Færslur: 2019 Mars

24.03.2019 22:20

Kynningarfundur fyrir Landsmót 2020

Félgsmenn Smára athugið. Kynningarfundur fyrir Landsmót 2020 verður haldin næstkomandi þriðjudagskvöld 26.mars klukkan 20:00 í Rangárhöllinni. Þar verður kynnt staða verkefnisins og aðkoma félaganna að Landsmótinnu. Við hvetjum okkar félagsmenn að mæta á fundin og kynna sér þetta verkefni sem við Smárafélagar eigum aðild að. Þeir sem hafa hugsað sér að fara mega skrá sig á smari@smari.is :)

Kveðja Stjórn Smára

22.03.2019 19:38

Aðalfundur reiðhallarinnar

Aðalfundur Reiðhallarinnar verður haldin 25.mars næstkomandi. Breyting verður á stjórn reiðhallarinnar, hestamannafélagið Smári þarf tvo nýja fulltrúa til þess að sitja í stjórn fyrir hönd félagsins. Þeir sem hafa áhuga á að vera fulltrúar fyrir félagið geta haft samband við stjórn Smára eða á smari@smari.is . Einnig ef félagsmenn hafa eitthverjar spurningar varðandi Reiðhöllina sem við stjórn Smára getum borið fram á fundinum, endilega hafið samband við okkur.

Kveðja stjórn Smára :)

Hulda Hrönn Stefánsdóttir formaður
Rósa Birna Þorvaldsdóttir varaformaður
Elin Moqvist gjaldkeri
Ragnheiður Hallgrímsdóttir ritari 
Jón Williham Bjarkarson meðstjórnandi

06.03.2019 21:16

Ábending til þeirra sem nota Reiðhöllina

Eins og margir vinir Reiðhallarinnar hafa tekið eftir er komið nýtt gólfefni í reiðsalinn sem er til mikilla bóta fyrir þá sem sækja námskeið, æfa og keppa í Reiðhöllinni.

Á sama hátt og þegar maður setur nýtt gólfefni á íbúðina heima hjá sér, vill maður auðvitað að það endist sem lengst og verði til prýði. Til þess að það gangi eftir reynir maður að ganga aðeins betur um á nýju gólfefni en maður gerði gjarnan á því gamla.

Það hefur því miður borið á því að einhverjir notendur Reiðhallarinnar hafi ekki haft það að leiðarljósi að ganga vel um nýja gólfefnið í reiðsalnum. Misbrestur hefur verið á því að hreinsa upp skít eftir hrossin þegar námskeiðum eða æfingum er lokið. Það hefur lika borið á því að fólk láti hrossin velta sér í reiðsalnum eftir æfingar.

Allir þeir sem hafa aðgang að húsinu hafa fengið sendar upplýsingar um umgengnisreglur í húsinu. Þeir sem skipuleggja námskeiðin þurfa einnig að brýna fyrir þátttakendum og leiðbeinendum að skila húsinu hreinu af loknum degi.

Til þess að rifja upp fyrir þeim sem ekki muna eftir því hvernig almennar umgengnisreglur eru í Reiðhölliini þá koma þær hér:

1. Notendur hússins skulu sjá til þess að reiðsalurinn sé hreinsaður um leið og hross skilar af sér taði, setja það í hjólbörur og rusl í ruslafötur. Mikilvægt er að spónlagt gólfið sé ávalt hreint.

2. Áður en hross fer inn í reiðsalinn er nauðsynlegt að hreinsa óhreinindi úr hófum, í hesthúsinu eða utandyra.

3. Lausaganga hrossa í reiðsalnum er óheimil. Áríðandi er að hrossin velti sér ekki á gólfinu og kembing hrossa í reiðsal er óheimil.

4. Hreinsa skal stíur í hesthúsi sem notaðar eru og tæma hjólbörur í safnhaug utandyra. Sópa skal ganga hesthússins.

5. Gæta skal að því að slökkva ljós í hesthúsi og sal, ef enginn annar er í húsinu við brottför.

Auk þessa þykir rétt að árétta að óheimilt er að vera með hunda í húsinu og reykingar eru ekki leyfðar innandyra.

Eins og sjá má eru þessar reglur ekki íþyngjandi fyrir notendur hússins. Taka skal fram að enginn starfsmaður er í húsinu til þess að halda því hreinu. Við verðum því að taka höndum saman og vinna saman að því að húsið sé ávalt aðlaðandi við komu.

Félagar í hestamannafélögunum Smára og Loga eru lang stærstu eigendur hússins og það er því akkur okkar að húsið sé ávalt í sem bestu standi.

Ég vona að nýja gólfefnið fái að njóta sín lengi í húsinu og haldi eiginleikum sínum sem best. Göngum vel um og bendum hvoru öðru á ef okkur finnst vera misbrestur á því.

F.h. stjórnar Reiðhallarinnar á Flúðum,
Bjarni H. Ásbjörnsson, formaður.

  • 1
Flettingar í dag: 44
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 375
Gestir í gær: 58
Samtals flettingar: 2084188
Samtals gestir: 302653
Tölur uppfærðar: 3.4.2020 02:06:43