Færslur: 2013 Febrúar
24.02.2013 22:14
Úrslit frá Uppsveitadeild
Frábærar sýningar og rífandi stemning í troðfullri reiðhöll
Rífandi stemning og eftirvænting ríkti þegar áhorfendur troðfylltu reiðhöllina á Flúðum föstudagskvöldið 22.febrúar þegar fyrsta mót í Uppsveitadeild Íshesta fór fram.
Keppt var í fjórgangi og liðin sjö tefldu fram sínu bestu hestum. Þar á meðal voru þekkt nöfn og aðrar vonarstjörnur.
Eftir forkeppni var Ólafur Ásgeirsson á glæsihestinum Hugleik frá Galtanesi efstur með 7,23 í aðaleinkunn, í öðru sæti Helga Una Björnsdóttir á Bikar frá Syðri-Reykjum með 7,17 og Guðmann Unnsteinsson á Prins frá Langholtskoti með 6,67 og Þórarinn Ragnarsson á Björk frá Enni með 6,57. Þessir knapar voru öruggir í A-úrslit en Sigurbjörg Bára Björnsdóttir á Blossa frá Vorsabæ II vann sig upp úr B-úrslitum í A-úrslit.
Í úrslitum snerist við röð efstu knapa og stóð Helga Una Björnsdóttir efst og sigraði á Bikar frá Syðri-Reykjum með 7,77 eftir stórglæsilega sýningu. Ólafur Ásgeirsson á Hugleik frá Galtanesi varð í öðru sæti með 7,57 og Guðmann Unnsteinsson í þriðja sæti með 6,90.
Eftir fyrsta mót er lið Baldvins og Þorvalds í efsta sæti með 19 stig og lið Kílhrauns í öðru sæti með 12 stig. Í þriðja sæti er lið Stuðmanna með 8 stig. Frumherjar eru með 7 stig, North Rock er með 5 stig Jáverk með 4 og Víkingarnir reka lestina.
FJóRGANGUR V1 | |||||
1. flokkur | |||||
Forkeppni | |||||
Sæti | Knapi | Hross | Aðildafélag knapa | Einkunn | |
1 | Ólafur Ásgeirsson | Hugleikur frá Galtanesi | Smári | 7,23 | |
2 | Helga Una Björnsdóttir | Bikar frá Syðri-Reykjum | Smári | 7,17 | |
3 | Guðmann Unnsteinsson | Prins frá Langholtskoti | Smári | 6,67 | |
4 | Þórarinn Ragnarsson | Björk frá Enni | Smári | 6,57 | |
5 | Líney Kristinsdóttir | Rúbín frá Fellskoti | Logi | 6,27 | |
6 | Sigurbjörg Bára Björnsdóttir | Blossi frá Vorsabæ II | Smári | 6,20 | |
7 | Sólon Morthens | Kolbakur frá Hólshúsum | Logi | 6,13 | |
8 | Hólmfríður Kristjánsdóttir | Þokki frá Þjóðólfshaga 1 | Smári | 5,90 | |
9 | Aðalsteinn Aðalsteinsson | Hekla frá Ásbrekku | Smári | 5,83 | |
10 | María Birna Þórarinsdóttir | Mávur frá Stóra-Vatnsskarðir | Logi | 5,63 | |
11 | Þorsteinn Gunnar Þorsteinss. | Gyllir frá Hellu | Smári | 5,47 | |
12 | Sölvi Arnarsson | Elliði frá Efsta-Dal II | Trausti | 5,40 | |
13 | Gunnlaugur Bjarnason | Andrá frá Blesastöðum 2A | Smári | 5,27 | |
14 | Bjarni Bjarnason | Hnokki frá Þóroddsstöðum | Trausti | 5,10 | |
15 | Knútur Ármann | Bríet frá Friðheimum | Logi | 5,00 | |
16 | Bjarni Birgisson | Arkiles frá Blesastaðir 2A | Smári | 4,93 | |
17-18 | Kristján Ketilsson | Diljá frá Fornusöndum | Logi | 4,83 | |
17-18 | Guðjón Örn Sigurðsson | Gola frá Skollagróf | Smári | 4,83 | |
19 | Hermann Þór Karlsson | Sörli frá Arabæ | Smári | 4,80 | |
20 | Jón Óskar Jóhannesson | Sóley frá Áskoti | Logi | 4,57 | |
21 | Kristbjörg Guðmundsdóttir | Blær frá Efsta-Dal I | Trausti | 4,00 | |
B úrslit | |||||
Sæti | Knapi | Hross | Aðildafélag knapa | Einkunn | |
1 | Sigurbjörg Bára Björnsdóttir | Blossi frá Vorsabæ II | Smári | 6,63 | |
2 | Sólon Morthens | Kolbakur frá Hólshúsum | Logi | 6,17 | |
3 | Hólmfríður Kristjánsdóttir | Þokki frá Þjóðólfshaga 1 | Smári | 6,10 | |
4 | Líney Kristinsdóttir | Rúbín frá Fellskoti | Logi | 6,07 | |
5 | Aðalsteinn Aðalsteinsson | Hekla frá Ásbrekku | Smári | 5,87 | |
A úrslit | |||||
Sæti | Knapi | Hross | Aðildafélag knapa | Einkunn | |
1 | Helga Una Björnsdóttir | Bikar frá Syðri-Reykjum | Smári | 7,77 | |
2 | Ólafur Ásgeirsson | Hugleikur frá Galtanesi | Smári | 7,57 | |
3 | Guðmann Unnsteinsson | Prins frá Langholtskoti | Smári | 6,90 | |
4 | Þórarinn Ragnarsson | Björk frá Enni | Smári | 6,57 | |
5 | Sigurbjörg Bára Björnsdóttir | Blossi frá Vorsabæ II | Smári | 6,53 |
Mótið gekk mjög og feiknagóð stemning var meðal áhorfenda sem nutu sýninga. Stór hópur skagfirskra hestamanna sem kallast Riddarar norðursins sem höfðu gert sér ferð suður yfir heiðar glöddu gesti með söng í hléi og uppskáru mikil fagnaðarlæti.
Næsta keppni verður fimmgangur föstudagskvöldið 15.mars.
19.02.2013 20:50
PEYSUR
Smárafélögum gefst nú kostur á að panta HENSON peysur merktar Smára og nafni eiganda.
Peysurnar kosta 7.800 kr fyrir fullorðna en greiða á niður peysur til barna/unglinga með styrkjum og auglýsingum og kosta þær því 5.000 kr.
Hægt verður að máta peysur í reiðhöllinni föstudagskvöldið 22 febrúar frá 19.30-20.00
Ef sá tími hentar ALLS ekki má hafa samband við Lilju í síma 8690387 eða á netfangið liljaoss@simnet.is
ATH. SÍÐASTA SÉNS AÐ PANTA Á FÖSTUDAGINN !!
18.02.2013 20:50
VETRARMÓT ...
Til athugunar vill stjórn Smára benda félagsmönnum á að kynna sér leikreglur vetarmóta.
Ein breyting hefur verið gerð á reglunum fyrir þetta ár og er það sú regla að nú er það knapinn sem safnar stigum en ekki parið.
Knapi getur því mætt með mismunandi hesta á hvert mót en samt safnað samanlögðum stigum.
Annað er óbreytt.
Reglurnar má finna með því að smella HÉR
Í framhaldi af því má benda félögum á að kynna sér félagatal Smára en það má finna HÉR
17.02.2013 10:21
Vetrarmót Smára
Vetrarmót Smára.
Fyrsta Vetrarmót Smára fór fram laugardaginn 16. febrúar að Flúðum. Veðrið lék við knapa, hesta og áhorfendur þar sem sólin vermdi vanga.
Pollaflokkur hóf keppnina inni í reiðhöllinni en þar tóku Hjörtur Snær Halldórsson á Ljúf frá Hrepphólum og Jón Valgeir Ragnarsson á Erli frá Hafnarfirði þátt og stóðu sig með prýði.
![]() |
Hjörtur Snær Jón Valgeir Ljósmynd Sigurður Sigmundsson |
Þá var komið að því að fara út í sólina því unghrossaflokkurinn var næstur á dagskrá en unghrossin eru fædd 2008 og 2009. Eftir þau tók hver flokkurinn við af öðrum og var gaman að því hversu mikil þátttaka var í öllum flokkum. Úrslit urðu eftirfarandi:
Unghrossaflokkur:
- Hannes Gestsson og Rjóð frá Kálfhóli II
- Helgi Kjartansson og Kríma frá Hvammi I
- Gunnlaugur Bjarnason og Jóra frá Húsatóftum
- Einar Logi Siggeirsson og Þróttur frá Miðfelli
- Berglind Ágústsdóttir og Ísbjörg frá Efra-Langholti
- Guðjón Hrafn Sigurðarson og Muggur frá Kaldbak
![]() |
Unghrossaflokkur. Ljósmynd Sigurður Sigmundsson |
Barnaflokkur:
- Hekla Salóme Magnúsdóttir og Hróðný frá Blesastöðum
- Halldór Fjalar Helgason og Þokki frá Hvammi I
- Þorvaldur Logi Einarsson og Fákur frá Miðfelli
- Aron Ernir Ragnarsson og Þyrnir frá Garði
5-6 Laufey ósk Grímsdóttir og Iðunn frá Ásatúni
5-6 Þórey Þula Helgadóttir og Kylja frá Hvammi I
![]() |
Barnaflokkur. Ljósmynd Sigurður Sigmundsson |
Unglingaflokkur:
- Hrafnhildur Magnúsdóttir og Eyvör frá Blesastöðum
- Guðjón Hrafn Sigurðarson og Sóley frá Syðri-Hofdölum
- Helgi Valdimar Sigurðsson og Hending frá Skollagróf
- Björgvin Ólafsson og Sveipur frá Hrepphólum
- Björgvin Viðar Jónsson og Líf frá Bergsstöðum
![]() |
Hrafnhildur Magnússdóttir og Eyvör frá Blesastöðum 1a Ljósmynd Sigurður Sigmundsson |
Ungmennaflokkur:
- Eiríkur Arnarsson og Móhildur frá Blesastöðum
- Karen Hauksdóttir og Hrafnkatla frá Blesastöðum
- Sigurbjörg Bára Björnsdóttir og Silfurdís frá Vorsabæ II
- Guðjón Örn Sigurðsson og Gola frá Skollagróf
- Gunnlaugar Bjarnason og Andri frá Blesastöðum IIA
![]() |
Ungmennaflokkur. Ljósmynd Sigurður Sigmundsson |
2. flokkur fullorðina:
- Haukur Már Hilmarsson og Glanni frá Steinum
- Loftur Magnússon og Kantur frá Helgastöðum
- Jón Bjarnason og Kjarkur frá Skipholti
1. flokkur fullorðina:
- Bragi Gunnarsson og Bragur frá Túnsbergi
- Gestur Þórðarson og Garpur frá Kálfhóli II
- Berglind Ágústsdóttir og Reisn frá Blesastöðum
- Ragnar S. Geirsson og Þoka frá Reyðará
- Hannes Gestsson og Nös frá Kálfhóli II
- Erna Óðinsdóttir og Þöll frá Hvammi I
- Guðmann Unnsteinsson og Röst frá Hvammi I
- Gunnar Örn Marteinsson og Hörður frá Steinsholti II
- Gunnar Jónsson og Jarl frá Skeiðháholti III
- Hulda Hrönn Stefánsdóttir og Gyðja frá Hrepphólum
![]() |
Fullorðnir 1. flokkur |
![]() |
Bragi Viðar Gunnarsson og Bragur frá Túnsbergi Ljósmynd Sigurður Sigmundsson |
Mótanefnd vill þakka öllum þeim sem komu að undirbúningi og störfum á mótinu, dómurum og þá sérstaklega knöpum og hestum sem skemmtu öllum svo vel í dag.
12.02.2013 19:20
Fyrsta vetrarmót og PEYSUR !!
Fyrsta vetrarmót er laugardaginn 16 febrúar kl 14.oo á Flúðum.
Keppt verður í eftirfarandi flokkum :
- Pollaflokkur (9 ára og yngri)
- Barnaflokkur (10-13 ára)
- Unglingaflokkur (14-17 ára)
- Ungmennaflokkur (18-21 árs)
- Unghrossaflokkur(hross fædd 2008 og 2009)
- 2 flokkur Fullorðnir
- 1 flokkur Fullorðnir
Skráning á staðnum frá 13.00 - 13.45 Skráningargjald 500.– skráningin, frítt fyrir polla og börn, greiðist á staðnum ATH. EKKI POSI.
Ákveðið hefur verið, eftir umræðu haustfundar, að breyta stigatalningu vetrarmótanna og aftengja parakeppni knapa og hests.
Knapi safnar stigum og getur því mætt með ólíka hesta á mótin án þess að það hafi áhrif á heildarstig hans.
Einnig hefur verið ákveðið að sé skráning mikil í fullorðinsflokk verði riðin tvö holl.
10 bestu hestarnir úr báðum hollunum ríða úrslit.
PEYSUR PEYSUR PEYSUR !!!
Smárafélögum gefst nú kostur á að panta peysur merktar Smára og nafni eiganda.
Peysurnar munu kosta 7.800 fyrir fullorðna en greiða á niður peysur til barna með styrkjum og auglýsingum.
Hægt verður að máta peysur í reiðhöllinni föstudagskvöldið 15 febrúar milli 18 og 20 og á fyrsta vetrarmóti 16. febrúar.
08.02.2013 08:49
ÁRSHÁTÍÐ !!
Vegna dræmrar þátttöku verður að aflýsa fyrihugaðri árshátíð
hestamannafélaganna Loga, Trausta og Smára sem halda átti þann 9 febrúar.
Ákveðið hefur verið að halda árshátíðina í október 2013.
Nánar auglýst síðar.
01.02.2013 20:35
ÁRSHÁTÍÐ HESTAMANNAFÉLAGANNA
TRAUSTA, LOGA OG SMÁRA
9. FEBRÚAR Í FÉLAGSHEIMILINU Á FLÚÐUM
Húsið opnað kl. 20:00 og borðhald hefst kl. 20:30
Matseðill að hætti meistarakokksins Bjarna bryta í Skálholti
Sherry bætt Flúðasveppasúpa með léttþeyttum rjóma úr Laugardalnum og
nýbökuðu sveitabrauði.
Hægeldaður heiða- lambavöðvi með bearnaise sósu
lagaðri úr Högnastaðaeggjum, fersku salati frá garðyrkjubýlum
í nágrenninu og ofnbökuðu rótar-grænmeti úr kálgörðum uppsveitanna.
Kaffi og heimagert Mika konfekt úr Hrunamannahreppi
Veislustjóri hinn eini sanni Örn Árnason
Glens, söngur og gaman úr héraði.
Gleðisveitin Stuðlabandið
leikur fyrir dansi fram á rauða nótt.
Verð kr. 6.500. Tekið við pöntunum til 7. febrúar
Selt verður á dansleikinn eftir kl. 23:30 kr 2.500
Tekið á móti pöntunum á netföngunum:
nem.elinm@lbhi.is (sími 868-3006)
holmfridur@skalholt ( síma 856-1545)
HESTAMENN...FJÖLMENNUM OG
SKEMMTUM OKKUR SAMAN
- 1