Færslur: 2012 Júlí

22.07.2012 00:49

Úrslit frá Gæðingamóti 2012

 

Gæðingamót og opið töltmót Smára var haldið laugardaginn 21. júlí í Torfudal á Flúðum.

 

Veðurspáin var ekki góð fyrir daginn en spáð var djúpri lægð með rok og rigningu. Mótið byrjaði samt í blíðskaparveðri og hélst lengi svo frameftir. Helstu stríðnispúkarnir vour kríurnar sem þykjast eiga hluta vallarins og voru ansi aðgangsharðar á knapana þegar þeir riðu framhjá “þeirra” svæði. Nokkrir knapar fengu gogga í hjálmana sína og sannast enn og aftur hversu gott er að hafa þennan öryggisbúnað á kollinum.

Gunnar Jónsson og Draupnir frá Skeiðháholti 3 einbeittir og létu ekki kríuna trufla sig

 

B-flokkur reið á vaðið og voru sautján úrvals hestar skráðir til leiks. Keppnin var hörð og frekar jöfn en flokkinn sigraði Dögg frá Steinnesi en knapi hennar var Ólafur Ásgeirsson. Í öðru sæti varð Þokki frá Þjóðólfshaga og Hólmfríður Kristjánsdóttir og í þriðja sæti varð Sörli frá Hárlaugsstöðum sem Pernille Lyager Möller reið.

 

Efstu 5 í b flokki. Ljósmynd: Sigurður Sigmundsson

Efstu 5 í b flokki. Ljósmynd Sigurður Sigmundsson

Þá var komið að barnaflokki og voru þar snillingar framtíðarinnar að spreyta sig. Fimm hestar voru skráðir til leiks og létu þau kríuna ekki slá sig út af laginu.  Flokkinn vann Halldór Fjalar Helgason á Þokka frá Hvammi I en hann fékk einnig ásetuverðlaun barna. Í öðru sæti varð Þorvaldur Logi Einarsson á Eld frá Miðfelli 2 og í þriðja sæti varð Ragnheiður Björk Einarsdóttir á Rúbín frá Vakurstöðum.

Sigurvegari í barnaflokki, Halldór Fjalar Helgason á Þokka frá Hvammi I. Ljósmynd Sigurður Sigmundsson

Þegar kom að unglingaflokki var aðeins farið að þykkna upp en veðrið lék enn við keppendur og áhorfendur. Í unglingaflokk voru sex keppendur á sjö hestum en eftir úrslitin sat Sigurbjörg Bára Björnsdóttir á Hátíð frá Vorsabæ II uppi sem sigurvegari og hneppti ásetuverðlaunin einnig. Athygli vakti að allir hestar í úrslitum í unglingaflokki voru jarpir að lit. Í öðru sæti varð Björgvin Ólafsson á Sveip frá Hrepphólum og þriðja sæti hneppti Guðjón Örn Sigurðsson á Golu frá Skollagróf.

Efstu 5 í unglingaflokki. Ljósmynd Sigurður Sigmundsson

 

Í A flokk voru skráð tíu hross og þurfti einn knapi að hafa sig allan við því hann var skráður með fjögur af þessum fínu hrossum. Eftir harða keppni og flotta skeiðspretti var ljóst að sigurvegari var Nótt frá Jaðri sem Ólafur Ásgeirsson reið. Hreppasvipan góða kom því í þeirra hlut en hún er elsti verðlaunagripur í gæðingakeppni á landinu. Eins og fyrir ári þá munaði aðeins 0,01 á fyrsta og öðru sæti en í því lentu Flipi frá Haukholtum og Guðmann Unnsteinsson en í þriðja sæti varð Prins frá Vestra-Geldingaholti sem Sigfús Guðmundsson reið.

Efstu 5 í a flokki. Ljósmynd Sigurður Sigmundsson

Þegar úrslitin voru riðin var töluvert farið að þykkna upp og fyrstu rigningardroparnir féllu á unglingana okkar en létu þó A-flokks fólkið finna meira fyrir sér. Að gæðingakeppni lokinni tók við opið töltmót en þar voru 27 knapar og hestar búnir að skrá sig til leiks. Ákveðið hafði verið að einn knapi riði í braut en oft á tíðum hafa tveir knapar verið inn á vellinum á þessu töltmóti félagsins. Reyndist þessi breyting leggjast vel í keppendur og fengu hestarnir að njóta sín einir á vellinum. Veðrið var farið að segja aðeins til sín og urðu knapar blautir en þrátt fyrir það var keppnin mikil og góð.

 

Þrátt fyrir að nokkuð hafi verið af afskráningum voru riðin B-úrslit en þau vann Viggó Sigursteinsson á Ósk frá Hrafnagili.

Þegar A-úrslit í tölti voru riðin sáu veðurguðirnir sér leik á borði og skrúfuðu fyrir rigninguna öllum til mikillar ánægju. Keppnin var skemmtileg á að horfa og að lokum stóð Ólafur Ásgeirsson uppi sem sigurvegari á Stíganda frá Stóra-Hofi. Í öðru sæti varð Sigurbjörg Bára Björnsdóttir á Blossa frá Vorsabæ II og í þriðja sæti varð Matthías Leó Matthíasson á Keim frá Kjartansstöðum.

Sigurvegarar í tölti Stígandi frá Stóra-Hofi og Ólafur Ásgeirsson. Ljósmynd Sigurður Sigmundsson

Mótanefnd vill þakka öllum þeim sem komu að undirbúningi og störfum á mótinu, dómurum og þá sérstaklega knöpum og hestum sem skemmtu öllum svo vel í dag.

 

Meðfylgjandi eru helstu úrslit dagsins.

 

 

B FLOKKUR GÆÐINGA

 

1

Dögg frá Steinnesi/Ólafur Ásgeirsson

8,68

2

Þokki frá Þjóðólfshaga 1/Hólmfríður Kristjánsdóttir

8,47

3

Sörli frá Hárlaugsstöðum/Pernille Lyager Möller

8,45

4

Jódís frá Efri-Brúnavöllum I/Hermann Þór Karlsson *

8,32

5

Sigurdís frá Galtafelli/Guðmann Unnsteinsson

8,25

     

A FLOKKUR GÆÐINGA

 

1

Nótt frá Jaðri/Ólafur Ásgeirsson

8,49

2

Flipi frá Haukholtum/Guðmann Unnsteinsson

8,48

3

Prins frá Vestra-Geldingaholti/Sigfús Guðmundsson

8,24

4

Sameignar-Grána frá Syðri-Gróf 1/Hermann Þór Karlsson*

7,93

5

Askja frá Kílhrauni/Hólmfríður Kristjánsdóttir*

7,84

     

UNGLINGAFLOKKUR

 

1

Sigurbjörg Bára Björnsdóttir/Hátíð frá Vorsabæ II

8,57

2

Björgvin Ólafsson/Sveipur frá Hrepphólum

8,35

3

Guðjón Örn Sigurðsson/Gola frá Skollagróf

8,28

4

Gunnlaugur Bjarnason/Riddari frá Húsatóftum 2a

8,15

5

Kjartan Helgason/Þöll frá Hvammi I

8,1

     

BARNAFLOKKUR

 

1

Halldór Fjalar Helgason/Þokki frá Hvammi I

8,36

2

Þorvaldur Logi Einarsson/Eldur frá Miðfelli 2

8,133

3

Ragnheiður Björk Einarsdóttir/Rúbín frá Vakursstöðum

8,132

4

Þórey Þula Helgadóttir/Gerpla frá Hvammi I

7,74

     
     

B ÚRSLIT TÖLT

 

1

Viggó Sigursteinsson/Ósk frá Hrafnagili

6,22

2

Smári Adolfsson/Eldur frá Kálfholti

6

3

Gunnar Jónsson/Vífill frá Skeiðháholti 3

5,61

4

Aðalsteinn Aðalsteinsson/Brúnblesi frá Sjávarborg

5,17

5

Ingvi Karl Jóhannson/Hrafntinna frá Miðfelli 5

0

     
     

A ÚRSLIT TÖLT

 

1

Ólafur Ásgeirsson/Stígandi frá Stóra-Hofi

7,72

2

Sigurbjörg Bára Björnsdóttir/Blossi frá Vorsabæ II

7,22

3

Matthías Leó Matthíasson/Keimur frá Kjartansstöðum

6,72

4

Ingólfur Arnar Þorvaldsson/Dimmblá frá Kjartansstöðum

6,44

5

Hólmfríður Kristjánsdóttir/Þokki frá Þjóðólfshaga 1

6,28

6

Viggó Sigursteinsson/Ósk frá Hrafnagili

5,17

 

20.07.2012 01:38

Ráslisti Töltmóts

Ráslistar opins Töltmóts Smára laugardaginn 21. júlí 2012
Birt með fyrirvara um breytingar.

Mótanefnd.

Töltkeppni

Nr

Knapi

Hestur

1

Viggó Sigursteinsson

Þórólfur frá Kanastöðum

2

Bjarni Birgisson

Arkíles frá Blesastöðum 2A

3

Matthías Leó Matthíasson

Keimur frá Kjartansstöðum

4

Ólafur Ásgeirsson

Stígandi frá Stóra-Hofi

5

Marta Margeirsdóttir

Frumherji frá Kjarnholtum I

6

Hólmfríður Kristjánsdóttir

Þokki frá Þjóðólfshaga 1

7

Linn Skum

Kristall frá Kolsholti 2

8

Gunnar Jónsson

Vífill frá Skeiðháholti 3

9

Ólafur Ásgeirsson

Vordís frá Jaðri

10

Viggó Sigursteinsson

Logi frá Reykjavík

11

Aðalsteinn Aðalsteinsson

Snillingur frá Vorsabæ II

12

Höskuldur Ragnarsson

Þengill frá Laugavöllum

13

Helgi Kjartansson

Topar frá Hvammi I

14

Matthildur María Guðmundsdóttir

Jódís frá Efri-Brúnavöllum I

15

Ingólfur Arnar Þorvaldsson

Dimmblá frá Kjartansstöðum

16

Ólafur Ásgeirsson

Dögg frá Steinnesi

17

Guðmann Unnsteinsson

Breyting frá Haga I

18

Cora Claas

Agni frá Blesastöðum 1A

19

Marta Margeirsdóttir

Skundi frá Borgarfelli

20

Hermann Þór Karlsson

Sörli frá Arabæ

21

Ingvi Karl Jóhannsson

Hrafntinna frá Miðfelli 5

22

Guðjón Örn Sigurðsson

Gola frá Skollagróf

23

Guðmann Unnsteinsson

Sigurdís frá Galtafelli

24

Pernille Lyager Möller

Sörli frá Hárlaugsstöðum

25

Smári Adolfsson

Eldur frá Kálfholti

26

Aðalsteinn Aðalsteinsson

Brúnblesi frá Sjávarborg

27

Sigurbjörg Bára Björnsdóttir

Blossi frá Vorsabæ II


20.07.2012 00:57

Ráslistar


Ráslistar Gæðingamóts Smára laugardaginn 21. júlí 2012.
Birt með fyrirvara um breytingar.

Mótanefnd.

Ráslistar

B flokkur

 

Nr

Hestur

Knapi

1

Agni frá Blesastöðum 1A

Cora Claas

2

Vordís frá Jaðri

Ólafur Ásgeirsson

3

Vaskur frá Litla-Dal

Árni Freyr Pálsson

4

Hrímfaxi frá Hrafnkelsstöðum 1

Maja Roldsgaard

5

Bylgja frá Skeiðháholti 3

Gunnar Jónsson

6

Breyting frá Haga I

Guðmann Unnsteinsson

7

Stígandi frá Stóra-Hofi

Ólafur Ásgeirsson

8

Sörli frá Arabæ

Hermann Þór Karlsson

9

Topar frá Hvammi I

Helgi Kjartansson

10

Sörli frá Hárlaugsstöðum

Pernille Lyager Möller

11

Þokki frá Þjóðólfshaga 1

Hólmfríður Kristjánsdóttir

12

Védís frá Jaðri

Ólafur Ásgeirsson

13

Arkíles frá Blesastöðum 2A

Bjarni Birgisson

14

Sigurdís frá Galtafelli

Guðmann Unnsteinsson

15

Draupnir frá Skeiðháholti 3

Gunnar Jónsson

16

Jódís frá Efri-Brúnavöllum I

Aðalheiður Einarsdóttir

17

Dögg frá Steinnesi

Ólafur Ásgeirsson

 

 

 

 

Barnaflokkur

Nr

Knapi

Hestur

1

Þorvaldur Logi Einarsson

Eldur frá Miðfelli 2

2

Halldór Fjalar Helgason

Þokki frá Hvammi I

3

Þórey Þula Helgadóttir

Gerpla frá Hvammi I

4

Ragnheiður Björk Einarsdóttir

Rúbín frá Vakurstöðum

5

Þorvaldur Logi Einarsson

Fákur frá Miðfelli 2

 

 

 

 

Unglingaflokkur

Nr

Knapi

Hestur

1

Sigurbjörg Bára Björnsdóttir

Hátíð frá Vorsabæ II

2

Björgvin Ólafsson

Sveipur frá Hrepphólum

3

Gunnlaugur Bjarnason

Riddari frá Húsatóftum 2a

4

Helgi Valdimar Sigurðsson

Hending frá Skollagróf

5

Kjartan Helgason

Þöll frá Hvammi I

6

Björgvin Ólafsson

Birta frá Hrepphólum

7

Guðjón Örn Sigurðsson

Gola frá Skollagróf

 

 

 

 

A flokkur

Nr

Hestur

Knapi

1

Binna frá Gröf

Guðmann Unnsteinsson

2

Prins frá Vestra-Geldingaholti

Sigfús Guðmundsson

3

Vífill frá Skeiðháholti 3

Gunnar Jónsson

4

Sameignar-Grána frá Syðri-Gróf 1

Guðmann Unnsteinsson

5

Sandra frá Blesastöðum 2A

Bjarni Birgisson

6

Vonarneisti frá Vestra-Geldingaholti

Sigfús Guðmundsson

7

Askja frá Kílhrauni

Guðmann Unnsteinsson

8

Nótt frá Jaðri

Ólafur Ásgeirsson

9

Garún frá Blesastöðum 2A

Gunnlaugur Bjarnason

10

Flipi frá Haukholtum

Guðmann Unnsteinsson

 

 

 

 19.07.2012 10:46

Dagskrá Gæðingamóts

Dagskrá Gæðingakeppni og Töltmóts Smára laugardaginn 21. júlí 2012

Hún er hér birt með fyrirvara um breytingar.

Dagskrá

10:00

Forkeppni B-flokk

11:30

Forkeppni Barnaflokk

12:00

Forkeppni Unglingafl.

12:30

Hlé

13:15

Forkeppni A-flokk

14:45

Hlé

15:00

Úrslit B-flokk

15:30

Úrslit Barnaflokk

15:50

Úrslit Unglingaflokk

16:10

Úlslit A-flokk

17:30

Forkeppni Tölt

B-úrslit tölt

A-úrslit tölt

Í töltkeppninni verður einn knapi inná vellinum í einu.

15.07.2012 23:53

Fjölskyldureiðtúr Smára 2012

 

Fjölskyldureiðtúr Smára 2012   

 

19 .júli er dagurinn! Um að gera að leggja á klárana og koma riðandi á Álfaskeið i leiki og grill. Mæting þar kl. 19.00. Skemmtilegast væri ef að fólk tæki sig saman og kæmi riðandi i hópum

Skráning á smarakrakkar@gmail.com

Hlökkum til að sjá ykkur!

 

Æskulýðsnefnd Smára

Vigdis, Leifur, Ragnar, Meike og Jóhanna

 

05.07.2012 23:59

Gæðingamót Smára

 

 

Gæðingamót  Smára fer fram á vellinum á Flúðum laugardaginn 21. Júlí.

 Keppt verður í :

Barnaflokki ( 10- 13ára)

Unglingaflokki (14-17ára)

Ungmennaflokki ( 18-21árs)

A-flokki

B-flokki

Opin Töltkeppni

Skráningum skal skilað á smari@smari.is eða í síma 869-0387(Lilja),

 Seinasti skráningardagur 16.júlí fyrir miðnæti.  

Í skráningu þarf að koma fram nafn og kennitala knapa, is númer hests,  nafn og litur, í hvaða flokki skal keppt og upp á hvora höndina skal riðið. Sé greiðandi annar en knapi skal taka nafn knapa fram í skýringu.

Skráningargjald er í fullorðins og ungmennaflokk 2500kr fyrir fyrsta hest en 1500kr eftir það og í barna og unglingaflokk 1500kr. skráningagjald í töltkeppni er 3000kr.

Skráningargjald skal leggja inná reikn Bank 325-26-39003

Kennitala: 431088-1509                                                                                      Mótanefnd

05.07.2012 12:07

Um skráningu á Íslandsmót fullorðinna á Vindheimamelum

 

Íslandsmót fullorðinna í hestaíþróttum fer fram á Vindheimamelum í Skagafirði dagana 18. – 22. júlí. Það hvenær mótið hefst og nánar um dagskrá verður kynnt þegar skráning liggur fyrir. Upplýsingar verða kynntar á www.horse.is/im2012

Skráning
Skráning hefst þriðjudaginn 10 júlí og líkur kl: 16:00 fimmtudaginn 12 júlí.
Hægt er að senda skráninguna á tölvupósti á sah@bondi.is. Þá verður tekið á móti skráningum í gegnum síma 455-7100 milli 13:00 – 16:00 þessa þrjá daga.
Umsjón með skráningu hefur Steinunn Anna Halldórsdóttir.

Skráningargjöld
Skráningargjald er 5.000 kr fyrir hverja keppnisgrein.
Reikningsnúmer: 1125 – 26 – 1630 kt: 520705-1630

Senda þarf kvittun í tölvupósti á sah@bondi.is
Skýring: Nafn og kt. knapa sem greitt er fyrir
Greiðslur þurfa að hafa borist fyrir kl: 16:00 fimmtudaginn 12. júlí.

Skráning telst ekki gild fyrr en greiðsla hefur borist.

Við skráningu þarf eftirfarandi að koma fram:
Nafn hests og IS númer
Hestamannafélag sem keppt er fyrir
Keppnisgreinar
Hver sé greiðandi, ef það er ekki knapinn sjálfur.

Hægt verður að fá spiluð óskalög keppenda þegar keppnin fer fram en þá verða keppendur að setja sig í samband við tónlistarstjóra á keppnisstað með lagið tilbúið á disk eða kubb.

Minnum á að lágmörk í einstökum greinum eru eftirfarandi:
Tölt (T1) 6,0
Fjórgangur (V1) 5,7
Fimmgangur (F1) 5,5
Tölt (T2) 5,7
Gæðingaskeið (PP1) 6,0
250 m skeið 26 sek
150 m skeið 17 sek
100 m skeið 9 sek

Árangur frá árunum 2011 og 2012 gildir.

Hestahald á Íslandsmóti

Nægt svæði er á Vindheimamelum þar sem menn geta tjaldað og girt fyrir hross sín.

Á Vindheimamelum eru tvö hesthús. Annað húsið verður haft laust til afnota yfir daginn fyrir keppendur. Hitt húsið er hugsað sem stóðhestahús og þarf að panta fyrir stóðhestana fyrirfram.

Rúnar Hreinsson (867-4256) tekur á móti pöntunum fyrir stóðhesta. Rúnar mun einnig veita upplýsingar um hvert sé best að leita vilji menn komast í hesthús í nágrenni Vindheimamela.

Varðandi gjaldtöku, þá kostar ekkert að vera með beitarhólf á Vindheimamelum. Ekki verður tekið gjald fyrir stíur í stóðhestahúsunum á Vindheimamelum og verður þar hey í boði. Hinsvegar verða menn sjálfir að skaffa undirburð og annast umhirðu og eftirlit með hestunum, en þeir verða þar á ábyrgð umsjónamanna sinna.

  • 1
Flettingar í dag: 43
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 195
Gestir í gær: 93
Samtals flettingar: 2083003
Samtals gestir: 302401
Tölur uppfærðar: 29.3.2020 05:25:54