Færslur: 2010 Desember

02.12.2010 21:29

Uppsveitadeild 2011

Reiðhöllin á Flúðum auglýsir úrtöku fyrir Upppsveitadeildina

Þátttakendur skulu vera félagar í hestamannafélögunum Loga Trausta og Smára.

 

Úrtakan verður haldinn í reiðhöllinni þann 29 janúar kl 14, keppt verður í fjórgang og fimmgang eftir FIPO reglum. Keppt verður um 14 laus sæti í deildinni þ.e 5 sæti Smárafélaga, 6 sæti Logafélaga og 3 sæti Traustafélaga. Skráningar sendist á ksb@internet.is

Fundur verður haldinn um deildina þann 8 desember á Kaffi Klett í Reykholti Biskupstungum og hefst hann kl 20:30.

Ræddar verða reglur keppninnar og framkvæmd hennar, hvetjum við alla þá sem ætla sér í úrtöku og aðra áhugmenn að mæta á fundinn og ræða málin.

Hægt verður að nálgast reglurnar á heimasíðum hestamannafélagana.

  • 1
Flettingar í dag: 44
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 375
Gestir í gær: 58
Samtals flettingar: 2084188
Samtals gestir: 302653
Tölur uppfærðar: 3.4.2020 02:06:43