Færslur: 2012 Janúar
30.01.2012 22:21
Uppfærðar dagsetningar - SMALI ofl.
26.01.2012 16:22
Uppsveitadeild frestað
Stjórn
Uppsveitadeildarinnar á Flúðum hefur í samráði við mótshaldara og liðsstjóra að
fresta fyrsta mótinu sem halda átti annað kvöld vegna ófærðar og slæms veðurs.
Veðurspáin
er slæm næstu 2 sólahringa og mikil ófærð víða í sveitunum. Útlit er fyrir milt
og gott veður í framhaldinu og verður tekin ákvörðun um nýjan mótsdag innan
skammst og það auglýst.
Vonum
að fólk sýni þessu skilning og fylgist með nýrri dagsetning og mæti og fylgist
með smalanum í Uppsveitadeildinni.
Fylgist því vel með hér á www.smari.is
Kveðjur frá stjórn Uppsveitadeildarinnar
24.01.2012 21:52
Uppsveitadeild - SMALI
Nú líður senn að fyrsta móti í Uppsveitadeildinni en
það er á föstudagskvöldið kl. 20.00 í reiðhöllinni á Flúðum. Keppt verður í
smala, 21 knapi er skráður til leiks, riðnar verða 2 umferðir og svo ríða 10
efstu 1 umferð í úrslitum.
Meðfylgjandi er ráslisti kvöldsins sem þó
er birtur með fyrirvara um breytingar.
Allar upplýsingar um liðin, dagskrá og
tímasetningar komandi móta má finna hér til hliðar undir UPPSVEITADEILD.
KNAPI | HESTUR | LIÐ | |
1 | Árni Benónýsson | Aría frá Efsta-Dal II, 7v. Brún | BYKO |
2 | Hermann Þór Karlsson | Blær frá Efri-Brúnavöllum, 8v. Brúnn | MOUNTAINEERS OF ICELAND |
3 | Bjarni Birgisson | Garún frá Blesastöðum 2a, 5v. Bleik | LAND&HESTAR/NESEY |
4 | Guðrún S. Magnúsdóttir | Glampi frá Tjarnarlandi, 7v. Rauður | JÁVERK |
5 | Vilmundur Jónsson | Hrefna frá Skeiðháholti, 7v. Brún | ÞÓRISJÖTNAR |
6 | Guðmann Unnsteinsson | Dynjandi frá Grafarkoti, 12v. Brúnskjóttur | ÚTLAGINN |
7 | Sólon Morthens | Spónn frá Hrosshaga, 11v. Rauður | ÁSTUND |
8 | Sölvi Arnarsson | Hnota frá Efsta-Dal II, 6v. Brúnstjörnótt | BYKO |
9 | Bryndís Heiða Guðmundsdóttir | Blær frá Vestra-Geldingaholti | MOUNTAINEERS OF ICELAND |
10 | Ástrún S. Davíðsson | Stóri Brúnn frá Hlemmiskeiði, 14v. Móbrúnn | LAND&HESTAR/NESEY |
11 | Líney S. Kristinsdóttir | Hljómur frá Fellskoti, 6v. Bleikálóttur | JÁVERK |
12 | Einar Logi Sigurgeirsson | Æsa frá Grund, 21v. Grá | ÞÓRISJÖTNAR |
13 | Kristbjörg Kristinsdóttir | Hátíð frá Jaðri, 6v. Fífilbleikstjörnótt | ÚTLAGINN |
14 | Knútur Ármann | Dögg frá Ketilsstöðum, 19v. Brún | ÁSTUND |
15 | Sverrir Sigurjónsson | Greifi frá Miðengi, 19v. Brúnn | BYKO |
16 | Grímur Sigurðsson | Glaumur frá Miðskeri, 16v. Jarpur | MOUNTAINEERS OF ICELAND |
17 | Gunnlaugur Bjarnason | Tvistur frá Reykholti, 15v. Rauðtvístjörn. | LAND&HESTAR/NESEY |
18 | María B. Þórarinsdóttir | Birta frá Fellskoti, 6v. Rauðtvístjörn,glófext | JÁVERK |
19 | Gunnar Jónsson | Vífill frá Skeiðháholti 3, 11v. Jarpur | ÞÓRISJÖTNAR |
20 | Aasa Elisabeth Emelie Ljungberg | Hróðný frá Hvítanesi, 6v. Dökkmoldótt,stjörn. | ÚTLAGINN |
21 | Þórey Helgadóttir | Djákni frá Minni-Borg, 10v. Móálóttur | ÁSTUND |
21.01.2012 17:35
Týnd fylfull hryssa !!
Dökkrauð/einlitt, meri tapaðist úr girðingu við Bryðjuholt í Hrunamannahreppi, hún er örmerkt: IS 352097800004303
17.01.2012 21:17
Aðalfundarboð
Aðalfundur
Hestamannfélagsins Smára
Aðalfundur Hestamannafélagsins Smára verður
haldinn á Hestakránni að Húsatóftum fimmtudaginn 2 feb 2012 og hefst kl 20:30.
Dagsskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf
Lagabreytingar
Kosningar
Formaður gefur ekki kost á sér áfram
Önnur mál
Stjórnin
12.01.2012 08:44
Dómara námskeið
Hestadómarinn! Námskeið
Gæðingadómarafélag LH og Íþróttadómarafélag LH, í samstarfi við Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands, bjóða upp á námskeiðið Hestadómarinn.
Nám þetta er fyrst og fremst hugsað fyrir starfandi íþrótta- og gæðingadómara og fólk sem hyggst gerast dómarar en getur einnig nýst víðum hópi áhugasamra hestamanna. Námskeiðið er tilvalið fyrir starfandi dómara til að dýpka þekkingu sína á hestinum og eflast í sínum störfum. Þeir sem hafa hug á að ná sér í dómararéttindi seinna meir fá þarna góðan grunn. Ræktendur fá innsýn í hvað og hvernig hestar eru metnir og einnig er gott að öðlast þekkingu á dómstörfum til að geta metið sína eigin hesta eða aðstoðað keppnisknapa. Þannig á þetta námskeið á að nýtast breytum hópi fólks.
Námskeiðið er röð af fjórum helgarnámskeiðum. Námið er sambland af staðarnámi og fjarnámi - nemendur fá verkefni til að vinna á milli helga. Rauði þráðurinn í gegnum allt námskeiðið verður þjálfun í dómum hverrar gangtegundar. Mikilvæg atriði verða samhliða tekin fyrir með fyrirlestrum og sýnikennslum, þau eru meðal annars:
o Saga keppnisgreina og saga reiðmennskunnar
o Dómkvarðar sem hafðir eru að leiðarljósi við dóma á hrossum í íþrótta- og gæðingakeppni.
o Gangtegundir íslenska hestsins - fagurfræði gangtegundanna
o Hugtakanotkun við mat á hrossum
o Þjálfunarfræði og hreyfingafræði
o Bygging hesta og tengsl við virkni í reið - líkamsbeiting hestsins
o Atferlisfræði
o Áseta og stjórnun
o Taumsamband, höfuðburður og reising - Beislabúnaður og notkun hans
Kennarar koma frá fræðslunefndum Íþrótta- og Gæðingadómarafélaganna auk þess sem Mette Mannseth reiðkennari og knapi, Benedikt Líndal tamningameistari, Gunnar Reynisson kennari við LbhÍ og Lárus Ástmar Hannesson gæðingadómari, munu koma að kennslunni.
Námskeiðið verður keyrt samhliða námskeiði fyrir keppnisknapa og nokkuð verður um sameiginleigar kennslu- og æfingastundir þessara tveggja námskeiðshópa (með fyrirvara um breytingar).
Staður og stund: Hestamiðstöð LbhÍ á Miðfossum, 3.-4. febrúar, 17.-18. febrúar, 16.-18. mars, 30.-31. mars og 28. apríl. Tími frá 15:00-20:00 föstudaga, 9:00-18:30 laugardaga og einn sunnudag frá 10:00-15:00 (72 kennslustundir). Valfrjáls æfingdagur verður í tengslum við mót 28. apríl.
Verð: 86.000.- (Kennsla, gögn, veitingar)
Hægt er að leita eftir gistingu á Hvanneyri með sameiginlegri eldhúsaðstöðu gisting@lbhi.is (Lárus Ingibergs.)
Skráning: endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5000 fram komi nafn, kennitala, heimilisfang, sími og netfang.
Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 20.000 kr (óafturkræft) á reikninginn 0354-26-4237, kt. 411204-3590. Senda kvittun á endurmenntun@lbhi.is
Yfirlit námskeið má sjá á www.lbhi.is/namskeid
Upplýsingar um námið veitir Lárus Ástmar Hannesson s: 8980548 - larusha@simnet.is
11.01.2012 21:41
Frá Reiðhöllinni á Flúðum
Sala árskorta er hafinn á nýjan leik.
Fyrirkomulag og verð er óbreytt frá fyrra ári, þeas hægt er að velja um tvær tegundir af aðgang, einstaklings- og fjölskyldukort.
Einstaklingskort er eingögnu ætlað korthafa, en fjölskyldukort gildir fyrir korthafa, maka hans og börn 18 ára og yngri.
Mikilvægt er að korthafar virði þær lágmarksreglur.
Korthöfum er frjáls
aðgangur að húsinu milli kl. 8 og 23 daglega svo fremi sem ekki er skipulögð
dagsskrá í húsinu. Hægt er að nálgast upplýsingar um skipulagða dagskrá á
heimasíðu Smára www.smari.is undir TÍMATAFLA
OG DAGSKRÁ.
Verð á einstaklingskorti er 11 þús auk vsk og á fjölskyldukorti 18 þús auk vsk. Hægt er að panta árskort í s: 897 7623 eða á netfanginu helgikj@mmedia.is.
Undir "REIÐHÖLL" hér til hliðar á síðunni má nú finna upplýsingar um árskort, skilmála með árskortum ásamt umgengnisreglum í hesthúsi.
Stjórnin
- 1