Færslur: 2019 Febrúar

25.02.2019 20:37

Annað vetrarmót Smára

Annað vetrarmót Smára fer fram 2 mars næstkomandi :) Mótið er með sama sniði og hefur verið upp á síðkastið og gestir úr nágrenni velkomnir :) Við ætlum að reyna að vera úti, ef aðstæður og veður leyfir ;)
Posi er ekki á staðnum fyrir skráningargjald ! :)
Að þessu sinni ætlum við að byrja klukkan 11 á skráningum vegna þess að þetta er Hjónaballsdagurinn ! Pollar hefjast 11.30 og mótið sjálft klukkan 12.00. Verðlaunaafhending verður í kaffiteríunni að móti loknu.
VIð vonum að sjá sem flesta, sérstaklega pollana okkar því þeim var sárt saknað á síðasta móti. Psst ! krakkar ! við ætlum í löggu og bófa !
Barna Unglinga og Ungmenna 1500 kr
Áhugamenn og Opinn flokkur 2000 kr
Gestir borga 500 kr aukalega :) !
Hlökkum til að sjá sem flesta 2.mars næstkomandi

20.02.2019 21:02

Æska Suðurlands

Fyrsta mót Æsku Suðurlands verður haldið í reiðhöllinni á Flúðum, sunnudaginn 3. mars og hefst kl 11.00 og er mótið í umsjón Smára, Loga og Trausta. 
Keppt verður í eftirfarandi greinum:

Börn – þrígangur og smali 
Unglingar – fjórgangur V2 og smali 
Ungmenni – fjórgangur V1 og smali

Boðið er upp á æfingartíma í smalanum á föstudaginn 1. mars frá kl 17.00 og einnig á sunnudagsmorgun frá kl 8.00 – 10.45 í reiðhöllinni á Flúðum.

Einnig er boðið upp á æfingartima fyrir krakkarna í Smára, Loga og Trausta í þrígang og fjórgang undir leiðsögn frá Önnu Kristín reiðkennara miðvikudaginn 27.feb frá kl 18.30. Ef áhugi er á að nýta sér það endilega sendið tölvupóst á smarakrakkar@gmail.com svo við getum raðað í hópa.

Skráning fyrir þrígang og fjórgang verður í sportfeng. Þrígangur er skráð sem T3. Skráningar í smalanum verður á smarakrakkar@gmail.com og skráningargjald lagt inn á 325-26-39003 kt 431088-1509 og þarf að senda kvittun sem staðfestingu á sama netfang. Opnum fyrir skráningar á mánudaginn 25/2 og skráningarfrest er til fimmtudaginn 28/2 kl 20.00.

17.02.2019 20:31

Pilates námskeið

Pilates fyrir knapa verður haldið í reiðhöllinni á Flúðum þriðjudaginn 5.mars kl 19.30. Tíminn er ein og hálf klst og eru gerðar æfingar í bland við umræðu. Námskeiðið kostar 4.000:- Kennari er Heiðrún Halldórsdóttir.

Pilates fyrir knapa er sérhannað æfingarkerfi til að bæta ásetu og auka skilning á stjórnun. Skilgreinir ásetu og útskýrir hvers vegna ásetu gallar eru og hvað hver og einn þarf að gera í sínum líkama til þess að laga eða bæta ásetu og stjórnun. Gerðar verða æfingar sem þátttakendur geta tekið með sér heim og æft.  Æfingarnar hjálpa einnig til við verki í líkama, minnka þá eða að þeir hverfa með öllu.

Það á ekki að mæta með hest og þar sem við erum sjálf að gera æfingarnar er gott að taka með handklæði eða dýnu.

Hestamannafélagið býður upp á léttar veitingar eftir tímann.

Skráning á smari@smari.is - Skráningu líkur 3.mars

Allir velkomnir https://static.xx.fbcdn.net/images/emoji.php/v9/t4c/1/16/1f642.png

 

13.02.2019 20:54

Reiðnámskeið

Reiðnámskeið :)

Einkatímar hjá Rósu Birnu Þorvaldsdóttur

Boðið verður uppá einkatíma hálfs mánaðarlega í reiðhöllinni á Flúðum í vetur. Þetta eru almennir reiðtímar þar sem lögð verður áhersla á góða reiðmennsku og skilvirkar ábendingar.
Hver einkatími er 30 mínútur og kostar 5000 kr. Bæði verður hægt að skrá sig í stakan tíma og á heilt námskeið. Námskeiðið byrjar 26. febrúar og verður aðra hvora viku eftir það. 26.febrúar - 4. mars - 19. mars - 2. apríl - 16. apríl - 30. apríl . Fyrstu tími mun hefjast um sex leitið og svo koll af kolli fram á kvöld. Skráning á smari@smari.is Gott að láta fylgja með ef það eru óskir með tímasettningu og hvort knapi ætlar að mæta öll skiptin eða stakan tíma. Kveðja stjórn Smára

Mynd frá Hestamannafélagið Smári Hestamannafélagið Smári.

11.02.2019 21:32

Sýnikennsla

Við minnum á sýnikennsluna annað kvöld :) 

Sýnikennsla

Rósa Birna verður með sýnikennslu þriðjudagskvöldið 12. febrúar í reiðhöllinni á Flúðum klukkan 20.00. Þar mun hún kynna sínar helstu áherslur í þjálfun hrossa. Hún mun mæta með tvö hross og sýna hvernig hún vinnur með þau. Allir velkomnir :) Aðgangseyrir er 1500 kr.

 

Kveðja Stjórn Smára

07.02.2019 22:21

Sýnikennsla

Rósa Birna verður með sýnikennslu þriðjudagskvöldið 13. febrúar í reiðhöllinni á Flúðum klukkan 20.00. Þar mun hún kynna sínar helstu áherslur í þjálfun hrossa. Hún mun mæta með tvö hross og sýna hvernig hún vinnur með þau. Allir velkomnir :) Aðgangseyrir er  1500 kr. 

 

Kveðja Stjórn Smára 

 
 
 
 
 
 
 
 

07.02.2019 21:52

Árskýrsla Smára 2018

Árskýrsla Smára 2018

Aðalfundur Smára var haldin á Hestakránni 28.janúar 2018, mæting var nokkuð góð.  En keppendur Uppsveitadeildarinnar voru einnig boðaðir áður en aðalfundurinn hófst til að setja í lið og fara yfir mótin.

Breytingar urðu þessar á stjórnarskipan. Ingvar Hjálmarsson formaður sagði af sér formennsku eftir mörg góð ár í stjórn. Bjarni Másson hætti einnig í stjórn. Elín Moqvist kemur inn sem stjórnarmaður, Hulda Hrönn Stefánsdóttir varaformaður tekur við formennskusætinu og Rósa Birna Þorvaldsdóttir úr varastjórn kemur inn í stjórn. Svanhildur Pétursdóttir gjaldkeri og Aðalheiður Einarsdóttir ritari halda áfram stjórnarsetu.

Ákvaðið var að reyna að hittast sem fyrst eftir aðalfund, hittust stjórn, æskulýðnefnd og mótanefnd eina kvöldstund og fóru yfir komandi ár. Hvað væri á döfinni og hvernig bæta mætti starf félagsins en betur.

En í æskulýðsnefnd 2018 sátu Helgi Kjartansson, Elín Moqvist, Unnur Lisa Schram, Linda Karlsson og Janis Schwenke. Æskulýðsnefnd mun fara yfir þeirra starf hér á eftir í þeirra árskýrslu. Við þökkum þeim fyrir gott starf í æskulýðsmálum félagsins. Félögin í uppsveitunum hafa starfað vel saman í æskulýðsmálum síðustu ár, er það styrkur fyrir starfið og hafa æskulýðsnefndirnar ásamt stjórnum ákveðið að halda því starfi áfram.

Í mótanefnd 2018 sátu Ragnheiður Hallgrímsdóttir, Kristín Magnúsdóttir, Erna Óðinsdóttir og Helgi Valdimar Sigurðsson. Mótanefnd mun fara yfir þeirra starfi hér á eftir í þeirra árskýrslu. Við þökkum þeim fyrir þeirra starf í mótanefnd.

Í reiðveganefnd tók Ingvar Hjálmarsson við af Árna Svavarssyni sem hefur starfað í mörg ár í reiðveganefnd, við þökkum honum fyrir hans starf.  Mun Ingvar fara yfir hvað hefur verið gert í reiðvegamálum á árinu 2018.

Uppsveitadeildin hófst 16.febrúar og voru liðin aðeins fimm en vanalega eru þau 7. Deildin var samt sem áður hin glæsilegasta og  voru knapar og  áhorfendur ánægðir með veturinn.

Uppsveitadeild æskunnar var einnig á sínum stað. En hún hefur verið frábær vettvangur fyrir yngri kynslóðina til að byrja sín fyrstu skref í keppni og fá reynslu í ýmsum greinum fyrir komandi keppnisár. Því miður er þátttakan orðin minni og áhorfendur því færri, var því farið í viðræður við nágrannafélög okkar um að stofna deild fyrir þennan hóp keppanda. Úr verður æska Suðurlands sem verður kynnt betur á fundi bráðlega.

Firmakeppnin var haldin 1.maí að venju, þátttakan var ágæt en gaman hefði verið að sjá fleiri félaga mæta og taka þátt. Það söfnuðust 110 firmar og þökkum við þeim sem keyptu firma kærlega fyrir þeirra framlag. Við þökkum því góða fólki sem hjálpaði okkur með að safna firmum og undirbúa mótið fyrir þeirra aðstoð.

Félögin þrjú Smári, Logi og Trausti keyptu ásamt reiðhöllinni 1 tölvu og 3 spjaldtölvur sem nýta má á alla viðburði á vegum félagsins og reiðhallarinar. En oft var vandamál með tölvur sem starfsmenn voru að koma með sér að heiman. Núna er allt í þessum tölvum sem þarf og allt á að geta gengið gallalaust öllum til ánægju.

Gott gerði var sett upp við Reiðhöllina í samvinnu við Þórarinn í Gröfutækni og nokkrum vöskum félögum, kom þetta til að Þórarinn var að fara halda upp á afmælið sitt í Reiðhöllini og fannst vanta gott gerði fyrir gesti sem komu ríðandi. Hann skafaði tæki og félagið keypti efnið hjá Landstólpa. Þar er hægt að geyma hross bæði þegar viðburðir eru í höllinni eða á vellinum, eða þegar hópar eru á ferðinni og vantar stoppustað á leið sinni um svæðið.

Reiðvegaskilti voru sett upp hérna við Flúðahverfið í samvinnu með sveitafélagið, það var mikil þörf fyrir þau því eitthverjir ruglast á því hvort reiðvegurinn sé líka fyrir ökutæki. Einnig kom sú tillaga hvor það þyrfti að þrengja reiðvegina á nokkrum stöðum með grjóti til þess að afmarka þá betur. Það voru nokkrir félagmenn og hestamenn sem tóku verkið að sér og þökkum við þeim fyrir þeirra starf.

 

Úrtaka fyrir Landsmót var haldið á Rangárbökkum á Hellu 8-10 júní.

Landsmót 2018 – Smárafélagar

Hestamannafélagið Smári sendi 12 keppendur á Landsmót hestamanna í Reykjavík.  Hans Þór Hilmarsson sá um að halda utan um keppendur í yngri flokkum og veita þeim tilsögn.  Hestamannafélagið Smári greiddi fyrir vinnu Hans Þórs og var það styrkur til keppenda yngri flokka.  Við þökkum Hans Þór kærlega fyrir vel unnin störf.

Fulltrúar Smára voru eftirfarandi:

Barnaflokkur:
Aron Mímir Einarsson og Tígulstjarna frá Brekku hlutu 8,07 í einkunn og enduðu í 51. sæti

Unglingaflokkur:
Þórey Þula Helgadóttir og Gjálp frá Hvammi hlutu 8,29 í einkunn og enduðu í 41.-42. Sæti


Þorvaldur Logi Einarsson og Hátíð frá Hlemmiskeiði hlutu 8.36 í forkeppni og 24-25 sætið,sem skilaði honum í milliriðill. Eftir milliriðill endaði hann í 11 sæti með 8.40 í einkun og reið hann B úrslit og endaði í 16 sæti með 8.29.


Aron Ernir Ragnarsson og Váli frá Efra-Langholti hlutu 8,48 í forkeppni sem gerði 11.sæti og sæti í millirðilum.  Í milliriðlum hlutu þeir 8,19 og enduðu í 26. sæti.

Ungmennaflokkur:
Helgi Valdimar Sigurðsson og Kotra frá Steinnesi hlutu 8.06 og enduðu í 73. sæti.


Elís Arnar Jónsson og Þráinn frá Selfossi hlutu 8.38 í einkunn í forkeppni sem gerði 27.-28. sæti og þeir komust upp í milliriðla. Í milliriðlum hlutu þeir 8.11 og  29. sæti.

B-flokkur:
Sara frá Stóra-Vatnsskarði og Hans Þór Hilmarsson tóku ekki þátt á Landsmóti. En höfðu áðurunnið sér inn þáttökurétt  í þeim flokki.


Snillingur frá Sólheimum og Hallgrímur Birkisson hlutu 8.19 sem gerði 97.-98. sæti.
Byrnir frá Vorsabæ og Sigurbjörg Bára Björnsdóttir hlutu 8.39 sem gerði 60. sæti.

A-flokkur:
Bjarmi frá Bæ og Sigurður Vignir Matthíasson hlutu 8.45 og 50. sæti.


Gleði frá Syðra-Langholti  4 og Hans Þór Hilmarsson hlutu 7.29 og 104. sæti.

Opið Gæðingamót Landstólpa Smára, Loga og Trausta var haldið í Torfdal 28-29 júlí. Þau Arnar, Berglin og fjölskylda í Landstólpa voru aðalstyrktaraðilar mótsins en þau voru líka aðalstyrktaraðilar mótsins árinu á undan . Það er mikill styrkur fyrir okkur sem höldum svona stórt mót að hafa gott bakland. Þau styrktu mótið með 100.000 kr í verðlaun fyrir 1.sætið í Tölti og Josera faraldsbikarinn sem efsti knapi hlýtur í Tölti. Einnig fengu allir sem lentu í fyrstu 3 sætum í öllum flokkum fóðurpoka frá þeim . Landstólpi hefur hjálpað okkur með þeirra framlagi að halda þetta glæsilega mót, mótið hefur fengið góða umfjöllun og allir sem að því komu bæði knapar, áhorfendur og starfsfólk ánægðir með mótið. Félagið þakkar þeim á Landstólpa kærlega fyrir þeirra framlag og vonandi höldum við áfram þessu góða samstarfi áfram, en gaman er að fyrirtæki á okkar svæði styrki mótið.

Efstu Smárafélagar á Gæðingamóti Landstólpa voru:

Efsti hestur í eigu Smára-félaga í A-flokk var Sirkus frá Garðshorni á Þelamörk og hlaut hann Hreppasvipuna frægu . Knapi Kristín Magnúsdóttir

Efsti hestur í eigu Smára-félaga í B-flokk var Snillingur frá Sólheimum. Knapi Hallgrímur Birgisson

Efsti hestur  í eigu Smára-félaga í Ungmennaflokk var Hrafnhildur Magnúsdóttir og  Skræpa frá Blesastöðum

Efsti knapi í unglingaflokk var Aron Ernir Gunnarsson og Váli frá Efra- Langholti

Ásetuverðlaun sem veitt eru keppendum í barna- og unglingaflokk hlaut  Þorvaldur Logi Einarsson

Hlutu þau einnig faraldsbikara í þeirra flokki.

Ekkert barn frá Smára tók þátt að þessu sinni.

Landsþing LH var haldið á Akureyri 12-13 október, fjórir fulltrúar Smára sóttu þingið. Léttismenn stóðu vel að þinginu og eiga þeir hrós skilið fyrir það. Ýmsar nefndir eru skipaðar á þinginu og sátu Smára félagar í Reiðvega og umhverfisnefnd, Æskulýðsdeild, Kjördeild og Keppnisdeild. Rósa Birna Þorvaldsdóttir Smárafélagi var kosin inn í vara Stjórn LH á þinginu.

Farið er að huga að Landsmótinu á Hellu 2020 og er komin verkefnastjórn LH 2020, þeir hafa þegar hittst og eru farnir að skipuleggja viðburðinn. Mikilvægt er að við og öll félögin á þessu svæði taki þátt í þessar vinnu og hjálpi við undirbúning. Bráðlega verður fundur hjá þessari stjórn og stjórnum þessara félaga sem eiga hlut að og farið verður í nánari undirbúnings vinnu.

 

Þetta er það helsta sem hefur verið gert hjá félaginu á árinu 2018, en við munum svo heyra frá hverri nefnd frá þeirra starfi  hér í kvöld.  Við þökkum þeim Svanhildi og Aðalheiði fyrir þeirra setju og vinnu í stjórn Smára.

Takk fyrir

F.h stjórnar Smára Hulda Hrönn Stefánsdóttir formaður Smára 

 

 

 

04.02.2019 19:07

Úrslit af fyrsta vetrarmóti Smára

Fyrsta vetrarmótið okkar fór fram síðastliðinn laugardag. Það var góð mæting og skemmtileg stemming :) Við hefðum samt vilja sjá pollana okkar ! vonum að sjá þá næst ! ;) Hér koma svo niðurstöður :

Barnaflokkur:
1. Aron Mímir Einarsson og Tígulstjarna = 6,3

Unglingaflokkur:
1. Þorvaldur Logi Einarsson og Stjarni = 7,0
2. Sigrún Högna Tómasdótitr og Greifi = 6,8
3. Þórey Þula Helgadóttir og Gjálp = 6,5
4. Melkorka Gunnarsdóttir og Bassi = 6,0
5. Hjörtur Snær Halldórsson og Gjöf = 5,5

Áhugamannaflokkur
1. Berglind Ágústsdóttir og Ísar = 6,3
2. Kristín Ingimarsdóttir og Kopar = 6,0
3. Marie Louise og Óðinn = 5,8
4. Sigmundur Jóhannson og Rák = 5,5
5. Maja Vilstrup og Vaka = 5,3

Opinn Flokkur:
1. Kristín Magnúsdóttir og Sandra = 8,0
2. Thelma Dögg Tómasdóttir og Bósi = 7,5
3. Þorgeir Ólafsson og Eindís = 7,0
4. Ragnheiður Hallgrímsdóttir og Aría = 6,8
5. Hekla Salóme Magnúsdóttir og Karún = 6,5

Takk fyrir skemmtilegt mót
kveðja, Mótanefnd Smára ! :)
ps. við minnum á annað vetrarmótið okkar en það er Hjónaballsdaginn 2 mars ! fylgjist með :)

  • 1
Flettingar í dag: 109
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 195
Gestir í gær: 93
Samtals flettingar: 2083069
Samtals gestir: 302406
Tölur uppfærðar: 29.3.2020 08:21:25