Færslur: 2010 Nóvember

23.11.2010 22:37

Ferðasaga Æskulýðsnefndar

Föstudaginn 12. nóvember lögðu 29 kátir krakkar og unglingar úr Smára upp í haustferð æskulýðsnefndar ásamt nefndarfólki.                                         

Fyrsti áfangastaður var Fákshólar í Ásahreppi þar sem Birna Káradóttir og Sigurður Óli Kristinsson reka tamningastöð. Þar er öll aðstaða til fyrirmyndar, stórt hesthús auk reiðhallar. Glæsileg aðstaða og greinilega lögð áhersla á góðan aðbúnað og snyrtimennsku. Sigurður og Birna sýndu okkur hvernig þau vinna, annarsvegar með lítið tamin hest og hinsvegar hest sem er lengra komin í tamningu. Að lokinni sýnikennslu buðu þau upp á veitingar, kakó, vöfflur og brúntertu eins og hver gat í sig látið. Í alla staði frábærar móttökur hjá Fákshóla fjölskyldunni. Hér eru meiri upplýsingar um starfsemina á Fákshólum http://www.faksholar.is

Næsti viðkomustaður var Hólaborg við Stokkseyri. Þar er rekin sjúkra- og þrekþjálfunarstöð fyrir hesta. Hestarnir eru þjálfaðir á vatnshlaupabretti, í hringekju og á víbragólfi. Þarna var því margt nýstárlegt að skoða og krakkarnir höfðu á orði að gaman væri að sjá slíka tækni notaða við uppbyggingu hestsins. Hér má fræðast meira um starfsemi Hólaborgar:  http://www.holaborg.com/

Enn var haldið áfram og komum við að Grænhóli í Ölfusi síðla dags. Þar búa Gunnar Arnarson og Kristbjörg Eyvindsdóttir, oftast kennd við Auðsholtshjáleigu. Á Grænhóli er rekin tamningastöð auk þess sem fjölskyldan stundar hrossarækt með góðum árangri og kemur einnig að útflutningi hrossa. Afar vel var tekið á móti okkur, veitingar af bestu gerð og Gunnar sagði frá starfseminni og fræddi krakkana um margt sem viðkemur hestamennsku. Aðstaðan var skoðuð og vakti hesta hlaupabrettið mikla athygli og fengu allir sem vildu að prófa gripinn. Á heimasíðu þeirra hjóna er frétt af heimsókn okkar, sjá meðfylgjandi slóð: http://www.horseexport.is

Að lokum var brunað á Hoflandssetrið í Hveragerði og snæddar gómsætar pizzur. Heimkoma var um níu leytið og allir glaðir og ánægðir eftir viðburðaríkan dag. Krakkarnir voru allsstaðir til mikils sóma, prúðir og fróðleiksfúsir. Við erum virkilega stolt af krökkunum "okkar".

Nokkar myndir frá ferðinni má finna í myndaalbúmi hér til hliðar á síðunni eða með því að ýta HÉR

Með kveðju frá æskulýðsnefnd Smára 

20.11.2010 00:20

Hrossafræði Ingimars

Þann 6. desember nk. kemur út einstök bók, Hrossafræði Ingimars.

Áhugasömum kaupendum býðst að kaupa bókina í forsölu á vef Uppheima á sérstöku áskriftartilboði, aðeins kr. 4.980- (fullt verð kr. 5.980-). Sendingarkostnaður er ekki innfalinn í verði.

Hér er loksins komið fram alhliða upplýsinga- og fræðirit um hesta, ritað af höfundi sem býr að ómældri þekkingu og reynslu, bæði á viðfangsefni sínu og eins hinu, að miðla til annarra. Ingimar Sveinsson hefur áratugum saman viðað að sér fróðleik um hesta og hestahald og efnistök hans eru skýr og aðgengileg.

Hrossafræði Ingimars er mikið og glæsilegt rit í hvívetna, enda hefur höfundurinn unnið að verkinu í áratugi og viðað að sér þekkingu og reynslu ævina alla. Bókin er 334 bls. í stóru broti og öll litprentuð. Hana prýðir aragrúi ljósmynda víðs vegar að auk fjölda skýringateikninga og taflna.
Bókin á tvímælalaust erindi til allra sem yndi hafa af hestum og hestamennsku, áhugafólks jafnt sem atvinnumanna.

Ingimar Sveinsson á Hvanneyri er alinn upp á stórbýlinu Egilsstöðum á Fljótsdalshéraði. Að loknu stúdentsprófi sigldi hann til Bandaríkjanna og lagði þar stund á háskólanám í búvísindum. Heim kominn starfaði Ingimar sem bóndi á Egilsstöðum allt þar til hann fluttist með fjölskyldu sína að Hvanneyri í Borgarfirði 1986, þar sem hann hefur starfað sem kennari og fræðari síðan.


Nánari upplýsingar má finna á uppheimar.is04.11.2010 21:34

Haustferð Æskulýðsnefndar

Farið verður í skoðunarferð laugardaginn 12.nóvember 2010. Lagt verður af stað frá Flúðaskóla   kl. 14:00 og áætluð heimkoma um kl.21:00.

Ferðin er ætluð unglingum og börnum í félaginu sem fædd eru árið 2000 eða fyrr.

Heimsótt verða valin hrossaræktarbú og tamningastöðvar á Suðurlandi. Þar fá krakkarnir fræðslu og sýnikennslu auk þess að skoða aðstöðu hesta og manna.

Að skoðunarferð lokinni verður borðað á veitingastað áður en lagt er af stað heim á leið.

Skráningu í ferðina þarf að vera lokið   þriðjudaginn 9.nóvember hjá Kolbrúnu í síma 6995178, Leifi í síma 8970969 eða Vigdísi í síma 8616652.       

                                      Kostnaður við ferðina er 1000.-                         

                       Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest emoticon

Kveðja, Vigdís, Einar Logi, Maja, Leifur og Kolbrún

  • 1
Flettingar í dag: 109
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 195
Gestir í gær: 93
Samtals flettingar: 2083069
Samtals gestir: 302406
Tölur uppfærðar: 29.3.2020 08:21:25