Reglur Uppsveitadeild Æskunnar

Reglur Uppsveitadeildar æskunnar

 

Uppsveitadeild æskunnar er ætluð félögum í Loga, Smára og Trausta.

Keppt er í tveimur flokkum. Barnaflokki 10 -13 ára og unglingaflokki 14 -17 ára. Miðað er við almanaksárið.

Mótaröðin fer fram í Reiðhöllinni á Flúðum.

Framkvæmd mótanna er í höndum æskulýðsnefnda félaganna og stjórnar Uppsveitadeildarinnar.

Mótaröðin er hvort tveggja liða- og einstaklingskeppni.

Liðin eru þrjú, Logi, Trausti og Smári.

Knöpum er ekki skylt að keppa á öllum mótunum. Engin fjölda takmörkun knapa er í liðunum.

Árangur keppnisliða og einstaklinga er mældur í stigum. Í einstaklingskeppninni fá 10 efstu knapar stig. 1. sæti gefur 10 stig, 2. sæti 9 stig o.s.frv. og leggjast þau saman í heildarstig liðsins.

Knapar sem safna flestum stigum í hvorum flokki eru sigurvegarar deildarinnar.

Í liðakeppninni reiknast  stigin saman úr báðum flokkum og vinnur það lið sem flest fær stigin. Keppnisgreinar eru smali, fjórgangur,þrígangur, fimmgangur og skeið.Smali er fyrsta keppnisgrein, fjórgangur önnur og keppa báðir flokkar í þeim greinum.Þriðju greinar eru fimmgangur í unglingaflokki og þrígangur í  barnaflokki.Lokagreinar eru tölt í báðum flokkum og skeið í unglingaflokki.

Barnaflokkur: Smali, fjórgangur,þrígangur, tölt.

Unglingaflokkur: Smali, fjórgangur, fimmgangur, tölt/skeið.

 

Sami hestur má keppa í öllum greinum keppninnar. Sami hestur má ekki keppa í sömu grein í fullorðinsflokki og barna/unglingaflokki.

Í forkeppni er einn knapi í braut. Knapa er heimilt að ríða einn til einn og hálfan hring áður en hann hefur keppni.

Riðin eru A úrslit og B úrslit ef keppendur í forkeppni eru 14 eða fleiri.

Séu ekki riðin B úrslit komast 4 efstu eftir forkeppni í úrslit.

Séu riðin B úrslit komast 3 efstu eftir forkeppni beint í A úrslit. Knapar í sæti 4-7 ríða  B úrslit og keppa um eitt laust sæti í A úrslitum.

Séu tveir eða fleiri knapar jafnir í efsta sæti skulu þeir ríða bráðabana eftir reglum forkeppni.

Dómarar sýna þá sætaröðun í stað einkunna, ef knapar standa enn jafnir verður kastað hlutkesti. Ef knapar eru jafnir í öðru sæti en því fyrsta, ræður hlutkesti.

Dómarar skulu hafa íþróttadómara réttindi og séu þeir þrír.

Æskulýðsnefndir félaganna skipa liðstjóra fyrir sitt lið í upphafi mótaraðarinnar. Liðstjórar skulu halda utan um liðin, sjá um skráningar og vera tengiliður við mótshaldara. Knapar skulu ávallt vera snyrtilega til fara og æskilegt að lið séu í samstæðum jökkum eða peysum.


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Keppnisgreinar

 

Smali (hraðafimi) Smalinn dregur nafn sitt af einu mikilvægasta hlutverki íslenska hestsins frá örófi alda. Eiginleikar sem prýða góðan smala og smalahest eru nauðsynlegir ef árangur á að nást, þetta eru þættir eins og hraði, kjarkur, fimi og snerpa. Riðin er braut sem mörkuð er keilum sem ná upp á síður hests. Keilurnar skulu vera þannig útbúnar að þær falli við litla snertingu. Árangurinn ræðst af brautartíma og felldum keilum. Reiknireglur eru þær sömu og í tímabraut torfærunnar. Smalinn er hrein grein í þeirri merkingu að árangurinn er mælanlegur án frávika, þ.e. hann ræðst eingöngu af tíma og felldum keilum en ekki mati dómara. Dómarar eru engu að síður til staðar og meta hvort knapinn fari gegnum öll hlið, telja felldar keilur og hafa eftirlit með reiðmennsku knapa líkt og í öðrum keppnisgreinum. Riðnar eru tvær umferðir í forkeppni. 10 efstu knapar úr forkeppni ríða úrslit. Í Úrslitum hefst ný keppni, riðin er ein umferð.

Stigin telja þannig að knapar raðast í sæti eftir besta tímanum, sá sem er fyrstur fær 300 stig, sá næsti 280, 270 o.s.frv. Við hverja fellda keilu dragast frá 14 stig. Ef knapi fer framhjá hliði má hann snúa við og fara í gegnum hliðið. Fari knapi ekki í gegnum hlið er hann fallin úr keppni.

 

Fjórgangur Keppt er eftir FIPO reglum.

Fimmgangur Keppt er eftir FIPO reglum, en vegna vallarstærðar er skeiðið riðið í gegnum höllina. Riðnir skulu 2 sprettir í forkeppni, 3 sprettir í úrslitum. Dæma skal niðurtöku og skeiðsprett en ekki niðurhægingu.

Tölt Keppt er eftir FIPO reglum.

Þrígangur Riðinn skal hálfur hringur á feti, einn hringur á tölti eða brokki og einn hringur á stökki.

 

Ef tveir knapar eru jafnir og efstir í úrslitaspretti skeiðkappreiða vinnur sá sem hafði betri tímann inn í úrslitasprettinn. Ef tveir eru jafnir og efstir í smala vinnur sá sem færri keilur felldi. Ef tveir knapar eru jafnir í samanlagðri stigasöfnun eftir lokamót deildarinnar vinnur sá sem hefur unnið fleiri greinar. Ef knaparnir hafa jafn mörg gull ráða þá silfrin og ef þau eru jafn mörg þá bronsin o.s.frv. Ef tvö lið eru efst og jöfn í samanlögðum stigum eftir lokamót deildarinnar vinnur það lið sem fleiri greinar vann í mótaröðinni, ef þau standa þá enn jöfn vinnur það lið sem oftar var í öðru sæti keppnisgreinar.


Flettingar í dag: 44
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 375
Gestir í gær: 58
Samtals flettingar: 2084188
Samtals gestir: 302653
Tölur uppfærðar: 3.4.2020 02:06:43