Færslur: 2015 Febrúar

28.02.2015 21:47

HESTANUDD

Hefur ekki einhver áhuga á að nýta sér þetta ?

Mig langar að kanna áhuga hrosseigenda fyrir því að láta nudda hross fyrir sig. Ég er í sambandi við konu í Svíþjóð, Elin Vidberg sem er menntuð hrossanuddari og starfar við slíkt í sínu heimalandi. 
Á meðfylgjandi síðu má kynna sér allt um Elínu og hennar starfsemihttp://www.evidbergsislandshastar.se/ 
Hún hefur áhuga á að koma og dvelja um tíma (líklega í apríl) hjá okkur í Vorsabæ II og taka að sér að nudda hesta fyrir þá sem þess óska. Nudd hefur góð áhrif fyrir hesta í þjálfun og getur bætt líðan þeirra og afköst til muna. Nudd er ekki eingöngu ætlað hestum með „vandamál“, en kemur sér einkar vel fyir hest með einkenni vöðvabólgu eða stífleika í skrokki. Það væri gott að heyra í ykkur hvort að þið mynduð vilja nýta ykkur þessa þjónustu. Þið getið haft samband hér eða í einkaskilaboðum eða í síma 8667420 Með góðri kveðju Stefanía Sigurðardóttir í Vorsabæ II

16.02.2015 23:29

Úrslit frá 1 vetrarmóti

Fyrsta vetrarmót Smára var haldið laugardaginn 14. Febrúar.

Mótið var haldið inni í reiðhöll þar sem veðrið úti var lítið spennandi. Þáttaka var ágæt en við vonumst samt til þess að sjá enn fleyri þáttakendur á næsta móti, sérstaklega í yngri flokkunumJ

 

Við viljum sérstakelga þakka dómurunum, þeim Daníel Larsen og Þórarni Ragnarssyni fyrir þeirra störf.

 

Hér að neðan má sjá úrslit mótsins í heild sinni:

 

1. Flokkur

Hestur

Aldur

Stig

Aðalheiður Einarsdóttir

Rökkva frá  Reykjum

7 v

10

Þorsteinn G. Þorsteinsson

Förðun frá Hólavatni

9v

9

Helgi Kjartansson

Topar frá Hvammi 1

9v

8

Berglind Ágústsdóttir

Ísadór frá Efra-Langholti

8v

7

Erna Óðinssóttir

Þöll frá Hvammi 1

8v

6

Jón William Bjarkason

Muggur frá Fossi

5v

5

Hulda Hrönn Stefánsdóttir

Gyðja frá Hrepphólum

12v

4

Grímur Guðmundsson

Hvinur frá Ásatúni

6v

3

Guðbjörg Jóhannsdóttir

Teigur frá Ásatúni

5v

2

       

2. FLokkur

     

Sigfús Guðmundsson

Vonarneisti frá Vestra-Geldingaholti

7v

10

Rosemarie B. Þorleifsdóttir

Hetja frá Vestra-Geldingaholti

12v

9

Hörður Úlfarsson

Fluga frá Auðsholti

6v

8

Ása María Ásgeirsdóttir

Tilvera frá Þorkelshóli

5v

7

       

Ungmennaflokkur

     

Hrafnhildur Magnúsdóttir

Eyvör frá Blesastöðum 1a

7v

10

Sigurbjörg Bára Björnsdóttir

Fagriblakkur frá Vorsabæ II

6v

9

       

Unglingaflokkur

     

Hekla Salóme Magnúsdóttir

Tinna frá Blesastöðum

6v

10

Viktor Máni Sigurðsson

Sóley frá Syðri-Hofdölum

8v

9

Helgi Valdimar Sigurðsson

Hugnir frá Skollagróf

10v

8

       

Barnaflokkur

     

Þórey Þula Helgadóttir

Kraki frá Hvamm 1

7v

10

Guðrún Hulda Hauksdóttir

Snilld frá Hrepphólum

7v

8,5

Jón Valgeir Ragnarsson

Þyrnir frá Garði

17v

8,5

       

Unghrossaflokkur

     

Viktor Máni Sigurðsson

Skrúður frá Kaldbak

4v

10

08.02.2015 00:11

Fyrsta vetrarmót 2015

Muna ekki allir eftir 1. vetrarmótinu laugardaginn 14 febrúar ??? 

Mótið verður haldið í Torfdal á keppnissvæði félagssins eins og fyrri ár. Það mun fara eftir veðri og vallarfærð hvort að mótið verði haldið úti, eða inni í höll. Pollarnir munu ríða inni.

Keppt verður í sömu flokkum og síðustu ár:

Pollaflokk
Unghrossaflokk (hross fædd 2010 og 2011)
Barnaflokk
Unglingaflokk
Ungmennaflokk
II Flokk
I Flokk

Mótið byrjar kl 14:00 á Pollaflokk, tekið er við skráningum inni í höll frá kl 13:30

Skráningargjald er 1500kr, frítt fyrir börn og polla. 

Vonumst til að sjá sem flesta,

kveðja, nefndin

  • 1
Flettingar í dag: 137
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 195
Gestir í gær: 93
Samtals flettingar: 2083097
Samtals gestir: 302407
Tölur uppfærðar: 29.3.2020 09:21:16