Færslur: 2010 Ágúst

26.08.2010 17:18

Reiðmaðurinn

Eins og flestir kannski vita er að fara af stað í Reiðhöllinni á Flúðum REIÐMAðURINN sem er tveggja ára námsskeiðsröð í samvinnu við Endurmenntunardeild Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri.

Set ég því hér inn til glöggvunar þær tímasetningar sem búið er að taka Reiðhöllina frá og er hún því ekki opin fyrir almenna notkun á meðan á þessum tímum stendur og biðjum við félagsmenn að taka tillit til þess.

Þessar dagsetningar má einnig finna hérna til hliðar undir REIÐHÖLLIN og TÍMATAFLA 2010-2011 svo þetta ætti nú ekki að fara framhjá neinum en tímarnir eru eftirfarandi :

Október 2010

1-3 október frá 13.00 á föstudegi til sunnudagskvölds

15-17 október frá 13.00 á föstudegi til sunnudagskvölds

Nóvember 2010

6-7 nóvember frá 13.00 á föstudegi til sunnudagskvölds

Desember 2010

3-5 desember frá 13.00 á föstudegi til sun

nudagskvölds

Janúar 2011

14-16 janúar frá 13.00 á föstudegi til sunnudagskvölds

Febrúar 2011


4-6 febrúar frá 13.00 á föstudegi til sunnudagsvkölds

Mars 2011

25-27 mars frá 13.00 á föstudegi til sunnudagskvölds


Apríl 2011

3 apríl frá 16.00


Er þetta í fyrsta sinn sem þetta nám er kennt á Flúðum og gaman verður að fylgjast með framvindu máli í þeim efnum
.
Kennari verður Ísleifur Jónasson og óskum við þátttakendum góðs gengis í vetur.Mynd fengin að láni á www.hestafrettir.is

25.08.2010 19:18

Rjúfum smitleiðir smitandi hósta í hrossum

Ítarlegar rannsóknir hafa nú leitt í ljós að smitandi hósti í hrossum stafar fyrst og fremst af bakteríusýkingu (Streptococcus zooepidemicus) í efri hluta öndunarfæranna, barka og jafnvel berkjum. Allur hrossastofninn hefur reynst næmur fyrir sýkingunni og ætla má að flest hross landsins hafi nú þegar smitast.Komið hefur í ljós að hross sem gengið hafa í gegnum veikina geta smitast á ný ef þau eru undir miklu smitálagi, þ.e. í snertingu við veika hesta eða í mjög smituðu umhverfi. Þetta bendir til  að hrossin myndi ekki öll fullnægjandi ónæmi gegn sýkingunni. Veikin mun því ekki ganga yfir í eitt skipti fyrir öll eins og þekkt er með sumar veirusýkingar, s.s. hitasóttina sem gekk yfir stofninn 1998. Við verðum þess í stað að læra að halda veikinni í skefjum og lágmarka það tjón sem af henni hlýst. 

Afar áríðandi er að hrossin fari eins frísk og auðið er inn í haustið og veturinn. Eigendur og umsjónarmenn hrossa þurfa að auka mjög eftirlit með hrossunum og þá sérstaklega folöldum og tryggja þeim meðhöndlun ef þörf krefur.

Með öllum ráðum þarf að varna því að nýr faraldur sjúkdómsins brjótist út þegar hross verða tekin á hús að nýju.

Veikir hestar (hóstandi og með litaðan hor) viðhalda smitinu og helsta smitleiðin er snertismit frá hesti til hests. Því er grundvallar atriði að hafa veika hesta aldrei innan um fríska og halda þá helst í nokkurri fjarlægð. Ekki verður með öllu hægt að komast hjá hættunni á óbeinu smiti en nú þegar veikum hestum fer fækkandi og mótstaðan eykst hægt og sígandi, verður sú smitleið ekki eins öflug og áður.


Helstu reglur:
Eins og áður hefur verið ítrekað, á að hreinsa og sótthreinsa öll hesthús áður en þau verða tekin í notkun með haustinu eða næsta vetur. Mikilvægt er að húsin hafi þornað vel áður en þau eru tekin í notkun að nýju. Nauðsynlegt getur verið að endurtaka þrif og sótthreinsun á húsum sem hreinsuð voru í vor ef þau hafa verið notuð í sumar.

Almenna reglan er sú að taka ekki hesta á hús nema þeir hafi verið einkennalausir í a.m.k. 30 daga og það sama eigi við um öll hross sem þau hafa komist í snertingu við í þann tíma. Ef taka þarf hesta inn vegna veikinda, s.s. hita eða annarra alvarlegra einkenna, þarf að finna hús þar sem ekki er hætta á að önnur hross smitist.

Þetta þýðir að menn verða að flokka hross í hópa eftir einkennum og/eða hættunni á að þau beri með sér smit.  Æskilegt er að hafa hrossahópa á útigangi ekki of stóra og almennt séð að hafa eins rúmt á hrossum  og frekast er unnt.

Nú eru hryssur að tínast heim úr stóðhestagirðingum og verður að líta á þær, folöldin og stóðhestana sem mögulega smitbera. Sama á við um ferðahesta og aðra hesta sem hafa verið fluttir til og hugsanlega komist í samneyti við veik hross eða verið í smituðu umhverfi. Þetta eru dæmi um hópa sem halda ætti sér þar til komið hefur í ljós hvort veikir hestar eru þar innanum. Sama á við um hross sem koma af fjalli í haust.

Hestar sem ætlunin er að selja, senda í tamningu eða þjálfun eða flytja af öðrum orsökum milli staða, þurfa að hafa tilheyrt sama einkennalausa hópnum í einn mánuð fyrir brottför til að draga úr líkum á að þeir beri veikina með sér. Hesta sem nota á í fjallferðir/göngur eða aðra haustbrúkun þarf nú þegar að halda með einkennalausum hestum til að tryggja eins og auðið er að þeir verði tilbúnir til þeirra nota.

Verði vart við hósta eða graftarkennt nefrennsli í hrossum á húsi ber að taka þau tafarlaust úr húsunum og koma þeim fyrir þar sem þau smita ekki aðra hesta. Hver og einn eigandi þarf að huga að aðstöðu fyrir veika hesta og sjá til þess að þeir hafi félagsskap af a.m.k. einu öðru hrossi. Séu einkennin væg og hestarnir í góðu standi fer væntanlega best um þá á útigangi við góðan aðbúnað, fóðrun og eftirlit. Að öðrum kosti þarf að veita veikum hrossum húsaskjól þar sem ekki er hætta á að önnur hross smitist. Gæta þarf ítrustu smitvarna við gegningar á veikum hrossum.

Matvælastofnun mun í samvinnu við Landssamband hestamannafélaga útfæra nánar smitvarnir í hesthúsahverfum. 

19.08.2010
F.h. Matvælastofnunar

Sigríður Björnsdóttir
dýralæknir hrossasjúkdóma

15.08.2010 18:17

Æskulýðsdagur Smára

Æskulýðsdagur Smára

Á laugardaginn nk. 21. ágúst ætlum við að halda æskulýðsdag Smára í Torfdalnum á Flúðum.                                                                                                                     

Dagskráin hefst kl. 14:00 og reynum við að hafa þetta létt og skemmtilegt.

Við byrjum með atriðinu  "teymt undir börnunum"

Þetta atriði er fyrir þau allra yngstu þar sem pabbi/mamma, afi/amma hjálpa til

Töltkeppni barna og unglinga  skráning á staðnum

Þrautakeppni þar sem skipt verður í hópa eftir aldri

    Mjólkurreið 

Hestagirðing verður á staðnum

Við hlökkum til að sjá ykkur

Kveðja, Vigdís, Einar Logi, Maja, Leifur og Kolbrún

 

15.08.2010 18:16

Frá Mótanefnd

Vegna hestapestar sem herjað hefur á íslenska hrossastofninn sl.mánuði hefur Gæðingamóti Smára verið aflýst á þessu ári.

Hins vegar ætlum við að halda skemmtilegt mót á léttum nótum nk. laugardag, 21.ágúst í Torfdalnum á Flúðum og hefst það um það bil kl. 17:15

Meðal keppnisgreina verða "létt tölt" og "létt skeið" og hver veit nema nýjar keppnisgreinar líti dagsins ljós J

Skráning á staðnum

Grill og gleði að loknu móti

 vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta, taka þátt eða horfa á og eiga góða kvöldstund saman 

                                                                                                                                                      Mótanefnd

 

07.08.2010 19:05

Gæðingamót 2010

Kæru félagsmenn

Vegna hestapestarinnar hefur verið ákveðið að fella niður áður auglýst og frestuðu gæðingamóti sem halda átti laugardaginn 14 ágúst næstkomandi.

En ómögulegt er að gera ekkert og er því tilvalið að koma saman og eiga góðan dag með grilli og skemmtilegheitum um kvöldið.

Því vonum við að sem flestir taki daginn frá og sjái sér fært að mæta.

Nánari dagskrá verður auglýst hér og með dreifibréfi strax eftir helgina.

Kveðja

            Mótanefndin

  • 1
Flettingar í dag: 92
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 195
Gestir í gær: 93
Samtals flettingar: 2083052
Samtals gestir: 302405
Tölur uppfærðar: 29.3.2020 07:50:19