Færslur: 2013 Október

03.10.2013 23:24

Brokk og skokk 2013

Æskulýðsnefnd Smára stóð fyrir stórskemmtilegri nýjung í íþróttakeppni um Jónsmessuna, síðasta sumar.

Keppnin kallast Brokk og skokk og er liðakeppni tveggja knapa og eins hests. Keppt var í tveimur flokkum. Barnaflokki og fullorðinsflokki.

Í barnaflokki var hlaupinn og riðinn rúmlega 2ja km langur hringur. Frjálst val var um skiptingu á knapa og börn yngri en 8 ára máttu vera á hestbaki allan hringinn.

Í fullorðinsflokki var hringurinn rúmir 6 km. Fimm skiptistöðvar voru á leiðinni og varð að skipta um knapa á a.m.k. fjórum stöðvum. Þannig reyndi á taktík liðsins að ná sem mestu úr skokkurum og hesti.

Ef þú smellir hér má sjá myndband sem lýsir skemmtuninni og kepnninni vel. Njótið vel.

 

  • 1
Flettingar í dag: 248
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 370
Gestir í gær: 38
Samtals flettingar: 1621911
Samtals gestir: 238195
Tölur uppfærðar: 13.12.2017 18:42:35