Færslur: 2013 Janúar

29.01.2013 18:22

ATHUGIÐ ATHUGIÐ ATHUGIÐ !!!

 

Á MORGUN, MIÐVIKUDAGINN 30 JANÚAR ER REIÐHÖLLIN Á FLÚÐUM  LOKUÐ

FRÁ KL. 13.00 VEGNA ENDURBÓTA Á GÓLFI Í SAL.

REIÐHALLARSTJÓRN.

 

27.01.2013 18:54

Frá Aðalfundi

Aðalfundur Smára fór fram í félagsheimilinu í Árnesi sunnudaginn 27 janúar kl. 14.00

Fundarstjóri var Gunnar Örn Marteinsson.

Venjuleg aðalfundarstörf einkenndu fundinn, reikningar voru lagðir fram og samþykktir samhljóða sem og skýrsla stjórnar.

Kjósa þurfti um 3 menn í aðalstjórn. Lilja Össurardóttir og Aðalsteinn Aðalsteinsson buðu sig fram til áframhaldandi setu og var það samþykkt með lófataki. Í stað Coru Claas var kjörin í stjórn Hulda Hrönn Stefánsdóttir í Hrepphólum.

Stjórnina skipa því :

Ingvar Hjálmarsson formaður

Bára Másdóttir gjaldkeri  

Lilja Össurardóttir ritari 

Aðalsteinn Aðalsteinsson

Hulda Hrönn Stefánsdóttir

 

Kjósa þurfti um 3 menn í varastjórn. Tillaga kom um að kosin til áframhaldandi setu yrðu þau sömu og kosin voru á síðasta fundi og var það samþykkt með lófataki.

Varastjórn skipa því: 

Kolbrún Haraldsdóttir  

Bjarni Birgisson     

Hjálmar Gunnarsson

 

Skoðunarmenn reikninga verða þeir sömu, Árni Svavarsson og Þorgeir Vigfússon. Varamenn í þessu embætti eru Haraldur Sveinsson og Haukur Haraldsson. 

 

 

Ræktunarbikarinn  sem gefinn var af hestamannafélaginu Geysi á 50 ára afmæli Smára var veittur fyrir hæst dæmda kynbótahross í eigu félagsmanns. 

 

Efsti hestur að þessu sinni var :

 

IS2005187836 - Mjölnir frá Hlemmiskeiði 3

F. Krákur frá Blesastöðum (Aeink. 8,34)

M. Blika frá Nýjabæ (Aeink. 8,14)

Mjölnir er ræktaður af Árna Svavarssyni og Ingu Birnu Ingólfsdóttur á Hlemmiskeiði

Mjölnir var seldur og fluttur út til Þýskalands síðastliðið haust

       Hæsti dómur 2012

Sköpulag – 8,51

Kostir – 8,49

Aðaleinkunn 8,50

Sköpulag                                    Kostir

Höfuð  8.5                                   Tölt   8,5

Háls/herðar/bógar   9                   Brokk  8

Bak og lend     8.5                       Skeið  9

Samræmi         9                         Stökk  8 

Fótagerð          7.5                      Vilji og geðslag 9

Réttleiki           7.5                       Fegurð í reið  8,5

Hófar   8.5                                   Fet  7,5

Prúðleiki          9                          Hægt tölt 8     Hægt stökk  7

 

Árni Svavarsson og Inga Birna Ingólfsdóttir taka við ræktunarbikarnum af Ingvari Hjálmarssyni formanni

 

 

 

 

Blæsbikarinn er afhentur þeim félagsmanni er þykir hafa staðið uppúr hvað varðar árangur jafnt og faglegrar framkomu á síðasta ári.

Blæsbikarinn hlýtur að þessu sinni Ólafur Brynjar Ásgeirsson.

Ólafur Ásgeirsson, handhafi Blæsbikars

 

 

Ólafur var mjög sýnilegur á mótum ársins 2012. Hann keppti m.a. í Meistaradeild VÍS, íþróttamóti Sörla, íþróttamóti Sleipnis, Íslandsmóti fullorðinna, Landsmóti, Suðurlandsmóti, Gæðingamóti Sörla, Gæðingamóti Smára, Metamóti Andvara svo eitthvað sé nefnt.

 

Ólafur náði m.a. þessum árangri :

Úrtaka fyrir Landsmót

·       Var með efstu 2 hross í B-flokki fyrir Smára

·       Dögg frá Steinnesi 8,63

·       Stígandi frá Stóra-Hofi 8,53

Landsmót í Víðidal

·       Komst með 2 hross áfram í milliriðla í B-flokk gæðinga

·       Dögg frá Steinnesi fork. 8,64 milliriðill 8,34

·       Stígandi frá Stóra-Hofi fork. 8,55 milliriðill 8,47

Gæðingamót Smára

·       1. Sæti í A-flokki gæðinga á Nótt frá Jaðri 8,49

·       1. Sæti í B-flokki gæðinga á Dögg frá Steinnesi 8,68

·       1. Sæti í opnu tölti á Stíganda frá Stóra-Hofi 7,72

Ólafur náði víða mjög góðum árangri á árinu 2012. Var til fyrirmyndar fyrir sitt félag hvar sem hann kom og sýnir ætíð prúðmannlega framkomu innan vallar sem utan og er því vel að þessari viðurkenningu kominn.

 

 

 

Fram var lögð tillaga að nefndum Smára fyrir veturinn og má sjá hana hér fyrir neðan. Ennþá vantar fólk í einhverjar nefndir því eru þeir sem eru áhugasamir um að efla félagsstarfið hvattir til að hafa samband við stjórnina eða formenn viðkomandi nefnda eða með því að senda línu á smari@smari.is

 

ÆSKULÝÐSNEFND

Vigdís Furuseth, Syðra-Langholti formaður

Meike Witt, Glóruhlíð              

Ragnar. S. Geirsson, Efra-Langholti                                                                                                                              

Bjarni H. Ásbjörnsson, Kílhrauni                                                                                                                                                                        

Guðbjörg Jóhannsdóttir, Ásatúni

ÚTREIÐANEFND

Elín Moqvist, Brautarholti                                                                                                                                                                                            

Bjarni Hjörleifsson, Fossi

MÓTANEFND

Lilja Össurardóttir, Kílhrauni                                                                                                                                                                

Hólmfríður Kristjánsdóttir, Kílhrauni                                                                                                                                                                      

Bragi Viðar Gunnarsson, Túnsbergi    

FJÁRÖFLUNARNEFND

Ragnheiður Ósk Guðmundsdóttir,Langholtskoti    formaður                                                                                                                                          

Sigurður Sigurjónsson, Kotlaugum                                                                                                                                                                                  

Svala Bjarnadóttir, Fjalli

VALLARSTJÓRAR

Hjálmar Gunnarsson, Flúðum                                                                                                                                                                                    

Unnsteinn Hermannsson, Langholtskoti

FULLTRÚI Í FRAMKVÆMDANEFND UPPSVEITADEILDAR

Hermann Þór Karlsson, Efri-Brúnavöllum

FULLTRÚAR Í STJÓRN REIÐHALLARINNAR Á FLÚÐUM

Helgi Kjartansson, Flúðum – Framkvæmdastjóri                                                                                                                                                        

Sigurður H. Jónsson, Skollagróf – Gjaldkeri

 

 

Æskulýðsnefndarfulltrúarnir Meike Witt og Vigdís Furuseth kynntu svo lauslega það sem þau eru með á dagskrá í vetur ásamt hugmyndum þeirra um Mentor kerfi og Ride&Tie sem er ný og skemmtileg keppnisgrein fyrir alla fjölskylduna. Lesa má betur um þessar tillögur hér í fyrri fréttum og eins inn á facebook síðu Smára. Áhugasamir um þátttöku í þessum verkefnum eru hvattir til að hafa samband við æskulýðsnefndina.

 

Nú fer vetrarstarfið að fara á fullt og margt er á dagskrá.

Viljum við byrja á að minna á fyrsta vetrarmót sem haldið verður laugardaginn 16 febrúar næstkomandi.

20.01.2013 21:00

Aðalfundur Smára

Haldinn í félagsheimilinu Árnesi,

27. janúar 2013, kl. 14:00

 

Dagskrá fundarins:

1.     Framlagðir endurskoðaðir reikningar félagsins fyrir síðasta ár til úrskurðar.

2.     Stjórn leggur fram skriflega yfirlitsskýrslu um starfsemi félagsins á liðnu ári.

3.     Kosning stjórnar og varastjórnar.

4.     Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og tveggja til vara.

5.     Önnur mál.

  • Æskulýðsnefnd mun kynna mentorverkefni sem gæti, í samvinnu við félagsmenn, stuðlað að nýliðun í félaginu.
  • Verðlaunaafhending

 

Stjórnin. 

 

 
ÁRSHÁTÍÐ ÁRSHÁTÍÐ ÁRSHÁTÍÐ
 
 
SAMEIGINLEG ÁRSHÁTÍÐ SMÁRA, LOGA OG TRAUSTA VERÐUR HALDIN 
 
 
 
 
9 FEBRÚAR 2013 Í FÉLAGSHEIMILINU Á FLÚÐUM !!
 
 
ENDILEGA LÁTIÐ BERAST UM SVEITIRNAR NÆR OG FJÆR -TAKIÐ DAGINN FRÁ
 
 
 
 
OG HVETJIÐ ALLA TIL AÐ MÆTA !!
 
 
 
NÁNAR AUGLÝST SEINNA !!

20.01.2013 20:59

Frá æskulýðsnefnd

Mentorkerfi hjá Hestamannafélaginu Smára

 

Hestamannafélagið Smári stendur svipað og mörg önnur hestamannafélög á Íslandi fyrir framan vandamálið að lítil sem engin endurnýjun er á félögum og sérstaklega börnum í félagið.

Vissulega er samkeppnin við aðrar tómstundir mun harðari í dag en fyrir 20 árum. Körfuboltinn og fótboltinn, auk tónlistarnáms og jafnvel ballett á Selfossi eru spennandi valkostir fyrir börnin -að ógleymdu sjónvarpinu með sínum almörgu aukarásum og tölvunum.

Þau börn sem eru í dag duglegust að mæta á mót, námskeið eða aðrar uppákomur hjá Smára eru flest börn úr fjölskyldum þar sem foreldrar eru einnig í hestum.

Æskulýðsnefndin hefur fylgst með þessari þróun og langar að reyna að snúa blaðinu við! Í tilraunaskyni héldum við námskeið síðasta vor sem átti sérstaklega að höfða til þeirra sem ekki höfðu aðgang að hestamennskunni að jafnaði. Námskeiðið var á mjög góðu gjaldi og fengu börnin allt skaffað (hest, reiðtygji og hjálm). Mætingin var mjög góð og mættu þar börn sem ekki hafa komið áður á námskeið hjá Smára. Foreldrarnir  voru einnig mjög ánægðir með þetta fyrirkomulag. Viljum við nota tækifærið að þakka fjölskyldunni í Syðra-Langholti aftur fyrir mjög gott verð og sérstaklega Steina sem gaf vinnuna sína við kennslu á þessu námskeiði!

 

Þegar börn úr fjölskyldum sem hafa ekki aðgang að hestum ætla að fara út í hestamennsku er þetta oft þungur baggi fyrir foreldra. Þar sem engin reiðskóli er starfræktur allt árið í kring eins og tíðkast í útlöndum þýðir það fyrir foreldra í okkar sveitafélögum að útvega þarf hest, reiðtygji, hjálm og fleira! Fyrir utan námskeiðsgjöld er þetta veruleg upphæð sem þarf að leggja undir til að barnið geti tekið sín fyrstu skref í hestamennskunni. Mun stærri kostnaður en fótboltaskór! Svo er það oft raunin að börnin vilja prófa fyrst en gefast svo upp eftir eitt ár.

Það er ekki ólíklegt að margir foreldrar eru  ekki mjög æstir í að hvetja börn í hestamennskuna sökum þess! Þegar barnið byrja í hestamennsku er óneitanlega meira krafist af foreldrum en að skutla á körfuboltaæfingu.

 

Við getum sætt okkur við þetta eða snúið vörn í sókn!

Æskulýðsnefndinni langar að kynna fyrir ykkur program eða kerfi sem gæti vonandi leitt til þess að fleiri foreldrar en áður sjá sér fært um að leyfa börnum sínum að "prófa hestamennsku" án þess að þurfa að leggja stórt fjármagn í þetta til að byrja með.

Tilgangurinn með þessu er að skapa jákvætt viðhorf til hestamennsku hjá þeim sem hafa áður ekki komið nálægt hestum, fá fleiri börn til að prófa hestamennsku og að veita faglega kynningu án mikla útgjalda. Við köllum þetta "mentor" kerfi og tökum það að láni úr háskólakerfinu. Mentorinn er einhvers konar "lærifaðir" sem neminn getur leitað til og sem styður nemann í sínu námi.

 

Í praktísku lífi lítur þetta svona út:

 

Mentorinn skuldbindur sig að taka áhugasamt barn að sér í umsaminn tíma.  Á þeim tíma skaffar mentorinn barninu allt sem þarf í hestamennsku: hest, reiðtygji, hjálm og e.t.v. fleira sem þarf.

Barninu er leyft að vera með í öllu "hestastússi" tvisvar til þrisvar í viku, það þýðir að barnið fær að kemba hesta, fara á hestbak, hreinsa til í hesthúsinu og  fær að "vera með" í öllu sem viðkemur hestamennsku. Mentorinn leiðbeinir barninu í umgengi við hesta og kennir því einföldustu tökin í reiðmennskunni.

Ekki er ætlast til að mentorinn borgi fyrir reiðnámskeið en gott væri ef hann gæti útvegað barninu hest til að taka þátt í slíku námskeiði ef tækifæri gefst.    

Við leggjum til að tímabilið verði 3 mánuðir til dæmið frá mars til maí en svo má að sjálfsögðu framlengja ef báðir aðilar sýna áhuga. Mentorinn býður upp á þessa þjónustu án endurgjalds í 3 mánuði en eftir þann tíma er það samkomulag á milli aðila ef vilji er beggja megin til áframhalds .

 

Barnið (og foreldrar þess) skuldbinda sig á þessum tíma að setja hestamennskuna í algjöran forgang. Barnið er duglegt að mæta í hesthúsið á þeim dögum sem því er úthlutað og tekur þátt í öllu.

Þetta er einstakt tækifæri sem barninu er veitt og krefst mikils framlags að hálfu mentors og barnið verður að vera tilbúið að leggja sig fram við að kynna sér hestamennskuna.

Foreldrar þess þurfa að vera tilbúinir að styðja barnið í hestamennskunni með því að keyra og sækja það í hesthúsið og jafnvel á námskeið eða aðrar hestauppákomur. Barnið fær þessa þjónustu án þess að borga gjald í fyrstu 3 mánuðir.

 

Ef áhugi er fyrir því að styrkja Mentorkerfið með því að gerast mentor þá mun hestamannafélagið Smári sjá um tryggingamál, samningagerð og auglýsingu.

 

Okkur er ekki kunnugt um það að önnur félög hafi boðið upp á þannig kerfi en virkilega gaman væri að prufukeyra þetta í 1 til 2 ár með því hugarfari að sjá hvort þau börn sem taka þátt halda áfram í hestamennskunni.  

 

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu verkefni á einhvern hátt eða vilja kynna sér þetta betur geta haft samband við:

Vigdis í Syðra-Langholti sími 861 6652 netfang sydralangholt@emax.is eða

Meike í Glóruhlíð sími 663 8011 netfang mmelkorka@hotmail.com

 

 

Ride&Tie

 

Æskulýðsnefnd Smára langar að kynna fyrir félögum nýja keppni sem æskulýðsnefndin hefur áhuga á að framkvæma næsta sumar helst í samvinnu við Ungmennafélög Hrunamanna, Gnúpverja og Skeiðamanna. Að okkar bestu vitneskju hefur slík keppni aldrei verið haldin á Íslandi en hún nýtur töluverða vinsælda í Evrópu og Ameriku.

Þessa keppni er hægt að halda sem grjótharða íþróttakeppni en einnig sem skemmtilega fjölskyldukeppni og erum við helst að spá í þannig fjölskyldukeppni núna og svo getum við séð til hvort áhugi sé fyrir því að stækka hana og bjóða upp á íþróttagrein og skemmtigrein.

Í útlöndum heitir hún "Ride & Tie" og vantar okkur ennþá gott íslenskt nafn fyrir hana! "Ride &Tie" er einhvers konar þolreið en hún er að öllu leiti frábrugðin þolreiðinni sem hefur verið stunduð hér á landi á vegum hans Póra í Laxnesi.

Í "Ride &Tie" keppa saman tveir menn og einn hestur í einu liði. Ákveðin vegalengd og fyrirfram merkt slóð er keppnisvöllurinn. Fyrsti maðurinn (A) fer á hestbak og fer riðandi á næsta eða þar næsta stoppistöð þar sem hann geymir hestinn. Svo heldur (A) áfram hlaupandi. Félagi hans (B) fer af stað á sama tíma en kemur væntanlega seinna að stoppistöðinni þar sem hesturinn þeirra er geymdur. Tekur (B) núna hestinn og fer riðandi áfram, fram hjá hlaupandi félaga sínum (A). Við næsta eða þarnæsta stoppistöð er svo aftur skipt þangað til liðið hefur náð í mark í heildinni.

Sérstaða þessara keppni er sú að hér kemur skemmtileg samvinna og gott skipulag saman!

Það vinnur ekki endilega besti reiðmaðurinn eða besti íþróttamaðurinn heldur það lið sem hefur skipulagt sig best! Sumir hafa jú meira úthald í að hlaupa en aðrir og liðið verður að skipuleggja sínar skiptistöðvar eftir því. Hér geta foreldrar( eða frískar ömmur og afar) keppt með börnum(barnabörnum) sínum, systkinin eða hjón, hver fer á sínum hraða og hvert lið skiptir um hestinn eftir sinni getu.

Leyfilegt er að teyma allan tímann undir börnunum, það er engin skylda að skipta!  Stoppistöðvar verða mannaðar og allt er gert til þess að tryggja heilsu og velferð hesta og manna.

Mottóið Ride & Tie er:

It´s about competition, teamwork, and strategy.

It´s about understanding, tolerance, and empathy.

It´s about taking care of your partners, - one human, one equine

 - and pushing yourself. Hard.

It´s about having fun!

 

Hugmyndin er að halda þessa keppni í samvinnu við Ungmennafélögin til að ná fram betri þátttöku og til að stuðla að samvinnu á milli þessa félaga. Það sem Æskulýðsnefndina vantar núna eru áhugasamir einstaklingar sem a.) sýna áhuga um að taka þátt í þannig keppni og b.) áhugasamir einstaklinga sem vilja hjálpa til við að framkvæma þessa keppni!

Áhugasamir hafa samband við

VigdisíSyðra-Langholtisími8616652 netfang sydralangholt@emax.is eða

Meike í Glóruhlíð sími 663 8011 netfang mmelkorka@hotmail.com

 

 

Báðar þessar hugmyndir verða kynntar lauslega á aðalfundi Smára sem verður í Árnesi sunnudaginn 27 janúar kl. 14.00 þannig ef þið eruð áhugasöm um þetta er upplagt að koma og kynna sér þetta betur J

 

Bestur kveðjur frá Æskulýðsnefndinni

 

20.01.2013 20:57

Frá Reiðhöllinni :

Verðskrá Reiðhallar á Flúðum

Öll verð eru með vsk.

              

1.      Árskort                                                       Félagsm Loga/Smára                     Aðrir

         Einstaklings                                                        15.000,-                             20.000,-                                          

         Fjölskyldu                                                            24.000,-                             33.000,-

 

Einstaklingskort gildir eingöngu fyrir korthafa

Fjölskyldukort gildir eingöngu fyrir korthafa, maka hans og börn 18 ára og yngri.

 

Misnotkun á þessum grunnreglum getur leitt til ógildingar kortsins.

 

 

2.      Tímaleiga           1 klst                    kr.   8.500,-

5 klst                    kr. 30.000,-

10 klst                  kr. 45.000,-

 

 

3.      Önnur útleiga.

 Önnur útleiga sem ekki fellur undir lið 1 og 2 er skv. samkomulagi við stjórn.

 

Gildir frá 1. Jan 2013

Stjórn Reiðhallar

Hægt er að panta aðgang á netfangið helgikj@mmedia.is

Í pöntun þarf að koma fram, tegund korts sem pantað er, nafn, símanr og kt. greiðanda.

 

Skilmálar með árskorti í reiðhöllinni á Flúðum.

                                                                               

 

1.   Einstaklingskort er eingöngu fyrir korthafa.

 

2.   Fjölskyldukort er eingöngu fyrir korthafa, maka hans og börn 18 ára og yngri.

 

3.   Korthafa er óheimilt að gefa öðrum upp númer sitt.

 

4.   Húsið er opið frá 08-23 alla daga svo fremi sem ekki er skipulögð dagskrá í húsinu, allir skulu vera farnir úr húsinu á miðnætti og slökkt öll ljós.

 

5.   Korthafi skal ávallt slá inn númer sitt þegar hann kemur í húsið þó svo að aðrir séu í húsinu.

 

6.   Korthafi skal fara eftir umgengnisreglum sem settar eru í húsinu.

 

7.   Misnotkun á þessum reglum getur leitt til ógildingar korts án endurgreiðslu.

 

8.   Með greiðslu á gjaldi fyrir árskort gengst korthafi undir reglur þessar.

 

9.   Stjórn reiðhallarinnar áskilur sér rétt til breytinga á reglum þessum og verður það þá auglýst sérstaklega.

 

 

 

 

                                                    Stjórn Reiðhallarinnar.

11.01.2013 20:19

Aðalfundur og Árshátíð !!

Sameiginleg árshátíð Loga, Smára og Trausta verður að þessu sinni haldin í félagsheimilinu á Flúðum 9 febrúar næstkomandi. Veislumatur, ball, glens og gaman! 

Allir að taka daginn frá !

Verður auglýst nánar síðar.

 

 

Aðalfundur Smára verður haldinn sunnudaginn 27 janúar næstkomandi kl. 14.00 í félagsheimilinu í Árnesi.

Nánar auglýst síðar.

  • 1
Flettingar í dag: 127
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 195
Gestir í gær: 93
Samtals flettingar: 2083087
Samtals gestir: 302406
Tölur uppfærðar: 29.3.2020 08:53:23