Færslur: 2010 Júlí

29.07.2010 18:20

Reiðmaðurinn

Endurmenntun LbhÍ minnir áhugasama á að umsóknafrestur í Reiðmanninn er 6. ágúst næstkomandi.

 

Nokkrir punktar:

·         Námið er til tveggja ára, frá september fram í byrjun maí.

·         Hægt er að taka það með vinnu þar sem um er að ræða bóklegt heimanám og verklegar helgar ca einu sinni í mánuði - auk æfinga heima fyrir.

·         Fyrir alla eldri en 16 ára sem hafa áhuga á að bæta reiðmennsku sína og þekkingu og hafa reiðhross sem nýta má í námið.

·         Ekki er gerð nein krafa um fyrra nám - en mikilvægt er að fólk kunnið á tölvur - netpóst, vafra o.fl.

·         Námið gefur 33 framhaldsskólaeiningar og eykur hæfni fólks í reiðmennsku fyrir frekari vinnu með hross og ræktun. (sjá viðtöl við nemendur í Eiðfaxa nú í vor).

 

Námið er boðið fram á fimm stöðum nú í haust (fyrir utan þá tvo hópa sem eru í gangi í Rangárhöllinni og Hestamiðstöðinni Dal):

·         Í reiðhöll Sörla í Hafnarfirði                         kennari:  Reynir Örn Pálmason

·         Reiðhöllinni á Flúðum                                 Kennari: Ísleifur Jónasson

·         á Iðavöllum á Fljótsdalshéraði                  kennari: Reynir Örn Pálmason

·         í Top Reiter höllinni á Akureyri                  kennari: Erlingur Ingvarsson

·         í Faxaborg við Borgarnes                             Kennari: Nánar síðar.

 

Einnig verður nú í haust boðið fram þriðja árið innan Reiðmannsins í Hestamiðstöð LbhÍ á Miðfossum, vegna áskorana frá fyrsta útskriftarhópi Reiðmannsins vorið 2010. Kennari: Reynir Aðalsteinsson.

 

Allar nánari upplýsingar á heimasíðu skólans ásamt umsóknareyðublaði:

http://www.lbhi.is/namvidlbhi/endurmenntun/reidmadurinn

 

09.07.2010 19:20

Barna- og fjölskyldureiðtúr Smára


Barna- og fjölskyldureiðtúr á vegum æskulýðsnefndar Smára verður fimmtudaginn

15.júlí

Við ætlum að hittast á Álfaskeiði kl. 19:00

Þar verður öllum boðið upp á grillaðar pylsur og meðlæti

Farið verður í leiki og markmiðið að eiga góða kvöldstund saman í fallegu umhverfi

Vinsamlegast látið vita af þátttöku hjá Maju s:8679572/maja_vr@hotmail.com eða Kolbrúnu s:6995178/kolbrun@fludaskoli.is  fyrir miðvikudag 14.júlí

Upplagt er að fólk tali sig saman um að vera samferða úr sveitunum

Allir velkomnir - hvort sem er á bíl eða hestum - hlökkum til að sjá ykkur 

bestu kveðjur, Maja, Einar Logi, Vigdís, Leifur og Kolbrún

 

06.07.2010 21:29

Gæðingamót 2010


Mótanefnd og stjórn hestamannafélagsins Smára hafa tekið samhljóða ákvörðun um að fresta gæðingamóti Smára sem halda átti 17 júlí næstkomandi fram til 14 ágúst.
Ástæðan er smitandi hósti og kvefpest sem herjað hefur á íslenska hrossastofninn undanfarnar vikur og mánuði.

Er það okkar von að með þessari ákvörðun verði fleiri hross orðin heil heilsu og náist þá að halda fjölmennara og sterkara mót en ella.

Undirbúningur er þegar hafinn og vonum við að sem flestir taki daginn frá, stefni að því að vera með og gera sér glaðan dag með öðrum félagsmönnum.

Fyrirhugað er að halda námskeið sem hefði það meðal annars að markmiði að þáttakendur gætu kynnt sér reglur og fyrirkomulag gæðingakeppni og gætu svo í lok námskeiðsins nýtt sér þá þekkingu til að taka þátt á gæðingamótinu. Ætlað bæði þeim sem hafa litla og enga keppnisreynslu sem og þeim sem vilja auka við reynslu sína og kunnáttu.

Allar nánari upplýsingar verða birtar síðar.

Mótanefnd og stjórn Smára

02.07.2010 22:27

Reiðmaðurinn -Tveggja ára námskeiðsröð fyrir áhugafólk um reiðmennsku


Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands, í samvinnu við Landsamband hestamannafélaga og Félag hrossabænda, opnar nú fyrir nýja námshópa í áfangaskipt tveggja ára nám í reiðmennsku, hrossarækt og almennu hestahaldi.

 

Fyrstu hóparnir innrituðust í námið haustið 2008 og útskrifuðust þeir frá Hestamiðstöð LbhÍ vorið 2010, alls 34 Reiðmenn. Í gangi eru tveir hópar, annar í Hestamiðstöðinni Dal og hinn í Rangárhöllinni.
Nú í haust er stefnt á að bjóða námið fram í Borgarfirði, á Héraði, á Akureyri, á Flúðum og á Höfuðborgarsvæðinu, sjá nánar á http://www.lbhi.is/namvidlbhi/endurmenntun/reidmadurinn
Á síðunni má finna umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar um verð og þær kröfur sem gerðar eru til nemenda og hesta.

Námið er ætlað hinum almenna hestamanni sem vill á markvissan og skipulegan hátt auka færni sína á flestum þeim sviðum sem varða íslenska reiðhestinn. Námið er byggt upp sem röð af helgarnámskeiðum þar sem nemendur koma með sinn hest og taka fyrir ákveðinn hluta af reiðmennskunni. Einnig verður farið yfir bóklegt efni í gegnum fjarnám. Hér er því um sambland af staðarnámi og fjarnámi að ræða þar sem ætlast er til að nemendur undirbúi sig bæði í verklegum og bóklegum atriðum heima.

Umsóknarfrestur er til 6. ágúst, póstleggja þarf umsóknir.

Allar nánari upplýsingar varðandi verklegar helgar og fleira verða sendar út þegar viðkomandi hefur fengið inngöngu í námið.


  • 1
Flettingar í dag: 34
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 375
Gestir í gær: 58
Samtals flettingar: 2084178
Samtals gestir: 302651
Tölur uppfærðar: 3.4.2020 01:27:30