Færslur: 2011 Júlí

29.07.2011 10:55

Íþróttakeppni Smára

Íþróttakeppni Smára

Íþróttakeppni verður haldin á velli félagsins í Torfdal 6 ágúst n.k. Keppni hefst kl 13 Keppt verður í tölti ,fjórgang og fimmgang. Flokkaskipting verður 16 ára og yngri og svo 17 ára og eldri. Skráningargjald verður 2,500 kr fyrir hverja grein og greiðist inná reikn 325-26-39003 kt:431088-1509. Staðfestið greiðslu með kvittun við skráningu.

Skráning sendist á hreppholar@gmail.com og skal þeim lokið fyrir kl 20 miðvikudaginn 3 ágúst. Keppnin verður felld niður ef ekki verða nægar skráningar og verður það auglýst á www.smari.is

                                                                                                          Nefndin

09.07.2011 11:28

Barna- og fjölskyldureiðtúr Smára 2011
Barna- og fjölskyldureiðtúr á vegum æskulýðsnefndar Smára verður
þriðjudaginn 26.júlí

Við ætlum að hittast á Álfaskeiði kl. 19:00
Þar verður öllum boðið upp á grillaðar pylsur og meðlæti
Farið verður í leiki og markmiðið að eiga góða kvöldstund saman
í fallegu umhverfi


Vinsamlegast látið vita af þátttöku hjá Maju s:8679572 eða Leifi s:8970969  fyrir sunnudagskvöldið, 24.júlí


Upplagt er að fólk tali sig saman um að vera samferða úr sveitunum.
Farið verður ríðandi frá Sandlækjarholti kl.18:15 og
frá Reiðhöllinni á Flúðum kl.18:00


Allir velkomnir - hlökkum til að sjá ykkur


bestu kveðjur, Einar Logi, Vigdís, Maja, Leifur og Kolbrún

04.07.2011 13:35

Íslandsmót fullorðinna 2011

 Skráningar

Skráningar sendist á brunir@simnet.is  Skráningum skal lokið á miðnætti 6. jjúlí.

Skráningargjaldið er 5000 kr fyrir hverja grein.

Greiða skal skráningargjald inná reikning  325-26-39003 Kt 431088-1509.

Senda skal kvittun fyrir greiðslu á smari@smari.is

Skráning verður ekki tekin gild nema kvittun hafi borist og einnig að félagsgjöld í Smára hafi verið greidd.

Komi upp spurningar varðandi þetta hafið þá samband við mig í S:8561136

 

Með kveðju

Guðni Árnason formaður 

  • 1
Flettingar í dag: 1
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 375
Gestir í gær: 58
Samtals flettingar: 2084145
Samtals gestir: 302644
Tölur uppfærðar: 3.4.2020 00:02:12