Færslur: 2016 Ágúst

04.08.2016 18:53

Samantekt frá Landsmóti Hestamanna

Landsmót hestamanna fór fram á Hólum í Hjaltadal í sumar, um 8000 manns sóttu mótið þegar mest var. Almenn ánægja var með mótið þótt veðurguðirnir hefðu geta verið mildari við okkur, en Skagfirðingar stóðu sig vel og er vonandi að Landsmót hestamanna verði  haldið aftur á Hólum í framtíðinni. Hestamannafélagið Smári sendi sína fulltrúa á LH og stóðu þeir sig með prýði.  Heilmargir félagsmenn Smára og aðrir hreppamenn skelltu sér norður að Hólum, til að sjá fallega hesta, hitta vini og kunningja og jafnvel taka lagið með Skagfirðingum. Hestamannafélagið Smári þakkar Skagfirðingum og öllum þeim sem stóðu að mótinu kærlega fyrir gott mót.
Árangur félagsmanna Smára á LH voru:
Barnaflokkur: börnin okkar komust öll í milliriðill, staða eftir milliriðill voru þessi. Engin komst  í úrslit en árangur mjög góður hjá þeim á þessu sterka móti.
Þórey Þula Helgadóttir og Þöll frá Hvammi 8.32 - úr forkeppni 8.39
Þorvaldur Logi Einarsson og Ísdögg frá Miðfelli 8.11 - úr forkeppni 8.38
Aron Ernir Ragnarsson og Ísadór frá Efra-Langholti 7.90 - úr forkeppni 8.48
Ungmennaflokkur: Ungmennin okkar stóðu sig vel þótt engin kæmist í milliriðill eða úrslit í þessum sterka flokki.
Björgvin Viðar Jónsson og Þráinn frá Selfossi 8.28
Gunnlaugur Bjarnason og Hátíð frá Hlemmiskeiði 3. 8.26
Guðjón Örn Sigurðsson og Þeyr frá Akranesi 8.15
B flokkur gæðinga: Í milliriðill komust Jaðarsmerarnar
Dáð frá Jaðri og Sigurður Sigurðarson 8.49 - úr forkeppni 8.58
Védís frá Jaðri og Ólafur Ásgeirsson 8.36 - úr forkeppni 8.74
Ingunn Birna Ingólfsdóttir og Þryma frá Ólafsvöllum fengu 8.39 úr forkeppni
A flokki gæðinga: Fulltrúar Smára komumst ekki áfram í milliriðill eða úrslit en stóðu sig með stakri prýði.
Agnes Hekla Árnadóttir og Sleipnir frá Lynghóli 8.37
Finnur Jóhannsson og Teigur frá Ásatúni 8.29
Hestamannafélagið Smári þakkar öllum þátttakendum fyrir og hlökkum til næsta landsmóts sem verður haldið í Reykjavík árið 2018. 
Fyrir hönd stjórnar, Hulda Hrönn Stefánsdóttir

02.08.2016 19:32

Áhugamót Íslands

Áhugamannamót Íslands verður haldin á Rangarbökkum við Hellu 5-7 águst, hestamannafélagið Smári er eitt af því félögum sem standa að þessu móti. Okkur vantar nokkra sjálboðaliða til að rita og sjá um fótaskoðun þessa daga. Hver vakt væri 1/2 til 1 dagur. Skráning er á smari@smari.is , með bestu kveðju og von um góð viðbrögð stjórn Smára 
  • 1
Flettingar í dag: 109
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 195
Gestir í gær: 93
Samtals flettingar: 2083069
Samtals gestir: 302406
Tölur uppfærðar: 29.3.2020 08:21:25