Reglur Uppsveitadeildarinnar

 

Reglur Uppsveitardeildar Reiðhallarinnar á Flúðum.


1. Stjórn Reiðhallarinnar skipar Framkvæmdanefnd Uppsveitadeildarinnar. Starfstími
Framkvæmdanefndarinnar er frá 1. september til 31. maí. Framkvæmdanefnd skal
skipuð eftirtöldum:
Einn fulltrúi tilnefndur af Hestamannafélaginu Smára.
Einn fulltrúi tilnefndur af Hestamannafélaginu Loga.
Einn fulltrúi tilnefndur af Hestamannafélaginu Trausta.
Tveir fulltrúar tilnefndir af stjórn Reiðhallarinnar.


Hlutverk framkvæmdanefndar Uppsveitadeildarinnar er að skipuleggja og sjá til
þess að Uppsveitadeildin sé haldin með sóma í Reiðhöllinni á Flúðum á fyrsta
ársþriðjungi ár hvert. Meðal verkefna Framkvæmdanefndarinnar er að sjá um
skráningar á mótin, manna öll störf sem þarf á mótin, afla verðlauna og sjá um
kynningu og auglýsingar á hvert mót fyrir sig. Allar ákvarðanir varðandi fjárhag
skulu teknar í samráði við gjaldkera stjórnar Reiðhallarinnar. Framkvæmdanefndin
getur ekki tekið fjárskuldbindandi ákvarðanir fyrir hönd Reiðhallarinnar.


2. Stjórn Reiðhallarinnar ber ábyrgð á framkvæmd Uppsveitadeildarinnar. Hún sér til
þess að gólf hússins sé í keppnishæfu ástandi á meðan á Uppsveitadeildinni stendur.
Hún ákvarðar upphæð keppnisgjalds og aðgangseyris, sér um innheimtu og stýrir
veitingasölu. Stjórn ber ábyrgð á því að semja við aðalstyrktaraðila mótsins


3. Uppsveitadeildin er keppni í hestaíþróttum sem fram fer í Reiðhöllinni að Flúðum og
er ætluð félögum í hestamannafélögunum Smára, Loga og Trausta. Lágmarksaldur
keppenda miðast við ungmennaflokk eins og hann er skýrður í reglum LH.


4. Keppnisgreinar Uppsveitadeildarinnar eru fjórar, haldnar á þremur mótum. Á fyrsta
móti er keppt í fjórgangi V1. Á öðru móti er keppt í fimmgangi F1. Á þriðja móti er
keppt í tölti T1 og flugskeiði P2. Keppt er eftir FIPO reglum, að teknu tilliti til
vallarstærðar. Mót skulu haldin með þriggja til fjögurra vikna millibili.


5. Dómarar eru þrír. Allir með réttindi sem hestaíþróttadómarar og aðilar að
Hestaíþróttadómarafélagi Íslands.


6. Keppnislið Uppsveitadeildarinnar eru sjö. Fjögur lið koma frá Hestamannafélaginu
Smára, tvö lið koma frá Hestamannafélaginu Loga og eitt lið kemur frá
Hestamannafélaginu Trausta. Knapar keppnisliða skulu vera fæstir þrír en flestir
fimm. Hestamannafélögin sjá sjálf um að manna lið sín fyrir 1. febrúar ár hvert. Í
hverri keppnisgrein keppa þrír knapar frá hverju liði, samtals 21 keppandi.


7. Hvert lið skal skipa sér liðsstjóra. Hann er tengiliður liðssins við Framkvæmdanefnd
Uppsveitadeildarinnar og ber ábyrgð á liði sínu. Liðsstjórinn sér um að skila inn
skráningum á tilsettum tíma og að keppnisgjald sé greitt 10 dögum fyrir fyrsta mót.
Liðsstjóri má vera knapi í liði sínu.

8. Forfallist knapi fyrir keppni má kalla inn varaknapa. Varaknapi skal koma úr sama hestamannafélagi og sá sem fofallaðist. Tilkynna skal Framkvæmdanefnd
Uppsveitadeildarinnar um forföll í síðasta lagi á hádegi á keppnisdegi.


9. Eftir að Uppsveitadeildin er hafin er óheimilt að knapar skipti um lið.


10. Knapar safna stigum eftir árangri í hverri keppni. Efsta sæti gefur 21 stig, annað
sætið 20 o.s.frv. Stig eru gefin fyrir allar gildar sýningar. Keppnislið safna stigum eftir
árangri knapa sinna. Ógild sýning í forkeppni skilar ekki stigum. Ef ekki næst tími í
flugskeiði fást engin stig.


11. Knapar og hross skulu ávalt vera snyrtilega til fara og keppnislið skulu keppa í
samstæðum jökkum eða peysum.


12. Í keppni skal fylgja reglum skv. 8. kafla Laga og reglugerða um keppni á vegum LH.
Frávik sem eru leyfð vegna aðstæðna eru eftirfarandi: Knapa er heimilt að ríða einn
til einn og hálfan hring áður en hann hefur keppni. Sami hestur má keppa í öllum
greinum.


Riðin eru A og B úrslit. Níu knapar komast í úrslit, fjórir beint í A úrslit en fimm í B
úrslit. Efsti knapi í B úrslitum ríður sig upp í A úrslit. Séu fleiri en einn keppendur
jafnir í fjórða sæti, taka þeir allir sæti í A úrslitum.
Í fimmgangi F1 skal sýna tvo skeiðspretti í forkeppni og þrjá í úrslitakeppni. Lagt er
niður á skeið og skeiðað í gegnum húsið. Dæma skal niðurtöku og skeiðsprett, en
ekki niðurhægingu.
Í flugskeiði eru riðnir 3 sprettir. Tímar ráða úrslitum.


Samþykkt á fundi stjórnar Reiðhallarinnar 7. október 2014. 

 

 

 

Flettingar í dag: 27
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 195
Gestir í gær: 93
Samtals flettingar: 2082987
Samtals gestir: 302401
Tölur uppfærðar: 29.3.2020 04:53:46