Færslur: 2014 Maí

30.05.2014 19:06

Fyrirlestur um Gæðingakeppni á vegum og Loga og Smára.
 
Mánudagskvöldið 2 júní munu þeir Sindri Sigursson og Ingibergur Árnasson Gæðingadómarar koma og 
 
halda fyrirlestur í Stjörnusalnum í félagsheimilinu flúðum kl 20:30.
 

Farið verður yfir sögu og þróunn Gæðingakeppninnar frá upphafi til dagsins í dag.

Farið yfir flokkaskiptinguna og reglur fyrir hvern flokk.

Hvað keppandinn verður að hafa í huga.

Hvernig dómarar dæma gæðingakeppni.

 
Aðgangseyri 1000kr fyrir fullorna og 500kr fyrir börn og unglinga ath posi ekki  á staðnum.

20.05.2014 22:21

Úrtaka fyrir Landsmót 2014

Úrtaka Geysis, Smára, Loga, Trausta
 
Fer fram á Gaddstaðaflötum við Hellu dagana 7-9 júní 2014. Fyrri umferð fer fram á laugardeginum og seinni umferð fer fram á mánudeginum(allt með fyrirvara um að kynbótasýningarplan standi óbreytt). 

Eins og allir hafa orðið varir við þá hefur verið sett yfirlitssýning fyrir hádegi á laugardeginum 7.júní. Dagskrá úrtökunar raskast kannski en það fer eftir þátttöku og munum við bregðast við því þegar skráningu í úrtökuna lýkur.


 
Skráning er hafin og fer fram á heimasíðu Geysis, hmfgeysir.is undir hnappnum skráning(velja Geysir sem félag sem heldur mót). Skráningu lýkur þriðjudaginn 3. júní kl 23:59. Minnum við alla á að vera tímalega í skráningu til að geta lagað villur og vandræði áður en skrángingarfresti lýkur.
Skráningagjald er 5000kr fyrir A-flokk, B-flokk og Ungmenni og greiðist á sama stað en frítt fyrir Börn og Unglinga (þegar börn og unglingar eru skráð þá á að velja greiða með millifærslu og muna að ýta á greiða svo að skráningin fari í gegn og þá fá viðkomandi kvittun í tölvupósti). Skráning í seinniumferð fer svo fram á mótsstaðnum að loknum hverjum flokki í þulaskúrnum og greiðsla þarf að fylgja annars er skráning ekki tekin gild(5000 kr seinniumferð).
 
Nefndin

06.05.2014 23:53

Þolreið Kríunnar

Kríuhátíðin 2014 – Þolreið – Grill - Gleði

Skráning er í fullum gangi í Þolreið Kríunnar þann 10 maí næstkomandi hjá Herði í síma 897 7643, miðað er við að skráningu verði lokið miðvikudaginn  7 maí. Áhugasömum er bent á að hámark á fjölda skráinga eru 20 keppendur og þeim sem eru lengra að komnir standa til boða hesthúspláss ef  á þarf að halda.  Minnum á glæsilega vinninga, aðalavinningur er flugfar út í heim með Flugleiðum en að auki gefa Fóðurblandan og Lögmenn á Suðurlandi fleiri verðlaun.

Dagurinn verður samfelldur hátíðisdagur.  Klukkan 17.00 verður fýrt upp í grillinu þar sem Guðjón Þór Guðmundsson matreiðslumeistari mun standa við grillið og framreiða gómsætar grillsteikur. Um kl. 20.00 mæta svo feðgarnir Labbi (í Mánum) og Bassi (kærastinn), þeir feðgar eru magnaðir tónlistarmenn og halda uppi stemmingu eins og þeim einum er lagið. Það verður því ekta hestamannastemming á Kríunni fram á nótt og athugið að það ekki rukkað við innganginn. 

Eins og sjá má er tilvalið fyrir nærsveitunga að söðla sína hesta og koma ríðandi á Kríuhátíðina, nóg pláss til að taka á móti hrossum, en fyrir þá sem eiga lengra að sækja er þetta frábær bíltúr í sveitina. Komum nú saman hestamenn, fylgjumst með þessari frábæru keppnisgrein fyrir íslenska hestinn, fögnum vori saman og gerum eitthvað skemmtilegt.

Dagskrá Þolreiðar laugardaginn 10 maí 2014

kl 11.00 Fundur með keppendum, morgunkaffi og reglur kynntar

kl 11.30 Dýralæknaskoðun

Kl 12.00-14.00 Súpa og brauð í Kríunni

kl 14.00 Þolreið ræst

kl. 15.00 – 16.00 Keppandur koma í mark

Kl. 15.00 - 16.00 Púlsmæling og dýralæknaskoðun eftir keppni

16.30 Verðlaunaafhending

17.00 Grillveisla með keppendum og gestum

20.00 Feðgarnir Labbi (í Mánum) og Bassi (Kærastinn) mæta og halda uppi stemmingu fram á kvöld.

01.05.2014 22:19

Úrslit frá Firmakeppni

Firmakeppni Smára fór fram á Flúðum 1 maí í frábæru veðri. Tæplega 60 skráningar voru á mótinu sem tókst í alla staði vel og glæsileg tilþrif sáust í öllum flokkum. Stjórn Smára vill þakka þáttakendum og áhorfendum fyrir komuna, starfsfólki og þeim sem komu að framkvæmd mótsins fyrir hjálpina og síðast en ekki síst þeim einstaklingum og fyrirtækjum sem styrktu mótið kærlega fyrir stuðninginn, listann má finna í heild sinni hér fyrir neðan.

 

POLLAFLOKKUR

Adrían Valur Stefánsson og Iðunn frá Ásatúni – HREPPHÓLABÚIÐ

Darri Steinn Einarsson og Klettur frá Kaldbak – GRÍS OG FLESK

Eyrún Hjálmarsdóttir og Krækja frá Króki – KAFFIHÚSIÐ MIKA

Freyja Matsson og Mía Litla frá Kálfhóli 2 – DÝRALÆKNAÞJÓNUSTA SUÐURLANDS

Guðrún Hulda Hauksdóttir og Spuni frá Jaðri – ÞRÁNDARHOLT SF

Kasper Matsson og Garpur frá Kálfhóli 2 – S.R. GRÆNMETI

 

BARNAFLOKKUR

1.INGVAR OG SVALA FJALLI 1

Þorvaldur Logi Einarsson og Brúður frá Syðra Skörðugili

2.TOYOTA SELFOSSI

Aron Ernir Ragnarsson og Sólrún frá Efra-Langholti

3.FLÚÐAFISKUR

Laufey Ósk Grímsdóttir og Iðunn frá Ásatúni

 

UNGLINGAFLOKKUR

1.FLÚÐAVERKTAKAR

Hrafnhildur Magnúsdóttir og Lína frá Blesastöðum 1a

2.KÍLHRAUN.IS

Hekla Salóme Magnúsdóttir og Tinna frá Blesastöðum 1a

3.REIÐSKÓLINN VESTRAR-GELDINGAHOLTI

Halldór Fjalar Helgason og Topar frá Hvammi 1

4.BJARNI MÁSSON

Hanna Winter og Freydís frá Röðli

5.HROSSARÆKTARBÚIÐ HLEMMISKEIÐI 3

Helgi Valdimar Sigurðsson og Hugnir frá Skollagróf

 

 

UNGMENNAFLOKKUR

1.VÉLFANG EHF

Sigurbjörg Bára Björnsdóttir og Fagri Blakkur frá Vorsabæ 2

2.GRÖFUTÆKNI

Björgvin Ólafsson og Sveipur frá Hrepphólum

3.JÖRÐIN JAÐAR EHF

Gunnlaugur Bjarnason og Flögri frá Kjarnholtum

4.JÓN OG ÞORGEIR EFRI-BRÚNAVÖLLUM

Guðjón Örn Sigurðsson og Gola frá SKollagróf

5.HROSSARÆKTARBÚIÐ SKOLLAGRÓF

Guðjón Hrafn Sigurðsson og Jóvin frá Syðri-Hofdölum

 

KVENNAFLOKKUR

1.HÁR-HRUN

Aðalheiður Einarsdóttir og Darri frá Hlemmiskeiði

2.HROSSARÆKTARBÚIÐ VORSABÆ 2

Kristbjörg Kristinsdóttir og Dáð frá Jaðri

3.TEITUR

Erna Óðinsdóttir og Kraki frá Hvammi 1

4.HLÍÐARBÚIÐ

Kristín Erla Ingimarsdóttir og Kopar frá Unnarholtskoti

5.FJALLARAF

Linda Karlsson og Garpur frá Kálfhóli 2

 

SKEIÐ

1.BJARNI OG LÁRA BLESASTÖÐUM 2A

Ingvar Hjálmarsson og Dama frá Fjalli

2.HROSSARÆKTARBÚIÐ KÁLFHÓLI 2

Grímur Guðmundsson og Glæsir frá Ásatúni

3.FOLALDAFÓÐRUNIN HRAFNKELSSTÖÐUM

Björgvin Ólafsson og Birta frá Þverá

4.HÆLL EHF

Sigurbjörg Bára Björnsdóttir og Baka frá Bár

 

HELDRI MENN OG KONUR

1.SIGFÚS@TÖLT.NU

Grímur Guðmundsson og Hvinur frá Ásatúni

2.FÉLAGSHEIMILI HRUNAMANNA

Áslaug Bjarnadóttir og Frosti frá Miðfelli

3.HRAUNTEIGUR EHF

Hörður Úlfarsson og Fluga frá Auðsholti

4.ÁBÓTINN EHF

Gunnlaugur Magnússon og Maístjarna frá Miðfelli 5

5.TÖLTSPOR EHF

Björg Björnsdóttir og Þokki frá Hvammi 1

 

KARLAFLOKKUR

1.LAND OG HESTAR

Bjarni Birgisson og Andrá frá Blesastöðum 2a

2.BLESASTAÐIR 1A

Hannes Ólafur Gestsson og Saga frá Kálfhóli

3.FERÐAÞJÓNUSTA BÆNDA DALBÆ

Gunnar Jónsson og Draupnir frá Skeiðháholti 3

4.SET EHF

Einar Logi Sigurgeirsson og Ísdögg frá Miðfelli

5.ÁSAR OG MÓAR EHF

Einar Einarsson og Rökkva frá Reykjum

 

STYRKTARAÐILAR FIRMAKEPPNI SMÁRA 2014

 

Ábótinn ehf

Ása María og synir

Ásar og Móar ehf

Ásbúðin

Baldvin og Þorvaldur ehf

Bjarni Másson

Bjarni og Lára Blesastöðum 2A

Blesastaðir 1A

Boletta og Sigurður Hæli

Búið og Gert

Búnaðarfélag Hrunamanna

Dýralæknaþjónusta Suðurlands

Eiríkur og Unnur Vorsabæ

Ferðaþjónusta bænda Dalbæ

Ferðaþjónustan Steinsholti

Félgasheimili Hrunamanna

Fjallaraf

Flúðafiskur

Flúðaleið flutningar ehf

Flúðaverktakar

Flækja og Félagar

Foldaldafóðrunin Hrafnkelsstöðum

Fögrusteinar

Grís og Flesk

Gröfutækni

Gunnar og Anna Fríða Skeiðháholti 3

Halla Sigga og Birkir Hæli

Hár-Hrun

Hestaleigan Syðra-Langholti

Hlíðarbúið

Hótel flúðir

Hrafnhildur og Oddur Stöðulfelli

Hraunteigur ehf

Hrepphólabúið

Hrossaræktarbúið Hlemmiskeiði 3

Hrossaræktarbúið Kálfhóli 2

Hrossaræktarbúið Miðfelli 5

Hrossaræktarbúið Skollagróf

Hrossaræktarbúið Vorsabæ 2

Hrossaræktarfélag Hrunamanna

Hrunamannahreppur

Hrútastían Ósabakka 1

Hæll ehf

Ingvar og Svala Fjall 1

Jón og Helga Skeiðháholti 1

Jón og Þorgeir Efri-Brúnavöllum

Jörðin Jaðar ehf

Kaffi sel

Kaffihúsið Mika

Kilhraun.is

Kjöt frá Koti

Land og hestar

Landstólpi

Miðfellshestar Adda og Einar

Minni Borgir ferðaþjónusta

'Olafsvellir

Reiðskólinn Vestra-Geldingaholti

S.R. grænmeti

S.S

Sauðakofinn Fossnesi

Set ehf

Sigfús@tölt.nu

Skarðsbúið

Skeiða og Gnúpverjahreppur

Skeiðháholt 3 ehf

Sláturhúsið á Hellu

Strá ehf

Syðralangholt Gistiheimili

Tamningamiðstöðin Langholtskoti

Tamningastöðin Efri-Brúnavöllum

Teitur

Toyota Selfossi

Túnsbergsbúið

Töltspor ehf

Útlaginn

Vélfang ehf

Þrándarholt sf

  • 1
Flettingar í dag: 43
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 195
Gestir í gær: 93
Samtals flettingar: 2083003
Samtals gestir: 302401
Tölur uppfærðar: 29.3.2020 05:25:54