brokki, er kominn vel af stað með töltið. Sterkur og duglegur hestur, myndi henta einstaklega vel í ferðir, göngur og réttir. Hestur sem hentar öllum sem komnir eru af stað í hestamennsku.
Verð: 250.000 kr

Nr.2 Krapi frá Meiri-Tungu
Isnr.: IS2005181747 Knapi: Aðalheiður Einarsdóttir
Litur: grár                Umr.m.: Berglind og Ragnar Efra-Langholti
Faðir: Valur frá Meiri-Tungu 5 Uppl.: 
Móðir: Spök frá Meiri-Tungu 4 Sími: 8473015 og 8485811
Lýsing: Krapi er mjög efnilegur foli með mikið rými á tölti  og brokkið gott .Fótaburður góður.
Hann er mjög stór,ljúfur og meðfærilegur í umgengni.

Verð: 500.000.-


Nr.3 Spuni frá Jaðri
Isnr.: IS2005188339 Knapi: 
Litur: Jarpur Umr.m.: Krissa og Aggi, Jaðar
Faðir: Þristur frá Feti Uppl.: jadar@jadar.is
Móðir: Snælda frá Feti Sími: 6637777
Lýsing: Þetta er stór og myndarlegur klár undan Þristi, töltið laust með góðan fótaburð.
Verð: 450.000 kr


Nr.4 Hreimur frá Kaldbak
Isnr.: IS2003188376 Knapi: Guðmann Unnsteinsson
Litur: Rauðblesóttur Litföróttur Umr.m.: Guðmann Unnsteinsson
Faðir: Gammur frá Lækjarskógi Uppl.: langholtskot@hotmail.com
langholtskot.123.is
Móðir: Dama frá Kaldbak Sími: 8990772
Lýsing: Stór og litfagur klárhestur með tölti.
Verð: 700.000 kr án VSK

Nr.5 Skúfur frá Minni Borg
Isnr.: IS2003188768 Knapi: Grímur Sigurðsson
Litur: Rauðblesóttur Umr.m.: Grímur Sigurðsson
Faðir: Glóðar frá Reykjavík Uppl.: 
Móðir: Sóley frá Stærri Bæ Sími: 8981099
Lýsing: 6v efnilegur stór alhliða hestur.  Gæti vel hentað í keppni í fimmgang eða A-flokk.
Verð: 750.000 kr

Nr.6 Beta frá Myrkholti
Isnr.: IS2004288659 Knapi: Gústaf Loftsson
Litur: jörp Umr.m.: Gústaf Loftsson
Faðir: Erpur frá Kjarnholtum II Uppl.: 
Móðir: Blíða frá Kjarnholtum II Sími: 7704099
Lýsing: Beta er alþæg og ganggóð
Verð: Tilbóð

Nr.7 Snúður frá Varmalandi
Isnr.: IS1998157360 Knapi: Þorsteinn Gunnar Þorsteinsson
Litur: Rauður/milli- stjörnótt glófext Umr.m.: Hafliði Jón Sigurðsson
Faðir: Þáttur frá Kirkjubæ Uppl.: haflidi@its.is
Móðir: Nös frá Varmalandi Sími: 8407091
Lýsing: Klárhestur með tölti, með miklu rými á bæði tölti og brokki. Næmur og skemmtilegur hestur sem kann framfóta snúning, krossgang sniðgang. Hestur sem hentar öllum sem komnir eru af stað í hestamennsku og er að taka knapamerkin.
Verð: 400.000 kr

 

Nr.8 Blossi frá Meiri-Tungu
Isnr.: IS2005181746 Knapi: Aðalheiður Einarsdóttir
Litur: Rauðblesóttur Umr.m.: Berglind Ágústsdóttir og Ragnar S.Geirsson 
Efra-Langholti
Faðir: Valur frá Meiri-Tungu 5 Uppl.: 
Móðir: Blesa frá Berustöðum Sími: 8473015 og 8485811
Lýsing: Blossi er mjög fallegur og efnilegur reiðhestur hann er frekar stór og fer mjög snyrtilega á tölti og brokki ágætis fótaburður.
Verð: 500.000 kr

Nr.9 Dagrenning frá Bjarnastöðum
Isnr.: IS2000288740 Knapi: María Þórarinsdóttir
Litur: Bleikskjótt Umr.m.: María Þórarinsdóttir
Faðir: Hilmir frá Sauðárkróki Uppl.: fellskot@simnet.is
fellskot.123.is
Móðir: Hjördís frá Bjarnastöðum Sími: 8999612
Lýsing: Mjög gott reiðhross viljug og hreingeng.
Verð: 550.000 kr


Nr.10 Þruma frá Langholtskoti
Isnr.: IS2003288262 Knapi: Guðmann Unnsteinsson
Litur: rauð Umr.m.: Guðmann Unnsteinsson
Faðir: Gauti frá Reykjavík Uppl.: langholtskot@hotmail.com
langholtskot.123.is
Móðir: Elding frá Langholtskoti Sími: 8990772
Lýsing: Góð hágeng alhliða hryssa
Verð: 700.000 kr án VSK


HLÉ


Nr.11 Tígla frá Tóftum
Isnr.: IS2001287283 Knapi: Grímur Sigurðsson
Litur: Rauðskjótt Umr.m.: Grímur Sigurðsson
Faðir: Illingur frá Tóftum Uppl.: 
Móðir: Kæna frá Tóftum Sími: 8981099
Lýsing: 8v viljug, rúm alhliða meri.  Lítið verið átt við skeið.  Gæti vel hentað í keppni í 5gang.
Verð: 850.000 kr

Nr.12 Rita frá Heiði
Isnr.: IS2004286255  Knapi: Cora J. Claas
Litur: Moldótt Umr.m.: Sigmundur Jóhannesson
Faðir: Ketill frá Heiði Uppl.: cjc@visir.is
Móðir: Fríða frá Hvítanesi Sími: 894 8974
Lýsing: Rita er falleg og viljug alhliða hryssa með 1.verðlaun fyrir byggingu. Hún er framtíðar ræktunar- og/eða keppnishryssa. Og mun líklegast ná 1.verðlaun fyrir hæfileika í sumar.
Verð: 1.000.000.-

 
Nr.13 Gifta frá Grafarkoti
Isnr.: IS1998255410 Knapi: Guðmann Unnsteinsson
Litur: Rauð Umr.m.: Guðmann Unnsteinsson
Faðir: Skinfaxi frá Þóreyjarnúpi Uppl.: langholtskot@hotmail.com
langholtskot.123.is
Móðir: Hjálp frá Stykkishólmi Sími: 8990772
Lýsing: mjóg góð hryssa tilvalin í ræktun eða bara sem gott reiðhross móðir hennar Hjálp er með 1verðlaun fyrir afkvæmi
Verð: 700.000 kr án VSK

Nr.14 Fjöður frá Unnarholtskoti 3
Isnr.: IS2002288237  Knapi: Þorsteinn Gunnar Þorsteinsson
Litur: Móálóttur,mósóttur/milli- tvístjörnótt Umr.m.: Styrmir Þór Þorsteinsson
Faðir: Stjarni frá Dalsmynni Uppl.: 
Móðir: Freyja frá Stóra-Vatnsskarði Sími: 8684292
Lýsing: 
Verð: 750.000 kr

 

Nr.15 Sleipnir frá Hreiðarstaðakoti
Isnr.: IS2001165090 Knapi: Grímur Sigurðsson
Litur: Rauðskjóttur Umr.m.: Grímur Sigurðsson
Faðir: Galsi frá Ytri-Skógum Uppl.: 
Móðir: Fluga frá Hreiðarstaðakoti Sími: 8981099
Lýsing: 8v stór fjórgangari en hugsanlega leynist skeið í Sleipni líka.  Sleipnir er næmur og ekki fyrir óvana.  Gæti hentað vel í keppni bæði 4gang og tölt.
Verð: 900.000 kr

 

Nr.16 Víga-Skjóni frá Flögu
Isnr.: IS1998156161 Knapi: Guðmann Unnsteinsson
Litur: rauðskjóttur Umr.m.: Guðmann Unnsteinsson
Faðir: Glampi frá Flögu Uppl.: langholtskot@hotmail.com
langholtskot.123.is
Móðir: Perla frá Flögu Sími: 8990772
Lýsing: Góður fjórgangshestur flottur á velli hentar vel í keppni fyrir ungmenni
Verð: 1.100.000 kr án VSk

 

Nr.17 Úlfur frá Jaðri
Isnr.: IS2004188370 Knapi: 
Litur: Bleikálóttur Umr.m.: Krissa og Aggi, Jaðar
Faðir: Forseti frá Vorsabæ II Uppl.: jadar@jadar.is
Móðir: Ylfa frá Stóra-Hofi Sími: 6637777
Lýsing: Þessi foli er á 6 vetur og er bara spennandi léttbyggður með mikin fótaburð næmur og viljugur 5 gangs foli . úlfur er 5 gangshestur með mjög góð gangskil.
Verð: 1.500.000 kr

 
Nr.18 Agni frá Blesastöðum 1A
Isnr.: IS2001187807  Knapi: Cora J. Claas
Litur: Brún Umr.m.: Cora J. Claas
Faðir: Nagli frá Þúfu Uppl.: cjc@visir.is
Móðir: Dúfa frá Skeiðháholti 2 Sími: 844 6967
Lýsing: Agni er skemmtilegur, hörku klárhestur sem er mikið og vel taminn. Hann hentar vel í keppni fyrir ungmenni og unglingar, en hentar ekki fyrir litið vana knapa.
Verð: 1.500.000.-

Nr.19 Ilmur frá Jaðri
Isnr.: IS2004288339 Knapi: 
Litur: Móbrúnstjörnótt Umr.m.: Krissa og Aggi, Jaðar
Faðir: Snjall frá Vorsabæ II Uppl.: jadar@jadar.is
Móðir: Gyðja frá Gýgjarhóli Sími: 6637777
Lýsing: Ilmur er alhliða hryssa hún er ljúf og þæg með fínan fótaburð og góð gangskil. Það geta allir riðið riðið Ilm og við vitum að hún á mikið inni. Hún er sýnt með 7,73 í aðaleinkun, þar af 8 fyrir tölt, Stökk, Vilji og geðslag.
Verð: 1.700.000

 

10.02.2010 23:06

Fréttir af félagsmönnum

Í dag miðvikurdag 10. febrúar var unnið að gerð nýs 200 m. hringvallar í Langholtskoti í Hrunamannahreppi.
Það er framkvæmdahugur í þeim feðgum Unnsteini Hermannssyni og syni hans Guðmanni sem rekur tamninga og þjálfunarstöð þar á bæ allt árið. Það voru menn frá verktakafyritækinu Fögrusteinar e.h.f. sem óku efni í völlinn.
Þegar búið að jafna úr efninu sem sett var á hringinn biðu þeir ekki boðanna Guðmann og aðstoðarmaður hanns Hjálmar Gunnarsson að sýna gæðingunum Prins frá Langholtskoti og Stæl frá Efri- Þverá völlinn og var þá meðfylgjandi mynd tekin.
Unnið verður að frágangi vallarinns á vordögum en mikil vinna er við gerð svona vallar eins og flestum hestamönnum er kunnugt.
Hermann Sigurðsson faðir og afi þeirra feðga í Langholtskoti var annálaður hestamaður og átti m.a. þau Golu og son hennar Blæ en sá gæðingur stóð tvisvar efstur alhliða gæðinga og einu sinni í öðru sæti á landsmótum. Enginn gleymir þeim stólpagrip sem sá hann.
Margt ágætra hrossa er enn í Langholtskoti og fjöldi hrossa á járnum.
 
Pistill og Ljósmynd : Sigurður Sigmundsson


10.02.2010 14:10

Ekki gleyma að skrá á sölusýninguna!

Hægt er að skrá á sýninguna hjá Coru í síma 844 6967 eða á netfangið jovanna@gmx.de

Skráningu þarf að vera lokið fyrir kl. 20.00

miðvikudagskvöldið 10 febrúar.

Í skráningu þarf að koma fram IS númer hest, nafn og uppruni, stutt lýsing og verð. Einnig þarf að koma fram hver er eigandi, knapi/umráðamaður sé hann annar en eigandi ásamt upplýsingum hvar hægt er að fá frekari upplýsingar um hrossið.

Skráningargjald er 3.000.- og leggist inn á reikning

325-26-977 kt. 630307-2790

Öll hross sem verða skráð og koma fram á sýningunni stendur til boða skráning á vefsíðuna hestasala.is frítt í tvo mánuði ásamt myndum sem teknar verða á sýningunni.

Flettingar í dag: 44
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 375
Gestir í gær: 58
Samtals flettingar: 2084188
Samtals gestir: 302653
Tölur uppfærðar: 3.4.2020 02:06:43