Færslur: 2011 Janúar

30.01.2011 14:43

Uppsveitadeild Æskunnar


Fundur um Uppsveitadeild Æskunnar í hestaíþróttum  verður haldinn í Reiðhöllinni á Flúðum mánudagskvöldið
31.janúar kl. 20:00.

Hvetjum alla sem áhuga hafa á að taka þátt í keppninni
til að mæta.

Við förum yfir keppnisreglur og þjöppum saman liði Smára.
Æskulýðsnefndin

Uppsveitadeild Æskunnar Hefst svo laugardaginn 12 febrúar á smala.

Hér má lesa sér til reglur og kepppnisgreinar deildarinnar. Þær má einnig finna undir liðnum Uppsveitadeild hér til hliðar á síðunni.

Reglur Uppsveitadeildar æskunnar

 

Uppsveitadeild æskunnar er ætluð félögum í Loga, Smára og Trausta.

Keppt er í tveimur flokkum. Barnaflokki 10 -13 ára og unglingaflokki 14 -17 ára. Miðað er við almanaksárið.

Mótaröðin fer fram í Reiðhöllinni á Flúðum.

Framkvæmd mótanna er í höndum æskulýðsnefnda félaganna og stjórnar Uppsveitadeildarinnar.

Mótaröðin er hvort tveggja liða- og einstaklingskeppni.

Liðin eru þrjú, Logi, Trausti og Smári.

Knöpum er ekki skylt að keppa á öllum mótunum. Engin fjölda takmörkun knapa er í liðunum.

Árangur keppnisliða og einstaklinga er mældur í stigum. Í einstaklingskeppninni fá 10 efstu knapar stig. 1. sæti gefur 10 stig, 2. sæti 9 stig o.s.frv. og leggjast þau saman í heildarstig liðsins.

Knapar sem safna flestum stigum í hvorum flokki eru sigurvegarar deildarinnar.

Í liðakeppninni reiknast  stigin saman úr báðum flokkum og vinnur það lið sem flest fær stigin. Keppnisgreinar eru smali, fjórgangur,þrígangur, fimmgangur og skeið.Smali er fyrsta keppnisgrein, fjórgangur önnur og keppa báðir flokkar í þeim greinum.Þriðju greinar eru fimmgangur í unglingaflokki og þrígangur í  barnaflokki.Lokagreinar eru tölt í báðum flokkum og skeið í unglingaflokki.

Barnaflokkur: Smali, fjórgangur,þrígangur, tölt.

Unglingaflokkur: Smali, fjórgangur, fimmgangur, tölt/skeið.

 

Sami hestur má keppa í öllum greinum keppninnar. Sami hestur má ekki keppa í sömu grein í fullorðinsflokki og barna/unglingaflokki.

Í forkeppni er einn knapi í braut. Knapa er heimilt að ríða einn til einn og hálfan hring áður en hann hefur keppni.

Riðin eru A úrslit og B úrslit ef keppendur í forkeppni eru 14 eða fleiri.

Séu ekki riðin B úrslit komast 4 efstu eftir forkeppni í úrslit.

Séu riðin B úrslit komast 3 efstu eftir forkeppni beint í A úrslit. Knapar í sæti 4-7 ríða  B úrslit og keppa um eitt laust sæti í A úrslitum.

Séu tveir eða fleiri knapar jafnir í efsta sæti skulu þeir ríða bráðabana eftir reglum forkeppni.

Dómarar sýna þá sætaröðun í stað einkunna, ef knapar standa enn jafnir verður kastað hlutkesti. Ef knapar eru jafnir í öðru sæti en því fyrsta, ræður hlutkesti.

Dómarar skulu hafa íþróttadómara réttindi og séu þeir þrír.

Æskulýðsnefndir félaganna skipa liðstjóra fyrir sitt lið í upphafi mótaraðarinnar. Liðstjórar skulu halda utan um liðin, sjá um skráningar og vera tengiliður við mótshaldara. Knapar skulu ávallt vera snyrtilega til fara og æskilegt að lið séu í samstæðum jökkum eða peysum.


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Keppnisgreinar

 

Smali (hraðafimi) Smalinn dregur nafn sitt af einu mikilvægasta hlutverki íslenska hestsins frá örófi alda. Eiginleikar sem prýða góðan smala og smalahest eru nauðsynlegir ef árangur á að nást, þetta eru þættir eins og hraði, kjarkur, fimi og snerpa. Riðin er braut sem mörkuð er keilum sem ná upp á síður hests. Keilurnar skulu vera þannig útbúnar að þær falli við litla snertingu. Árangurinn ræðst af brautartíma og felldum keilum. Reiknireglur eru þær sömu og í tímabraut torfærunnar. Smalinn er hrein grein í þeirri merkingu að árangurinn er mælanlegur án frávika, þ.e. hann ræðst eingöngu af tíma og felldum keilum en ekki mati dómara. Dómarar eru engu að síður til staðar og meta hvort knapinn fari gegnum öll hlið, telja felldar keilur og hafa eftirlit með reiðmennsku knapa líkt og í öðrum keppnisgreinum. Riðnar eru tvær umferðir í forkeppni. 10 efstu knapar úr forkeppni ríða úrslit. Í Úrslitum hefst ný keppni, riðin er ein umferð.

Stigin telja þannig að knapar raðast í sæti eftir besta tímanum, sá sem er fyrstur fær 300 stig, sá næsti 280, 270 o.s.frv. Við hverja fellda keilu dragast frá 14 stig. Ef knapi fer framhjá hliði má hann snúa við og fara í gegnum hliðið. Fari knapi ekki í gegnum hlið er hann fallin úr keppni.

 

Fjórgangur Keppt er eftir FIPO reglum.

Fimmgangur Keppt er eftir FIPO reglum, en vegna vallarstærðar er skeiðið riðið í gegnum höllina. Riðnir skulu 2 sprettir í forkeppni, 3 sprettir í úrslitum. Dæma skal niðurtöku og skeiðsprett en ekki niðurhægingu.

Tölt Keppt er eftir FIPO reglum.

Þrígangur Riðinn skal hálfur hringur á feti, einn hringur á tölti eða brokki og einn hringur á stökki.

 

Ef tveir knapar eru jafnir og efstir í úrslitaspretti skeiðkappreiða vinnur sá sem hafði betri tímann inn í úrslitasprettinn. Ef tveir eru jafnir og efstir í smala vinnur sá sem færri keilur felldi. Ef tveir knapar eru jafnir í samanlagðri stigasöfnun eftir lokamót deildarinnar vinnur sá sem hefur unnið fleiri greinar. Ef knaparnir hafa jafn mörg gull ráða þá silfrin og ef þau eru jafn mörg þá bronsin o.s.frv. Ef tvö lið eru efst og jöfn í samanlögðum stigum eftir lokamót deildarinnar vinnur það lið sem fleiri greinar vann í mótaröðinni, ef þau standa þá enn jöfn vinnur það lið sem oftar var í öðru sæti keppnisgreinar.29.01.2011 17:56

Úrslit úr Úrtöku

FJÓRGANGUR

  Sæti    Keppandi    Heildareinkunn Stig
1    Sólon Morthens / Glæsir frá Feti          
6,10  50
2    Knútur Ármann / Djákni frá Vorsabæjarhjáleigu 5,83  49
3    Sigvaldi Lárus Guðmundsson / Breiðfjörð frá Búðardal                                                 
5,70  48
4    Cora Claas / Agni frá Blesastöðum 1A 5,67  47
5    Sigurður Sigurjónsson / Breyting frá Haga I 5,43  46
6    Sigurður Halldórsson / Hnoss frá Minni-Borg 5,33  45
7    Einar Logi Sigurgeirsson / Brúður frá Syðra-Skörðugili 5,23  44
8    Gunnlaugur Bjarnason / Andrá frá Blesastöðum 2A 5,20  43
9    Sölvi Arnarsson / Þytur frá Efsta-Dal II 5,17  42
10    Ingvar Hjálmarsson / Kleópatra frá Klauf 5,10  41
11    Helgi Kjartansson / Topar frá Hvammi I 5,03  40
12    Helgi Kjartansson / Röst frá Hvammi I 5,00   
13    Guðrún Magnúsdóttir / Ás frá Bræðratungu 4,90  39
14    Hulda Hrönn Stefánsdóttir / Gyðja frá Hrepphólum 4,87  38
15    Aðalsteinn Aðalsteinsson / Snillingur frá Vorsabæ II 4,70  37
16-17    Þórey Helgadóttir / Spónn frá Hrosshaga 4,50  36
16-17    Björgvin Ólafsson / Nn frá Bakkakoti 4,50  35
18    Halldór Þorbjörnsson / Tintron frá Miðengi 4,40  34
19    Linda Dögg Snæbjörnsdóttir / Glóð frá Sperðli 4,33  33


FIMMGANGUR

  Sæti    Keppandi    Heildareinkunn Stig
1    Sólon Morthens / Frægur frá Flekkudal 7,00  50
2    Sigvaldi Lárus Guðmundsson / Þruma frá Skógskoti 5,90  49
3    Knútur Ármann / Eskimær frá Friðheimum 5,23  48
4    Guðrún Magnúsdóttir / Baugur frá Bræðratungu 4,97  47
5    Einar Logi Sigurgeirsson / Gjöf frá Kýrholti 4,77  46
6    Gunnlaugur Bjarnason / Stormur frá Reykholti 4,73  45
7    Ingvar Hjálmarsson / Vörður frá Sauðárkróki 4,57  44
8    Sigurður Halldórsson / Hnoss frá Minni-Borg
4,47  43
9    Hulda Hrönn Stefánsdóttir Gyðja frá Hrepphólum
4,33  42
10-11    Helgi Kjartansson/Panda frá Hvammi I
4,17  41
10-11
 Sigurður Sigurjónsson/Blúnda frá Arakoti
4,17  40
12    Halldór Þorbjörnsson / Sædís frá Hveragerði 4,13  39
13    Snæbjörn Björnsson / Dynfari frá Úlfljótsvatni 3,90  38
14    Sölvi Arnarsson / Vonadís frá Efsta-Dal II 3,77  37
15    Aðalsteinn Aðalsteinsson / Leví frá Litla-Ármóti 3,60  36
16    Þórey Helgadóttir / Djákni frá Minni-Borg 3,53  35
17    Björgvin Ólafsson / Skuggi frá Hrepphólum 3,50  34
18    Cora Claas / Adam frá Eyði-Sandvík 3,30  33
19    Linda Dögg Snæbjörnsdóttir / Drottning frá Efsta-Dal II 2,93  32

SAMANLÖG STIG
Sæti Knapi Félag Fjórgangur Fimmgangur Heildarstig
1 Sólon Morthens Logi 50 50 100
2 Knútur Ármann Logi 49 48 97
3 Sigvaldi Lárus Guðmundsson Logi 48 49 97
4 Einar Logi Sigurgeirsson Smári 44 46 90
5 Sigurður Halldórsson Trausti 45 43 88
6 Gunnlaugur Bjarnason Smári 43 45 88
7 Sigurður Sigurjónsson Smári 46 40 86
8 Guðrún S. Magnúsdóttir Logi 39 47 86
9 Ingvar Hjálmarsson Smári 41 44 85
10 Helgi Kjartansson Smári 40 41 81
11 Cora Claas Smári 47 33 80
12 Hulda Hrönn Stefánsdóttir Smári 38 42 80
13 Sölvi Arnarsson Trausti 42 37 79
14 Aðalsteinn Aðalsteinsson Smári 37 36 73
15 Halldór Þorbjörnsson Trausti 34 39 73
16 Þórey Helgadóttir Logi 36 35 71
17 Snæbjörn Guðmundsson Trausti 32 38 70
18 Björgvin Ólafsson Smári 35 34 69
19 Linda Dögg Snæbjörnsdóttir Trausti 33 32 65

Keppt var um 3 sæti Trausta og voru það Sigurður Halldórsson, Sölvi Arnarsson og Halldór Þorbjörnsson sem unnu sér þáttökurétt í Uppsveitadeild 2011.

Keppt var um 5 sæti Loga og voru það Sólon Morthens, Sigvaldi Lárus Guðmundsson, Knútur Ármann, Guðrún S. Magnúsdóttir og Þórey Helgadóttir sem unnu sér þáttökurétt í Uppsveitadeild 2011.

Keppt var um 6 laus sæti Smára og voru það Einar Logi Sigurgeirsson, Gunnlaugur Bjarnason, Sigurður Sigurjónsson, Ingvar Hjálmarsson, Helgi Kjartansson og Hulda Hrönn Stefánsdóttir sem unnu sér inn þáttökurétt í Uppsveitadeild 2011.

7 knapar áttu sæti frá 2010 og það eru Aðalheiður Einarsdóttir, Hólmfríður Kristjánsdóttir, Guðmann Unnsteinsson, Bjarni Birgisson, Hermann Þór Karlsson, Kristbjörg Kristinsdóttir og Líney Kristinsdóttir.

Því er ljóst hvaða 21 knapi tekur þátt í Uppsveitadeildinni 2011 og þá er bara eftir að draga í lið og ákveða liðsstjóra.

Liðsskipan verður birt strax eftir helgina.

28.01.2011 08:11

Ráslistar fyrir úrtöku

Úrtaka fyrirUppsveitadeild 2011 fer fram í Reiðhöllinni á FLúðum laugardaginn 29. janúar og hefst stundvíslega kl. 14.00 á fjórgangi. Knapar eru beðnir um að vera tilbúnir svo ekki verði tafir eða bið eftir næsta knapa í braut.


FJÓRGANGUR

1.     Helgi Kjartansson - IS2005288370 - Röst frá Hvammi 1

2.     Bjarni Bjarnason - IS 2004288805 Von frá Þóroddsstöðum

3.     Sólon Morthens - IS2000186894 Glæsir frá Feti

4.     Hulda Hrönn Stefánsdóttir - IS2002288175 Gyðja frá Hrepphólum

5.     Cora Claas - IS2001187807 Agni frá Blesastöðum 1A 

6.     Sölvi Arnarsson - IS2002188902   Þytur frá Efsta-Dal II

7.     Þórey Helgadóttir - IS2000188091 Spónn frá Hrosshaga

8.     Sigurður Sigurjónsson - IS2003266620 Breyting frá Haga

9.     Guðrún S. Magnúsdóttir - IS2003188521 Ás frá Bræðratungu

10.  Einar Logi Sigurgeirsson - IS2002257503 Brúður frá Syðra Skörðugili

11.  Sigurður Halldórsson - IS2004288764 Hnoss frá Minni-Borg

12. Ingvar Hjálmarsson - IS2002284721 Kleópatra frá Klauf 

13.   Snæbjörn Björnsson -  IS1997182200 Dynfari frá Úlfljótsvatni

14. Gunnlaugur Bjarnason - is2005287875 Andrá frá Blesastöðum2a

15. Sigvaldi Lárus Guðmundsson - IS2003138910 Breiðfjörð frá Búðardal

16.   Björgvin Ólafsson  - IS1996186183 Núpur frá Bakkakoti

17.  Helgi Kjartansson - IS2005188371 Topar frá Hvammi 1

18.  Aðalsteinn Aðalsteinsson - IS2000187984  Snillingur frá Vorsabæ II

19.  Grímur Sigurðsson - IS1995177300 Glaumur frá Miðskeri

20.  Knútur Rafn Ármann - IS1997187711 Djákni frá Vorsabæjarhjáleigu

21.  Linda Dögg Snæbjörnsdóttir - IS2002284709 Glóð frá Sperðli

22.   Halldór Þorbjörnsson IS2006188710 Tintron frá MiðengiFIMMGANGUR

1.     Sölvi Arnarsson - IS2003288906 Vonadís frá Efsta-Dal II

2.     Gunnlaugur Bjarnason - is1999188582 Stormur frá Reykholti

3.     Einar Logi Sigurgeirsson - IS2004258433 Gjöf frá Kýrholti

4.     Cora Claas - IS2005182665 Adam frá Eyði-Sandvík

5.     Aðalsteinn Aðalsteinsson - IS2004187397 Leví frá Litla-Ármóti

6.     Grímur Sigurðsson - IS2001287283 Tígla frá Tóftum

7.     Sigvaldi Lárus Guðmundsson - IS2004238251 Þruma frá SKógskoti

8.     Knútur Rafn Ármann - IS1998288483 Eskimær frá Friðheimum

9.     Sigurður Sigurjónsson - IS2005287885 Blúnda frá Arakoti

10.  Guðrún S. Magnúsdóttir - IS2004188524 Baugur frá Bræðratungu

11.  Linda Dögg Snæbjörnsdóttir - IS2005288901 Drottning frá Efsta-Dal II

12. Björgvin Ólafsson - IS1991188174 Skugggi frá Hrepphólum

13Halldór Þorbjörnsson - IS2001287039 Sædís frá Hveragerði

14.  Þórey Helgadóttir - IS2001188761 Djákni frá Minni-Borg

15. Ingvar Hjálmarsson - IS2004157004 Vörður frá Sauðárkróki

16.  Sólon Morthens - IS2002125041 Frægur frá FLekkudal

17.   Cora Claas - IS2000249866 Hera frá Borgum

18.   Helgi Kjartansson - IS2002288370 - Panda frá Hvammi 1

19.   Snæbjörn Björnsson -  IS1997182200 Dynfari frá Úlfljótsvatni

20. Bjarni Bjarnason - IS 2004288805 Von frá Þóroddsstöðum

21.Hulda Hrönn Stefánsdóttir - IS2002288175 Gyðja frá Hrepphólum

22. Sigurður Halldórsson - IS2004288764 Hnoss frá Minni-Borg


22.01.2011 13:12

Úrtaka fyrir Uppsveitadeild - EKki gleyma að skrá !


Ekki gleyma að skrá fyrir úrtökuna í Uppsveitadeildina sem fram fer
29 janúar kl 14.00


Skráningarfrestur rennur út 23 janúar !

Skráningu þarf að fylgja kennitala knapa og IS númer hests.

Tekið er við skráningum á ksb@internet.is.

Skráningargjald er 3000 kr og greiðist á staðnum. (ekki kort)

Hægt er að nálgast reglurnar á heimasíðum hestamannafélagana.

www.smari.is   http://hestamannafelagidlogi.bloggar.is    http://trausti.123.is

21.01.2011 13:17

Stóðhestahappdrætti Freyfaxa

Hestamannafélagið Freyfaxi var að fara af stað með stóðhestahappdrætti sem opið er öllum.

Nánari upplýsingar um happdrættið og hestana sem hægt er að vinna undir má finna á heimasíðu félagsins  http://freyfaxi.123.is/page/30608/

21.01.2011 13:10

Frá Reiðhöllinni

Sala á árskortum er hafin á nýjan leik. Í boði er að kaupa annars vegar, einstaklingskort, sem gildir eingögnu fyrir korthafa og einnig fjölskyldukort sem gildir fyrir korthafa, maka hans og börn 18 ára og yngri.

Verð eru eftirfarandi (án vsk):  Til félagsmanna í Loga og Smára, einstaklingskort kr. 11 þús og fjölskyldukort kr. 18 þús. Verð til annara eru einstaklingskort kr. 15 þús, fjölskyldukort kr. 25 þús.

 Athugið að korthöfum er með öllu óheimilt  að veita öðrum aðilum aðgang að húsinu með aðgangsnúmeri sínu.

Árskorthöfum er frjáls aðgangur að húsinu hvenær sem er milli kl. 8 og 23 nema þegar auglýst dagskrá er í húsinu. Einnig er korthöfum frjáls afnot af hesthúsi á sama tíma. Áskilin er góð umgengni, í samræmi við reglur hússins. Upplýsingar um bókaða dagskrá má finna á heimasíðu Smára www.smari.is

Anne Nielssen hefur tekið við starfi umsjónarmanns í húsinu. Síminn hjá henni er 695 3643. Anne tekur við pöntunum á árskortum og öðrum bókunum á húsinu.

Stjórnin.

20.01.2011 13:03

Aðalfundur


Aðalfundur hestamannafélagsins Smára verður haldinn á Hestakránni að Húsatóftum fimmtudagskvöldið 3 febrúar kl 20.30.

Dagskrá

Venjuleg aðalfundarstörf
Kynntar og lagðar fram starfslýsingar fyrir nefndir félagsins
Önnur mál

                 Stjórnin

13.01.2011 15:37

Framundan 2011

Framundan er viðburðaríkt ár hjá hestamannafélaginu Smára eftir kanski frekar rólegt síðastliðið vor/sumar/haust. Að mörgu er að stefna á árinu og að er virðist mikil vakning og metnaður hjá félagsmönnum að þetta ár verði betri hvað varðar útreiðar og keppnishald.

 

Framundan er spennandi keppni í Uppsveitadeildinni sem hefst með úrtöku laugardaginn 29 janúar. Víða er verið að þjálfa og stefna að þátttöku í úrtökunni og frábært er að heyra hve margir stefna að þessu markmiði. (sjá nánar frétt hér að neðan - Úrtaka fyrir Uppsveitadeild)

Deildin hefst síðan 11 febrúar á keppni í Smala sem í fyrra var æsispennandi!

Á eftir fylgja svo fjórgangur - 4 mars, fimmgangur - 1 apríl og að lokum tölt og fljúgandi skeið 29 apríl.

 

Fyrirhugað er að halda samskonar mótaröð fyrir börn og unglinga, Uppsveitadeild Æskunnar og er kynningarfundur í þeim efnum næstkomandi miðvikudagskvöld, 19 janúar kl. 20 á Kaffi Kletti Reykholti. (sjá nánar frétt hér að neðan - Uppsveitadeild Æskunnar)

Ekki er stefnt að því að keppa í föstum 3ja manna liðum eins og í fullorðinsdeildinni heldur verður hvert hestamannafélag, Logi, Trausti og Smári,  með eitt lið hvert í hvorum flokki (keppt í barnaflokki10-13 ára og unglingaflokki 14-17 ára) og allir geta safnað stigum fyrir sitt félag og enginn er bundinn af þátttöku í öllum mótunum.

Þannig ættu allir að geta lagt sitt af mörkum og eru öll börn og unglingar og að sjálfsögðu foreldrar hvattir til að mæta á fundinn í Reykholti til að kynna sér nánar fyrirkomulag deildarinnar.

Uppsveitadeild Æskunnar mun fara fram á laugardögum 12 febrúar, 5 mars, 2 apríl og 30 apríl.

 

Vetrarmótin verða líka á sínum stað, það fyrsta 19 febrúar, annað 19 mars og þriðja 16 apríl. Keppni verður með hefðbundnu sniði.

 

Viðræður hafa verið í gangi með hestamannafélögunum Trausta og Loga að halda sameiginlega árshátíð. Fyrirkomulag og dagsetning verður auglýst nánar síðar.

 

Að sjálfsögðu verður firmakeppni félagsins haldin hátíðleg 1 maí að vanda.


Einnig er unnið að hugmyndum að ýmis konar fræðsluerindum og námskeiðum þannig allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

 

Fyrirhugað er svo að halda íþróttamót 6 ágúst og gæðingamót 20 ágúst. Nánast auglýst síðar.

 

Allar þessar dagsetningar eru nú komnar inn á dagatal hér til hliðar undir DAGSKRÁ 2011 og þar munu birtast allar tímasetningar sem fyrirhugaðar eru í félagsstarfinu

 

Tímatafla fyrir reiðhöllina er einnig á sínum stað undir REIÐHÖLLIN - TÍMATAFLA 2010-2011. Dagskrá þar á að birtast með 2ja vikna fyrirvara en er jafnframt birt með fyrirvara um breytingar því er fólk beðið að fylgjast vel með ætli það sér að nýta höllina á þeim tímum sem ekki er um skipulagða atburði að ræða.

 

Aðalfundur hestamannafélagsins Smára verður svo haldinn 3 febrúar næstkomandi og eru allir félagsmenn hvattir til að mæta. Nánar auglýst síðar.

 

Til stendur að setja upp póstlista með netföngum félagsmanna og senda út allar tilkynningar um atburði og hvað er um að vera í félaginu og þeir sem hafa áhuga á að vera á þessum lista eru hvattir til að senda netfangið sitt á smari@smari.is.

Einnig vil ég ítreka að þeir sem halda úti heimasíðum eða vita af heimasíðum félagsmanna að endilega senda slóðina á smari@smari.is því alltaf er gaman að fylgjast með hvað um er að vera í félaginu okkar og sveitunum.

11.01.2011 12:15

Úrtaka fyrir Uppsveitadeild

Reiðhöllin á Flúðum auglýsir úrtöku fyrir Upppsveitadeildina.

Þátttakendur skulu vera félagar í hestamannafélögunum Loga Trausta eða Smára.

Úrtakan verður haldinn í reiðhöllinni þann 29 janúar kl 14.00

Keppt verður í fjórgang og fimmgang (keppa verður í báðum greinum) eftir FIPO reglum.

Keppt verður um 14 laus sæti í deildinni þ.e 6 sæti Smárafélaga, 5 sæti Logafélaga og 3 sæti Traustafélaga.

Skráningu þarf að fylgja kennitala knapa og IS númer hests.

Skráningarfrestur er til 23 janúar.

Tekið er við skráningum á ksb@internet.is.

Skráningargjald er 3000 kr og greiðist á staðnum. (ekki kort)

Hægt er að nálgast reglurnar á heimasíðum hestamannafélagana.

www.smari.is   http://hestamannafelagidlogi.bloggar.is    http://trausti.123.is

11.01.2011 11:17

Uppsveitadeild Æskunnar

Uppsveitadeild æskunnar í hestaíþróttum

Sameiginlegur kynningarfundur Loga Trausta og Smára um Uppsveitadeild æskunnar í hestaíþróttum  verður haldinn á Kaffi Klett Reykholti miðvikudagskvöldið 19 jan kl 20.

Hvetjum alla sem áhuga hafa á keppninni til að mæta.  Keppt verður í barna og unglingaflokki (árgangar 98-2001 og 94 -97).

                                                                   Æskulýðsnefndirnar 

05.01.2011 21:15

Vinnudagur


Verður haldinn næstkomandi laugardag, 8 janúar í

Rangárhöllinni á Gaddstaðaflötum milli 9.00 og 12.00


og eru allir áhugasamir hvattir til að mæta og leggja sitt


af mörkum.

  • 1
Flettingar í dag: 44
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 375
Gestir í gær: 58
Samtals flettingar: 2084188
Samtals gestir: 302653
Tölur uppfærðar: 3.4.2020 02:06:43